Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar 23. september 2025 13:45 Kæri borgarstjóri! Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) mótmælir harðlega um sjö prósenta niðurskurði Reykjavíkurborgar á framlögum til tónlistarmenntunar barna og ungmenna. FT telur þessi áform með öllu óásættanleg og að það sé ekki verjandi að enn eigi að skerða aðgengi að tónlistarmenntun í borginni með ítrekuðum niðurskurði á framlögum til tónlistarskóla. Þá eykur það enn á alvarleika málsins að samkvæmt gögnum Reykjavíkurborgar frá árinu 2020 virðist stór hluti árganga í grunnskólum borgarinnar ekki njóta lögbundinnar tónmenntakennslu. Tónlist er ekki aukaatriði – hún er nauðsyn FT áréttar að tónlist er ekki aukaatriði þegar kemur að menntun. Þvert á móti er tónlistarmenntun grundvallarþáttur í heildstæðri og merkingarbærri menntun þar sem horft er til gæða, jöfnuðar og tilgangs menntunar, eins og kemur skýrt fram í Ramma UNESCO fyrir menningar- og listmenntun frá árinu 2024. Kjarninn í stefnuskjali UNESCO hverfist um að listir og menning séu óaðskiljanlegur hluti af menntun og þroska bæði einstaklinga og samfélaga. Lögð er áhersla á að menntakerfi þurfi að setja menningar- og listmenntun í forgrunn; án hennar sé ekki hægt að tala um gæðamenntun, og að viðurkenna þurfi hið innbyggða samfélagslega gildi lista, menningar og skapandi greina og þýðingarmikið framlag þeirra til framþróunar samfélaga. Innleiðing Rammans tilefni til endurskoðunar Innleiðing á Ramma UNESCO er meðal aðgerða í nýsamþykktri aðgerðaáætlun með menntastefnu íslenskra stjórnvalda til ársins 2030 og aðilar skólasamfélagsins bera þar sameiginlega ábyrgð á framkvæmdinni. Það væri verðugt fyrsta skref í þeirri vegferð að borgaryfirvöld myndu hverfa frá áformuðum niðurskurði á framlögum til tónlistarmenntunar barna og ungmenna og axla þannig ábyrgð gagnvart þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum undirgengist. Með því skrefi væri stefnu borgarinnar sjálfrar jafnframt framfylgt. Markviss fjölgun tónlistarnemenda forgangsáhersla Í stefnu og greinargerð frá 2021 um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til ársins 2030 er markviss fjölgun tónlistarnemenda meðal forgangsáherslna og tiltekið að hlutfall barna og ungmenna sem njóta tónlistarnáms skuli hækka í skrefum á gildistíma stefnunnar. Í stefnunni kemur fram að þar sé „lagður grunnur að stórefldu tónlistarnámi og tónlistarfræðslu í borginni“ og að markmiðið sé „að auka jöfnuð og aðgengi barna og ungmenna að tónlistarnámi samhliða því að tryggja fjölbreytni í tónlistarnámi.“ Með vaxandi þekkingu á jákvæðum og varanlegum áhrifum tónlistarnáms fyrir nemendur, verði það sífellt ljósara hve mikilvægt er að allir fái að kynnast tónlistarnámi af eigin raun og hægt sé að mæta þeim sem það vilja stunda. Hér eru orð að sönnu um gildi tónlistarnáms og mikilvægi þess að tryggja aðgengi og jöfn tækifæri allra barna og ungmenna að tónlistarnámi. Með hliðsjón af stefnu borgarinnar er fyrirhugaður niðurskurður óskiljanlegur. Fóstra tónlistar þarf að rísa undir nafni Tónlistarborgin Reykjavík byggir á grunni þess gróskumikla og kröftuga tónlistarlífs sem hér hefur byggst upp á undangengnum áratugum. Ímynd og kynningarstarf borgarinnar nýtur þannig góðs af hæfileikum íslensks tónlistarfólks og, eins og segir í skýrslu starfshóps um tónlistarborgina, má leiða að því rök „að ímynd íslenskrar tónlistar sé samofin ímynd Reykjavíkur sem menningarborgar og áhugaverðs áfangastaðar“. Þar kemur einnig fram að verkefnið Tónlistarborgin Reykjavík byggi á „sýn um skapandi og þroskandi umhverfi, þar sem tónlist er órjúfandi þáttur menntunar, tómstunda og þroska barna og ungmenna.