NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 25. september 2025 11:45 Í 75 ár hefur NATO verið skjöldur Evrópu. Ísland, herlaust land, hefur hingað til treyst á þennan skjöld í barnslegri blindni. Nú er skjöldurinn kolryðgaður. Donald Trump hótar að yfirgefa bandalagið og málflutningur hans ýtir undir klofninginn sem virðist óumflýjanlegur. Austur-Evrópa heldur fast í NATO. Vestur-Evrópa undirbýr að taka stjórnina. Ísland stendur á erfiðum tímamótum. Austrið treystir á NATO Pólland, Eistland, Lettland og Litháen líta á NATO og sérstaklega Bandaríkin sem einu raunverulegu vörnina gegn Rússum. Þau kaupa bandarísk vopn, hýsa hermenn og halda fast í bandalagið. Fyrir þessi ríki er NATO spurning um líf og dauða. Vestrið undirbýr eigin varnir Frakkland, Þýskaland, Spánn og Ítalía vita að stuðningur Bandaríkjanna er ekki lengur sjálfgefinn. Þau undirbúa því evrópskt varnarkerfi með sameiginlegri herstjórn, hraðvirku viðbragðskerfi og samræmdum útgjöldum. Þetta er í reynd evrópskur her í fæðingu – þó hann sé ekki kallaður því nafni. Vestur-Evrópa predikar eins og prestur um lýðræði, en safnar vopnum. Þetta tvennt fer óneitanlega illa saman. Skilnaðarbarnið Ísland Ísland hefur ekki eigin her en er landfræðilega í lykilstöðu. Keflavík og Norður-Atlantshafið skipta sköpum í vestrænum vörnum. Ef NATO veikist enn frekar þarf Ísland að velja hvort það treystir enn frekar á tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin eða tengjast evrópsku varnarkerfi. Þetta verður vitaskuld fókus íslenskra stjórnmálamanna og almenningur á Íslandi má því búast við litlum og hægfara úrbótum í innanlandsmálum í þessari heimsstöðu. Hverjum klukkan glymur Hverjir munu verja lofthelgina og hafsvæðið okkar ef NATO klofnar í sundur? Skilnaðir eru erfiðir en oft óumflýjanlegir. Ísland þarf fyrr en síðar að ákveða hvoru foreldrinu það fylgir – Washington eða Brussel. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í 75 ár hefur NATO verið skjöldur Evrópu. Ísland, herlaust land, hefur hingað til treyst á þennan skjöld í barnslegri blindni. Nú er skjöldurinn kolryðgaður. Donald Trump hótar að yfirgefa bandalagið og málflutningur hans ýtir undir klofninginn sem virðist óumflýjanlegur. Austur-Evrópa heldur fast í NATO. Vestur-Evrópa undirbýr að taka stjórnina. Ísland stendur á erfiðum tímamótum. Austrið treystir á NATO Pólland, Eistland, Lettland og Litháen líta á NATO og sérstaklega Bandaríkin sem einu raunverulegu vörnina gegn Rússum. Þau kaupa bandarísk vopn, hýsa hermenn og halda fast í bandalagið. Fyrir þessi ríki er NATO spurning um líf og dauða. Vestrið undirbýr eigin varnir Frakkland, Þýskaland, Spánn og Ítalía vita að stuðningur Bandaríkjanna er ekki lengur sjálfgefinn. Þau undirbúa því evrópskt varnarkerfi með sameiginlegri herstjórn, hraðvirku viðbragðskerfi og samræmdum útgjöldum. Þetta er í reynd evrópskur her í fæðingu – þó hann sé ekki kallaður því nafni. Vestur-Evrópa predikar eins og prestur um lýðræði, en safnar vopnum. Þetta tvennt fer óneitanlega illa saman. Skilnaðarbarnið Ísland Ísland hefur ekki eigin her en er landfræðilega í lykilstöðu. Keflavík og Norður-Atlantshafið skipta sköpum í vestrænum vörnum. Ef NATO veikist enn frekar þarf Ísland að velja hvort það treystir enn frekar á tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin eða tengjast evrópsku varnarkerfi. Þetta verður vitaskuld fókus íslenskra stjórnmálamanna og almenningur á Íslandi má því búast við litlum og hægfara úrbótum í innanlandsmálum í þessari heimsstöðu. Hverjum klukkan glymur Hverjir munu verja lofthelgina og hafsvæðið okkar ef NATO klofnar í sundur? Skilnaðir eru erfiðir en oft óumflýjanlegir. Ísland þarf fyrr en síðar að ákveða hvoru foreldrinu það fylgir – Washington eða Brussel. Höfundur er leikkona.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar