Handbolti

Íslendingaliðið í undan­úr­slit

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sigvaldi Björn skoraði tvö mörk gegn Nærbo. 
Sigvaldi Björn skoraði tvö mörk gegn Nærbo.  Beate Oma Dahle/NTB

Kolstad komst áfram í undanúrslit norsku bikarkeppninnar í handbolta með 25-19 sigri gegn Nærbö nú síðdegis.

Benedikt Gunnar Óskarsson gaf sjö stoðsendingar og skoraði tvö mörk. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði einnig tvö mörk í öruggum sigri sem hefði hæglega getað verið stærri.

Kolstad leiddi 24-15 þegar tæpar níu mínútur voru eftir en skoraði aðeins eitt mark á meðan gestirnir gerðu fjögur.

Simon Jeppsson og Leon Owrenn Bronken voru markahæstir hjá Kolstad með fimm mörk hvor.

Arnór Snær Óskarsson og Sigurjón Guðmundsson voru skráðir á skýrslu en komust ekki á tölfræðiblaðið. Sveinn Jóhannsson var utan hóps.

Ísak Steinsson stóð í marki Drammen og varði níu skot í 32-28 sigri gegn Kristiansand. Drammen heldur því einnig áfram í undanúrslit. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×