Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2025 10:58 Donald Trump í Hvíta húsinu í gær. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætlaði að setja hundrað prósenta toll á lyf sem framleidd eru undir einkaleyfi, ef fyrirtækin sem framleiða þau eru ekki að byggja verksmiðju í Bandaríkjunum. Tilkynning forsetans á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, hefur vakið spurningar víða um heim, vegna skorts á smáatriðum. Fjölmörg alþjóðleg lyfjafyrirtæki eru að framleiða verksmiðjur í Bandaríkjunum eða hafa tilkynnt að það standi til, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Mörg önnur hafa ekki verksmiðjur í Bandaríkjunum en Trump setti fyrr á árinu fimmtán prósenta toll á flest sem framleidd eru í Evrópusambandinu. WSJ segir að um níu af hverjum tíu lyfseðlum sem gefnir séu út í Bandaríkjunum séu um almenn lyf sem tollar munu ekki hafa áhrif á. Í frétt DR segir hins vegar að tilkynning Trumps veki mikilvægar spurningar fyrir fyrirtæki eins og Novo, sem framleiðir þyngdarlosunarlyfið Ozempic. Hvort nóg sé að framleiða eitthvað í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki til að losna alfarið við tolla eða hvort tollar verði settir á öll lyf sem eru ekki framleidd í Bandaríkjunum, þó fyrirtæki framleiði einhver lyf þar í landi. Trump tilkynnti einnig í gær að hann ætli að setja 25 prósenta toll á stóra vörubíla og fimmtíu prósenta toll á baðhúsgögn en þrjátíu prósenta toll á bólstruð húsgögn og eiga þeir einnig að taka gildi um mánaðamótin. Færsla Trumps um nýja tolla. Hæstiréttur skoðar tollana Stór hluti þeirra tolla sem Trump hefur beitt gegn fjölmörgum ríkjum heims var úrskurðaður ólöglegur fyrr á árinu. Dómarinn ákvað þrátt fyrir það að leyfa tollunum að gilda á meðan málið færi fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarar hæstaréttar samþykktu kröfu bæði ríkisstjórnarinnar og fólksins sem höfðaði málið upprunalega um að taka málið í flýtimeðferð en það mun samt ekki gerast fyrr en í nóvember. Úrskurður gæti legið fyrir í lok árs. Sá úrskurður mun þó eingöngu hafa áhrif á flötu tollana sem Trump hefur beitt á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Í fyrri úrskurðum í málinu sögðu dómarar að umrædd lög veiti forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Það ætti samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna að vera á höndum þingsins. Ríkisstjórn Trumps segir að verði tollarnir úrskurðaðir ólöglegir muni það leiða til hamfara í Bandaríkjunum. Búist sé við því að ríkið muni afla allt að þúsund milljörðum dala vegna tollanna fyrir næsta sumar og falli það niður myndu afleiðingarnar á ríkisreksturinn verða miklar. Einnig þyrfti að semja við fjölda ríkja upp á nýtt og jafnvel endurgreiða ríkjum sem búið er að semja við á grunni tollanna. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Danmörk Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjölmörg alþjóðleg lyfjafyrirtæki eru að framleiða verksmiðjur í Bandaríkjunum eða hafa tilkynnt að það standi til, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Mörg önnur hafa ekki verksmiðjur í Bandaríkjunum en Trump setti fyrr á árinu fimmtán prósenta toll á flest sem framleidd eru í Evrópusambandinu. WSJ segir að um níu af hverjum tíu lyfseðlum sem gefnir séu út í Bandaríkjunum séu um almenn lyf sem tollar munu ekki hafa áhrif á. Í frétt DR segir hins vegar að tilkynning Trumps veki mikilvægar spurningar fyrir fyrirtæki eins og Novo, sem framleiðir þyngdarlosunarlyfið Ozempic. Hvort nóg sé að framleiða eitthvað í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki til að losna alfarið við tolla eða hvort tollar verði settir á öll lyf sem eru ekki framleidd í Bandaríkjunum, þó fyrirtæki framleiði einhver lyf þar í landi. Trump tilkynnti einnig í gær að hann ætli að setja 25 prósenta toll á stóra vörubíla og fimmtíu prósenta toll á baðhúsgögn en þrjátíu prósenta toll á bólstruð húsgögn og eiga þeir einnig að taka gildi um mánaðamótin. Færsla Trumps um nýja tolla. Hæstiréttur skoðar tollana Stór hluti þeirra tolla sem Trump hefur beitt gegn fjölmörgum ríkjum heims var úrskurðaður ólöglegur fyrr á árinu. Dómarinn ákvað þrátt fyrir það að leyfa tollunum að gilda á meðan málið færi fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarar hæstaréttar samþykktu kröfu bæði ríkisstjórnarinnar og fólksins sem höfðaði málið upprunalega um að taka málið í flýtimeðferð en það mun samt ekki gerast fyrr en í nóvember. Úrskurður gæti legið fyrir í lok árs. Sá úrskurður mun þó eingöngu hafa áhrif á flötu tollana sem Trump hefur beitt á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Í fyrri úrskurðum í málinu sögðu dómarar að umrædd lög veiti forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Það ætti samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna að vera á höndum þingsins. Ríkisstjórn Trumps segir að verði tollarnir úrskurðaðir ólöglegir muni það leiða til hamfara í Bandaríkjunum. Búist sé við því að ríkið muni afla allt að þúsund milljörðum dala vegna tollanna fyrir næsta sumar og falli það niður myndu afleiðingarnar á ríkisreksturinn verða miklar. Einnig þyrfti að semja við fjölda ríkja upp á nýtt og jafnvel endurgreiða ríkjum sem búið er að semja við á grunni tollanna.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Danmörk Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira