Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. október 2025 11:48 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst. Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Mikill samdráttur í kortunum Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir fréttirnar mikið áfall. „Þetta eru auðvitað gríðarleg verðmæti og mikið af tekjum að fara út úr þjóðarbúinu, frá fyrirtækjunum sem treysta á þessar tegundir,“ segir Gunnþór. Þegar niðurskurður í ráðlögðum veiðum á makríl og kolmunna og aukning á síldarveiðum séu lögð saman hlaupi tap uppsjávarfyrirtækja á tugum milljarða. „Þá sýnist mér að þetta sé kannski tekjusamdráttur hjá okkur upp á 30 til 35 milljarða, einhvers staðar á því bili.“ Bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Nú sé beðið eftir ráðgjöf um loðnuveiðar, sem skipti höfuðmáli um framhaldið. „Ef loðnuveiðin er að bregðast enn eitt árið, þá má segja að það sé lítið framundan hjá ansi mörgum vinnslum og fyrirtækjum fyrstu átta mánuði ársins,“ segir Gunnþór. „Ég held að það hljóti að segja sig sjálfta að í breyttu starfsumhverfi, hækkandi kostnaði á flestum vígstöðvum og auknum álögum þá hljóti fyrirtækin að þurfa að bregðast við. Það held ég að segi sig bara alveg sjálft.“ Ekki er í gildi samkomulag milli þjóðanna sem stunda veiðar úr deilistofnunum þremur um skiptingu afla. Hver þjóð hefur því sett sér aflamark einhliða á undanförnum árum, og veitt hefur verið umfram ráðgjöf rannsóknarráðsins. Gunnþór á ekki von á því að íslenska ráðgjöfin fari hátt yfir ráðgjöf rannsóknarráðsins. „Ég á nú von á því að menn fylgi þessu,“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Loðnuveiðar Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Mikill samdráttur í kortunum Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir fréttirnar mikið áfall. „Þetta eru auðvitað gríðarleg verðmæti og mikið af tekjum að fara út úr þjóðarbúinu, frá fyrirtækjunum sem treysta á þessar tegundir,“ segir Gunnþór. Þegar niðurskurður í ráðlögðum veiðum á makríl og kolmunna og aukning á síldarveiðum séu lögð saman hlaupi tap uppsjávarfyrirtækja á tugum milljarða. „Þá sýnist mér að þetta sé kannski tekjusamdráttur hjá okkur upp á 30 til 35 milljarða, einhvers staðar á því bili.“ Bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Nú sé beðið eftir ráðgjöf um loðnuveiðar, sem skipti höfuðmáli um framhaldið. „Ef loðnuveiðin er að bregðast enn eitt árið, þá má segja að það sé lítið framundan hjá ansi mörgum vinnslum og fyrirtækjum fyrstu átta mánuði ársins,“ segir Gunnþór. „Ég held að það hljóti að segja sig sjálfta að í breyttu starfsumhverfi, hækkandi kostnaði á flestum vígstöðvum og auknum álögum þá hljóti fyrirtækin að þurfa að bregðast við. Það held ég að segi sig bara alveg sjálft.“ Ekki er í gildi samkomulag milli þjóðanna sem stunda veiðar úr deilistofnunum þremur um skiptingu afla. Hver þjóð hefur því sett sér aflamark einhliða á undanförnum árum, og veitt hefur verið umfram ráðgjöf rannsóknarráðsins. Gunnþór á ekki von á því að íslenska ráðgjöfin fari hátt yfir ráðgjöf rannsóknarráðsins. „Ég á nú von á því að menn fylgi þessu,“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Loðnuveiðar Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31