“ Lögð er áhersla á „heildræna sýn þar sem grunnurinn er treystur með öflugri og aðgengilegri tónlistarmenntun“. Grundvöllur þess að verkefnið Tónlistarborgin Reykjavík geti staðið undir nafni hvílir eðli málsins samkvæmt á því tónlistarskólakerfi, sem okkur sem samfélagi bar gæfa til að byggja upp um allt land, og það gerir enn ríkari kröfu til höfuðborgarinnar um að standa sína plikt gagnvart tónlistarmenntun í landinu. Borg sem vill vera þekkt sem „fóstra tónlistar“ verður að rísa undir forsendu- og velgengnisþáttum sem hún sjálf hefur skilgreint sem grundvöll Tónlistarborgarinnar, þ.e. að „standa vörð um tónlistarmenntun og tónlistaruppeldi barna í borginni“. Verðum að hlúa að tónlist Borgarstjóri, þáverandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnaði þingsályktunartillögu um heildarstefnu í málefnum tónlistar í ávarpi á uppskeruhátíð tónlistarskóla í Hörpu í mars 2023 og undirstrikaði mikilvægi þess að svona stefna sé sett svo allir hlutaðeigandi geti þróast í sömu átt. Að hér væri stigið „stórt skref fyrir okkur sem unnum tónlist“ og það væri hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga að hlúa að tónlist rétt eins og öllu öðru sem er mikilvægt fyrir samfélagið. Orðum fylgi aðgerðir Tónlistarskólarnir hafa um langt skeið verið í stjórnsýslulegu tómarúmi og búið við erfið rekstrarskilyrði, fjárhagslegt óöryggi og skort á fyrirsjáanleika og samfellu. Eins og borgin hefur sjálf dregið fram í skýrslum þá er erfitt fyrir tónlistarskólana að vaxa og dafna í þessu umhverfi og þessi starfsskilyrði hafa veikt innra starf skólanna og möguleika til þróunar. Við hvetjum borgarstjóra til að láta hér aðgerðir fylgja orðum og hlúa að tónlist með því að skapa tónlistarskólunum starfsskilyrði sem styðja möguleika þeirra til að rækta víðtækt hlutverk sitt sem inngildandi afl í samfélaginu þar sem horft er til þeirra fjölþættu tækifæra tónlistar og tónlistarmenntunar til að takast á við þær stóru siðferðilegu og félagslegu áskoranir sem við blasa. Börn og ungmenni þurfa tónlist Á tímum þar sem áskoranir í brennidepli snúa að líðan og velferð barna og ungmenna, þar sem fræðingar tala um bresti í samfélagsgerðinni þar sem skorti á mennskuna, þá skyldum við sem samfélag horfa til þess að styrkja þær stofnanir sem hafa til að bera okkar öflugustu tæki þegar kemur að því að rækta mennskuna, – en ekki veikja þær eins og ítrekaður niðurskurður gerir. Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Kennarasamband Íslands skora á borgaryfirvöld að snúa af leið niðurskurðar og lýsa sig jafnframt reiðubúin til samtals og samvinnu um eflingu tónlistarmenntunar. Mikilvægt er að vinna áfram ötullega að því að tryggja aðgengi og jöfn tækifæri barna og ungmenna að tónlistarnámi, með inntak allra framangreindra stefnuskjala að leiðarljósi. Að styðja tónlistarmenntun er að styðja velferð barna og ungmenna, þau þurfa tónlist – og samfélagið þarf hana líka. Ályktun Svæðisþings FT og STS Höfundur er formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Kæri borgarstjóri! Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) mótmælir harðlega um sjö prósenta niðurskurði Reykjavíkurborgar á framlögum til tónlistarmenntunar barna og ungmenna. FT telur þessi áform með öllu óásættanleg og að það sé ekki verjandi að enn eigi að skerða aðgengi að tónlistarmenntun í borginni með ítrekuðum niðurskurði á framlögum til tónlistarskóla. Þá eykur það enn á alvarleika málsins að samkvæmt gögnum Reykjavíkurborgar frá árinu 2020 virðist stór hluti árganga í grunnskólum borgarinnar ekki njóta lögbundinnar tónmenntakennslu. Tónlist er ekki aukaatriði – hún er nauðsyn FT áréttar að tónlist er ekki aukaatriði þegar kemur að menntun. Þvert á móti er tónlistarmenntun grundvallarþáttur í heildstæðri og merkingarbærri menntun þar sem horft er til gæða, jöfnuðar og tilgangs menntunar, eins og kemur skýrt fram í Ramma UNESCO fyrir menningar- og listmenntun frá árinu 2024. Kjarninn í stefnuskjali UNESCO hverfist um að listir og menning séu óaðskiljanlegur hluti af menntun og þroska bæði einstaklinga og samfélaga. Lögð er áhersla á að menntakerfi þurfi að setja menningar- og listmenntun í forgrunn; án hennar sé ekki hægt að tala um gæðamenntun, og að viðurkenna þurfi hið innbyggða samfélagslega gildi lista, menningar og skapandi greina og þýðingarmikið framlag þeirra til framþróunar samfélaga. Innleiðing Rammans tilefni til endurskoðunar Innleiðing á Ramma UNESCO er meðal aðgerða í nýsamþykktri aðgerðaáætlun með menntastefnu íslenskra stjórnvalda til ársins 2030 og aðilar skólasamfélagsins bera þar sameiginlega ábyrgð á framkvæmdinni. Það væri verðugt fyrsta skref í þeirri vegferð að borgaryfirvöld myndu hverfa frá áformuðum niðurskurði á framlögum til tónlistarmenntunar barna og ungmenna og axla þannig ábyrgð gagnvart þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum undirgengist. Með því skrefi væri stefnu borgarinnar sjálfrar jafnframt framfylgt. Markviss fjölgun tónlistarnemenda forgangsáhersla Í stefnu og greinargerð frá 2021 um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til ársins 2030 er markviss fjölgun tónlistarnemenda meðal forgangsáherslna og tiltekið að hlutfall barna og ungmenna sem njóta tónlistarnáms skuli hækka í skrefum á gildistíma stefnunnar. Í stefnunni kemur fram að þar sé „lagður grunnur að stórefldu tónlistarnámi og tónlistarfræðslu í borginni“ og að markmiðið sé „að auka jöfnuð og aðgengi barna og ungmenna að tónlistarnámi samhliða því að tryggja fjölbreytni í tónlistarnámi.“ Með vaxandi þekkingu á jákvæðum og varanlegum áhrifum tónlistarnáms fyrir nemendur, verði það sífellt ljósara hve mikilvægt er að allir fái að kynnast tónlistarnámi af eigin raun og hægt sé að mæta þeim sem það vilja stunda. Hér eru orð að sönnu um gildi tónlistarnáms og mikilvægi þess að tryggja aðgengi og jöfn tækifæri allra barna og ungmenna að tónlistarnámi. Með hliðsjón af stefnu borgarinnar er fyrirhugaður niðurskurður óskiljanlegur. Fóstra tónlistar þarf að rísa undir nafni Tónlistarborgin Reykjavík byggir á grunni þess gróskumikla og kröftuga tónlistarlífs sem hér hefur byggst upp á undangengnum áratugum. Ímynd og kynningarstarf borgarinnar nýtur þannig góðs af hæfileikum íslensks tónlistarfólks og, eins og segir í skýrslu starfshóps um tónlistarborgina, má leiða að því rök „að ímynd íslenskrar tónlistar sé samofin ímynd Reykjavíkur sem menningarborgar og áhugaverðs áfangastaðar“. Þar kemur einnig fram að verkefnið Tónlistarborgin Reykjavík byggi á „sýn um skapandi og þroskandi umhverfi, þar sem tónlist er órjúfandi þáttur menntunar, tómstunda og þroska barna og ungmenna.“ Lögð er áhersla á „heildræna sýn þar sem grunnurinn er treystur með öflugri og aðgengilegri tónlistarmenntun“. Grundvöllur þess að verkefnið Tónlistarborgin Reykjavík geti staðið undir nafni hvílir eðli málsins samkvæmt á því tónlistarskólakerfi, sem okkur sem samfélagi bar gæfa til að byggja upp um allt land, og það gerir enn ríkari kröfu til höfuðborgarinnar um að standa sína plikt gagnvart tónlistarmenntun í landinu. Borg sem vill vera þekkt sem „fóstra tónlistar“ verður að rísa undir forsendu- og velgengnisþáttum sem hún sjálf hefur skilgreint sem grundvöll Tónlistarborgarinnar, þ.e. að „standa vörð um tónlistarmenntun og tónlistaruppeldi barna í borginni“. Verðum að hlúa að tónlist Borgarstjóri, þáverandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnaði þingsályktunartillögu um heildarstefnu í málefnum tónlistar í ávarpi á uppskeruhátíð tónlistarskóla í Hörpu í mars 2023 og undirstrikaði mikilvægi þess að svona stefna sé sett svo allir hlutaðeigandi geti þróast í sömu átt. Að hér væri stigið „stórt skref fyrir okkur sem unnum tónlist“ og það væri hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga að hlúa að tónlist rétt eins og öllu öðru sem er mikilvægt fyrir samfélagið. Orðum fylgi aðgerðir Tónlistarskólarnir hafa um langt skeið verið í stjórnsýslulegu tómarúmi og búið við erfið rekstrarskilyrði, fjárhagslegt óöryggi og skort á fyrirsjáanleika og samfellu. Eins og borgin hefur sjálf dregið fram í skýrslum þá er erfitt fyrir tónlistarskólana að vaxa og dafna í þessu umhverfi og þessi starfsskilyrði hafa veikt innra starf skólanna og möguleika til þróunar. Við hvetjum borgarstjóra til að láta hér aðgerðir fylgja orðum og hlúa að tónlist með því að skapa tónlistarskólunum starfsskilyrði sem styðja möguleika þeirra til að rækta víðtækt hlutverk sitt sem inngildandi afl í samfélaginu þar sem horft er til þeirra fjölþættu tækifæra tónlistar og tónlistarmenntunar til að takast á við þær stóru siðferðilegu og félagslegu áskoranir sem við blasa. Börn og ungmenni þurfa tónlist Á tímum þar sem áskoranir í brennidepli snúa að líðan og velferð barna og ungmenna, þar sem fræðingar tala um bresti í samfélagsgerðinni þar sem skorti á mennskuna, þá skyldum við sem samfélag horfa til þess að styrkja þær stofnanir sem hafa til að bera okkar öflugustu tæki þegar kemur að því að rækta mennskuna, – en ekki veikja þær eins og ítrekaður niðurskurður gerir. Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Kennarasamband Íslands skora á borgaryfirvöld að snúa af leið niðurskurðar og lýsa sig jafnframt reiðubúin til samtals og samvinnu um eflingu tónlistarmenntunar. Mikilvægt er að vinna áfram ötullega að því að tryggja aðgengi og jöfn tækifæri barna og ungmenna að tónlistarnámi, með inntak allra framangreindra stefnuskjala að leiðarljósi. Að styðja tónlistarmenntun er að styðja velferð barna og ungmenna, þau þurfa tónlist – og samfélagið þarf hana líka. Ályktun Svæðisþings FT og STS Höfundur er formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar