Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. september 2025 08:32 Árshlutauppgjör fyrri hluta ársins sýnir skelfilegan hallarekstur, tæpar tólfhundruð milljónir í mínus. Reksturinn stendur ekki undir afborgunum af lánum sem eru rúmlega tólfhundruð milljónir króna. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir úr Hafnarfirði. Það er ekki heldur nýtt að bæjarstjórar þessa kjörtímabils reyni að halda því fram að hallinn stafi af mikilli uppbyggingu þegar ársreikningurinn sýnir svart á hvítu að vandinn liggur í því að grunnrekstur bæjarins er, og hefur verið ósjálfbær um nærri tvo milljarða á ári allt þetta kjörtímabil. Þetta ár er engin undantekning sem segir manni það að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er ófær um að laga til í rekstrinum og gera hann sjálfbærari. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á því að þessi hallarekstur getur ekki gengið til lengdar. En fyrsta skrefið er að átta sig á vandanum til þess að geta tekið á honum. Það er því miður orðið ljóst að þessi meirihluti hefur engan áhuga á sjálfbærum rekstri sem gefur okkur sterkar vísbendingar um að þau séu fyrir löngu búin að kasta inn handklæðinu þegar kemur að ábyrgri fjármálastjórn, þrátt fyrir veikburða andvörp um hið gagnstæða. Flestum má þó vera ljóst að þau andvörp eru ekki trúverðug og besta falli hjákátleg. Í vor göngum við til kosninga. Grunnurinn að öllum kosningaloforðum og stefnum og framtíðarsýn mun alltaf hvíla á traustri fjármálastjórn. Grunnurinn að traustri fjármálastjórn er að átta sig á vandanum. Því miður hefur núverandi meirihluti valið sér þá leið að horfa fram hjá honum. Það mun aldrei ganga upp til lengdar. Viðreisn hefur, með fjármálaráðherra í broddi fylkingar, kynnt stöðuleikareglu í opinberum fjármálum. Í stuttu máli þýðir það að regluleg útgjöld megi ekki vaxa umfram 2% á milli ára að raungildi. Til að ná utan um óhóflegan hallarekstur og umfram skuldsetningu sveitarfélaga er nauðsynlegt að taka upp slík vinnubrögð. Slíkt kallast ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árshlutauppgjör fyrri hluta ársins sýnir skelfilegan hallarekstur, tæpar tólfhundruð milljónir í mínus. Reksturinn stendur ekki undir afborgunum af lánum sem eru rúmlega tólfhundruð milljónir króna. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir úr Hafnarfirði. Það er ekki heldur nýtt að bæjarstjórar þessa kjörtímabils reyni að halda því fram að hallinn stafi af mikilli uppbyggingu þegar ársreikningurinn sýnir svart á hvítu að vandinn liggur í því að grunnrekstur bæjarins er, og hefur verið ósjálfbær um nærri tvo milljarða á ári allt þetta kjörtímabil. Þetta ár er engin undantekning sem segir manni það að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er ófær um að laga til í rekstrinum og gera hann sjálfbærari. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á því að þessi hallarekstur getur ekki gengið til lengdar. En fyrsta skrefið er að átta sig á vandanum til þess að geta tekið á honum. Það er því miður orðið ljóst að þessi meirihluti hefur engan áhuga á sjálfbærum rekstri sem gefur okkur sterkar vísbendingar um að þau séu fyrir löngu búin að kasta inn handklæðinu þegar kemur að ábyrgri fjármálastjórn, þrátt fyrir veikburða andvörp um hið gagnstæða. Flestum má þó vera ljóst að þau andvörp eru ekki trúverðug og besta falli hjákátleg. Í vor göngum við til kosninga. Grunnurinn að öllum kosningaloforðum og stefnum og framtíðarsýn mun alltaf hvíla á traustri fjármálastjórn. Grunnurinn að traustri fjármálastjórn er að átta sig á vandanum. Því miður hefur núverandi meirihluti valið sér þá leið að horfa fram hjá honum. Það mun aldrei ganga upp til lengdar. Viðreisn hefur, með fjármálaráðherra í broddi fylkingar, kynnt stöðuleikareglu í opinberum fjármálum. Í stuttu máli þýðir það að regluleg útgjöld megi ekki vaxa umfram 2% á milli ára að raungildi. Til að ná utan um óhóflegan hallarekstur og umfram skuldsetningu sveitarfélaga er nauðsynlegt að taka upp slík vinnubrögð. Slíkt kallast ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar