Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2025 10:58 Donald Trump í Hvíta húsinu í gær. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætlaði að setja hundrað prósenta toll á lyf sem framleidd eru undir einkaleyfi, ef fyrirtækin sem framleiða þau eru ekki að byggja verksmiðju í Bandaríkjunum. Tilkynning forsetans á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, hefur vakið spurningar víða um heim, vegna skorts á smáatriðum. Fjölmörg alþjóðleg lyfjafyrirtæki eru að framleiða verksmiðjur í Bandaríkjunum eða hafa tilkynnt að það standi til, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Mörg önnur hafa ekki verksmiðjur í Bandaríkjunum en Trump setti fyrr á árinu fimmtán prósenta toll á flest sem framleidd eru í Evrópusambandinu. WSJ segir að um níu af hverjum tíu lyfseðlum sem gefnir séu út í Bandaríkjunum séu um almenn lyf sem tollar munu ekki hafa áhrif á. Í frétt DR segir hins vegar að tilkynning Trumps veki mikilvægar spurningar fyrir fyrirtæki eins og Novo, sem framleiðir þyngdarlosunarlyfið Ozempic. Hvort nóg sé að framleiða eitthvað í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki til að losna alfarið við tolla eða hvort tollar verði settir á öll lyf sem eru ekki framleidd í Bandaríkjunum, þó fyrirtæki framleiði einhver lyf þar í landi. Trump tilkynnti einnig í gær að hann ætli að setja 25 prósenta toll á stóra vörubíla og fimmtíu prósenta toll á baðhúsgögn en þrjátíu prósenta toll á bólstruð húsgögn og eiga þeir einnig að taka gildi um mánaðamótin. Færsla Trumps um nýja tolla. Hæstiréttur skoðar tollana Stór hluti þeirra tolla sem Trump hefur beitt gegn fjölmörgum ríkjum heims var úrskurðaður ólöglegur fyrr á árinu. Dómarinn ákvað þrátt fyrir það að leyfa tollunum að gilda á meðan málið færi fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarar hæstaréttar samþykktu kröfu bæði ríkisstjórnarinnar og fólksins sem höfðaði málið upprunalega um að taka málið í flýtimeðferð en það mun samt ekki gerast fyrr en í nóvember. Úrskurður gæti legið fyrir í lok árs. Sá úrskurður mun þó eingöngu hafa áhrif á flötu tollana sem Trump hefur beitt á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Í fyrri úrskurðum í málinu sögðu dómarar að umrædd lög veiti forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Það ætti samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna að vera á höndum þingsins. Ríkisstjórn Trumps segir að verði tollarnir úrskurðaðir ólöglegir muni það leiða til hamfara í Bandaríkjunum. Búist sé við því að ríkið muni afla allt að þúsund milljörðum dala vegna tollanna fyrir næsta sumar og falli það niður myndu afleiðingarnar á ríkisreksturinn verða miklar. Einnig þyrfti að semja við fjölda ríkja upp á nýtt og jafnvel endurgreiða ríkjum sem búið er að semja við á grunni tollanna. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Danmörk Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Fjölmörg alþjóðleg lyfjafyrirtæki eru að framleiða verksmiðjur í Bandaríkjunum eða hafa tilkynnt að það standi til, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Mörg önnur hafa ekki verksmiðjur í Bandaríkjunum en Trump setti fyrr á árinu fimmtán prósenta toll á flest sem framleidd eru í Evrópusambandinu. WSJ segir að um níu af hverjum tíu lyfseðlum sem gefnir séu út í Bandaríkjunum séu um almenn lyf sem tollar munu ekki hafa áhrif á. Í frétt DR segir hins vegar að tilkynning Trumps veki mikilvægar spurningar fyrir fyrirtæki eins og Novo, sem framleiðir þyngdarlosunarlyfið Ozempic. Hvort nóg sé að framleiða eitthvað í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki til að losna alfarið við tolla eða hvort tollar verði settir á öll lyf sem eru ekki framleidd í Bandaríkjunum, þó fyrirtæki framleiði einhver lyf þar í landi. Trump tilkynnti einnig í gær að hann ætli að setja 25 prósenta toll á stóra vörubíla og fimmtíu prósenta toll á baðhúsgögn en þrjátíu prósenta toll á bólstruð húsgögn og eiga þeir einnig að taka gildi um mánaðamótin. Færsla Trumps um nýja tolla. Hæstiréttur skoðar tollana Stór hluti þeirra tolla sem Trump hefur beitt gegn fjölmörgum ríkjum heims var úrskurðaður ólöglegur fyrr á árinu. Dómarinn ákvað þrátt fyrir það að leyfa tollunum að gilda á meðan málið færi fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarar hæstaréttar samþykktu kröfu bæði ríkisstjórnarinnar og fólksins sem höfðaði málið upprunalega um að taka málið í flýtimeðferð en það mun samt ekki gerast fyrr en í nóvember. Úrskurður gæti legið fyrir í lok árs. Sá úrskurður mun þó eingöngu hafa áhrif á flötu tollana sem Trump hefur beitt á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Í fyrri úrskurðum í málinu sögðu dómarar að umrædd lög veiti forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Það ætti samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna að vera á höndum þingsins. Ríkisstjórn Trumps segir að verði tollarnir úrskurðaðir ólöglegir muni það leiða til hamfara í Bandaríkjunum. Búist sé við því að ríkið muni afla allt að þúsund milljörðum dala vegna tollanna fyrir næsta sumar og falli það niður myndu afleiðingarnar á ríkisreksturinn verða miklar. Einnig þyrfti að semja við fjölda ríkja upp á nýtt og jafnvel endurgreiða ríkjum sem búið er að semja við á grunni tollanna.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Danmörk Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira