Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Valur Páll Eiríksson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 23. september 2025 23:00 Hermann Hauksson, sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi. Vísir/Sigurjón Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. Davíð Tómas Tómasson, annar tveggja alþjóðadómara sem Ísland á, tilkynnti Vísi í morgun að hann væri hættur dómgæslu aðeins 36 ára að aldri. Hann geri það ekki að sjálfdáðum heldur hafi hann verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum af dómaranefnd sambandsins. Tilraunir til sátta hafi litlum árangri skilað og hann settur út af sakramenntinu. Hann þakkar það slæmu umhverfi skapað af téðri nefnd sem hafi orsakað það að fleiri hafi hrökklast frá störfum. Jón Guðmundsson tók í svipaðan streng en honum var vísað frá þegar hann hugðist snúa aftur til starfa sem dómari eftir að hafa reynt fyrir sér í þjálfun. KKÍ vildi ekki svara fyrir málið þar sem ekki náðist í Jón Bender, formann dómaranefndar sambandsins, og Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri þess, vildi ekki tjá sig að svo stöddu. Körfuboltasamfélagið krefst hins vegar svara. „Mér finnst skrítið að KKÍ og jafnvel dómaranefndin tjái sig ekki um málið eða kýs ekki að tjá sig. Svona mál þarf að tjá sig um. Af hverju þetta endar svona og hinsegin þar sem það er verið að útiloka okkar allra besta dómara úr deildinni og gefa honum ekki verkefni sem er mjög slæmt,“ segir Hermann Hauksson, sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta gerðist líka með Jón Guðmunds sem er frábær dómari. Hann fékk ekki nægilega góð svör frá þessum nefndum og annað slíkt.“ „Það er einhverstaðar brotið þarna inn á milli og við þurfum að komast til botns í þessu, við þurfum að fá almennileg svör. Þetta er slæmt, þarna eru tveir frábærir dómarar sem eru í miklum metum veit ég hjá leikmönnum deildarinnar því þetta eru dómarar sem kunna sitt fag. Mér finnst þetta slæmt fyrir hreyfinguna.“ Hefur Hermann trú á því að það sé hægt að finna lausn og við getum haft alla okkar bestu dómara á gólfinu? „Ég vil að það verði fundin lausn til að hafa bæði Jón og Dabba T eins og hann er kallaður aftur á gólfið. Við þurfum á því að halda og mér finnst synd að þetta sé svona. Það eru tvær hliðar á öllum málum en ég trúi ekki öðru en þessar hliðar geti sameinast og fundið réttan kjöl á þessu svo við sjáum þá aftur stinga flautunni upp í sig og við í Körfuboltakvöldi getum farið að gagnrýna þá.“ KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
Davíð Tómas Tómasson, annar tveggja alþjóðadómara sem Ísland á, tilkynnti Vísi í morgun að hann væri hættur dómgæslu aðeins 36 ára að aldri. Hann geri það ekki að sjálfdáðum heldur hafi hann verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum af dómaranefnd sambandsins. Tilraunir til sátta hafi litlum árangri skilað og hann settur út af sakramenntinu. Hann þakkar það slæmu umhverfi skapað af téðri nefnd sem hafi orsakað það að fleiri hafi hrökklast frá störfum. Jón Guðmundsson tók í svipaðan streng en honum var vísað frá þegar hann hugðist snúa aftur til starfa sem dómari eftir að hafa reynt fyrir sér í þjálfun. KKÍ vildi ekki svara fyrir málið þar sem ekki náðist í Jón Bender, formann dómaranefndar sambandsins, og Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri þess, vildi ekki tjá sig að svo stöddu. Körfuboltasamfélagið krefst hins vegar svara. „Mér finnst skrítið að KKÍ og jafnvel dómaranefndin tjái sig ekki um málið eða kýs ekki að tjá sig. Svona mál þarf að tjá sig um. Af hverju þetta endar svona og hinsegin þar sem það er verið að útiloka okkar allra besta dómara úr deildinni og gefa honum ekki verkefni sem er mjög slæmt,“ segir Hermann Hauksson, sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta gerðist líka með Jón Guðmunds sem er frábær dómari. Hann fékk ekki nægilega góð svör frá þessum nefndum og annað slíkt.“ „Það er einhverstaðar brotið þarna inn á milli og við þurfum að komast til botns í þessu, við þurfum að fá almennileg svör. Þetta er slæmt, þarna eru tveir frábærir dómarar sem eru í miklum metum veit ég hjá leikmönnum deildarinnar því þetta eru dómarar sem kunna sitt fag. Mér finnst þetta slæmt fyrir hreyfinguna.“ Hefur Hermann trú á því að það sé hægt að finna lausn og við getum haft alla okkar bestu dómara á gólfinu? „Ég vil að það verði fundin lausn til að hafa bæði Jón og Dabba T eins og hann er kallaður aftur á gólfið. Við þurfum á því að halda og mér finnst synd að þetta sé svona. Það eru tvær hliðar á öllum málum en ég trúi ekki öðru en þessar hliðar geti sameinast og fundið réttan kjöl á þessu svo við sjáum þá aftur stinga flautunni upp í sig og við í Körfuboltakvöldi getum farið að gagnrýna þá.“
KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira