Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2025 11:50 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Lýður Seðlabankastjóri segir útlit fyrir að fasteignamarkaðurinn sé á leið í nokkuð jafnvægi. Ekki hefur verið slakað á lántökuskilyrðum en það kunni að verða tekið til skoðunar á árinu. Gjaldeyrisforði bankans sé vel í stakk búinn til að bregðast við ytri aðstæðum. Annað rit fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands á árinu var kynnt í húsakynnum bankans í dag. Þar kom meðal annars fram að staðan hér á landi væri þokkaleg, en að alþjóðleg pólitísk óvissa hefði aukist, sem valdi áhyggjum. Meira en 900 milljarða forði „Við erum á milli tveggja mynta, evrunnar og dollarans, allir atburðir sem gerast öðru hvoru megin hafa áhrif á okkur. Við höfum verið með gjaldeyrisforða, og höfum verið að safna í hann. Við höfum verið að kaupa reglulega gjaldeyri til þess að stækka forðann, til þess að vera viðbúin,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, að lokinni kynningu nefndarinnar. Gjaldeyrisforði bankans nam 917 milljörðum króna í lok ágúst, og hafði þá stækkað um 30 milljarða frá áramótum. Þar að auki sé eiginfjárkröfum á banka haldið háum, auk þess sem reynt sé að takmarka áhættu með erlendum lánum. Stefnir í jafnvægi Á fundinum kom fram að dregið hefði úr hækkun húsnæðisverðs, og spenna á húsnæðismarkaði minnkað. Kemur eitthvað til greina að slaka á einhverjum stjórntækjum? „Það er eitthvað sem fjármálastöðugleikanefnd verður að ræða. Lánþegaskilyrðin, nefndin setur þau. Ég held að nefndina verði bara að taka stöðuna á hverjum tíma.“ Nefndin hafi ekki séð ástæðu til að breyta lánþegaskilyrðum, en hún hittist næst í nóvember eða desember. „Þar gæti verið fjallað um það. Hlutir eins og það að lækka kvaðir á fyrstu kaupendur, sem dæmi.“ Velta á markaði sé þokkaleg og eignum á sölu fari fjölgandi, sem markist meðal annars af innkomu nýbyggðra íbúða. „Einhver kynni að segja að markaðurinn væri að komast í jafnvægi. Ég minni á það líka að verðbólga án húsnæðis er nokkurn veginn á markmiði Seðlabankans, 2,5 prósent. Verðbólga með fasteignamarkaðnum, er yfir markmiði,“ segir Ásgeir. Efnahagsmál Seðlabankinn Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa er þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafa víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða. 24. september 2025 08:32 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Annað rit fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands á árinu var kynnt í húsakynnum bankans í dag. Þar kom meðal annars fram að staðan hér á landi væri þokkaleg, en að alþjóðleg pólitísk óvissa hefði aukist, sem valdi áhyggjum. Meira en 900 milljarða forði „Við erum á milli tveggja mynta, evrunnar og dollarans, allir atburðir sem gerast öðru hvoru megin hafa áhrif á okkur. Við höfum verið með gjaldeyrisforða, og höfum verið að safna í hann. Við höfum verið að kaupa reglulega gjaldeyri til þess að stækka forðann, til þess að vera viðbúin,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, að lokinni kynningu nefndarinnar. Gjaldeyrisforði bankans nam 917 milljörðum króna í lok ágúst, og hafði þá stækkað um 30 milljarða frá áramótum. Þar að auki sé eiginfjárkröfum á banka haldið háum, auk þess sem reynt sé að takmarka áhættu með erlendum lánum. Stefnir í jafnvægi Á fundinum kom fram að dregið hefði úr hækkun húsnæðisverðs, og spenna á húsnæðismarkaði minnkað. Kemur eitthvað til greina að slaka á einhverjum stjórntækjum? „Það er eitthvað sem fjármálastöðugleikanefnd verður að ræða. Lánþegaskilyrðin, nefndin setur þau. Ég held að nefndina verði bara að taka stöðuna á hverjum tíma.“ Nefndin hafi ekki séð ástæðu til að breyta lánþegaskilyrðum, en hún hittist næst í nóvember eða desember. „Þar gæti verið fjallað um það. Hlutir eins og það að lækka kvaðir á fyrstu kaupendur, sem dæmi.“ Velta á markaði sé þokkaleg og eignum á sölu fari fjölgandi, sem markist meðal annars af innkomu nýbyggðra íbúða. „Einhver kynni að segja að markaðurinn væri að komast í jafnvægi. Ég minni á það líka að verðbólga án húsnæðis er nokkurn veginn á markmiði Seðlabankans, 2,5 prósent. Verðbólga með fasteignamarkaðnum, er yfir markmiði,“ segir Ásgeir.
Efnahagsmál Seðlabankinn Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa er þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafa víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða. 24. september 2025 08:32 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa er þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafa víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða. 24. september 2025 08:32