Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar 23. september 2025 13:02 „Vegna minnkandi eftirspurnar í heiminum mun framleiðsla á olíu minnka um 77% til ársins 2050, frá 100 milljón tunnum árlega og niður í 23 milljón tunnur.“ Ofangreind setning er ekki af óskalista umhverfissamtaka heldur er þetta spá frá Alþjóðlegu orkustofnuninni (IEA) sem er undir OECD og byggir á gögnum víða að, m.a. frá ExxonMobil, Eni, Chevron og BP (heimild: IEA Net Zero Roadmap, 2023). „Mjólkið þennan bisness næstu örfáu ár eins og þið getið því svo er hann búinn“ sagði spásérfræðingurinn Tony Seba á frægum fundi með olíufurstum í Sádí-Arabíu fyrir nokkrum árum þegar hann setti fram keimlíka spá um þann hraða samdrátt í olíunotkun sem framundan er í heiminum. Þetta er ekki vegna þess að olían í jörðu er búin heldur vegna þess að æ færri vilja kaupa. Af hverju mun olíunotkun fara hratt minnkandi á næstu árum og áratugum? Tvennt vegur þar þyngst: Vöxtur rafbíla og vöxtur í framleiðslu og notkun á umhverfisvænu eldsneyti. Rafknúin tæki eru að taka við fyrir styttri leiðir (einkabílar, stuttar flutningsleiðir) og umhverfisvænt eldsneyti fyrir allar lengri leiðir (fiskiskipaflotinn, skipaflutningar, flug, þungavinnuvélar og önnur samgöngutæki). Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) hefur sem dæmi gefið út að eldsneyti í skipum verði að vera umhverfisvænt, að innihalda að hámarki 14g CO2-ígilda (CO2-íg.)í orkueiningu frá og með 2035. Þeir sem þráast við og ætla að nota olíu (94g CO2-íg.) munu samkvæmt reglum IMO þurfa að greiða mengunargjald fyrir hver tonn af jarðefnaeldsneyti. Hinir sem sigla munu um á umhverfisvænu eldsneyti munu fá umbun (allt að €380/tonn). Hver ætlar að leita að olíu þegar IMO er að byrja með refsigjald fyrir notkun á olíu? Við ættum því miklu frekar að horfa á umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af jarðefnaeldsneyti. Þrjú lönd í okkar heimshluta henta best til slíkrar framleiðslu: Ísland, Kanada og Noregur. Hér á landi er hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti í hæsta gæðaflokki (RFNBO), sem inniheldur aðeins 2g af CO2-íg. í orkueiningu. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn að vinna jarðefnaeldsneyti sem er á útleið eða að framleiða vöruna sem er að taka við af olíunni? Hér væri hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem myndi klára orkuskipti í landinu. Raunhæfur ávinningur gæti verið samdráttur í losun um 1,5 milljón tonna fram til 2030. Ísland þyrfti þar með ekki að kaupa losunarheimildir sem væri 11-18 milljarða ábati fyrir ríkissjóð. Hugmyndin um olíuleit við Ísland er því tímaskekkja. Jarðefnaeldsneyti er á hraðri útleið. Forstjórar flugfélaga (t.d. KLM) segja að þeir verði að hraða þróun yfir í umhverfisvænt eldsneyti, ekki bara til að uppfylla reglugerðir, heldur vegna þess að viðskiptavinir spyrja reglulega um þetta og munu strax snúa sér alfarið til þeirra flugfélaga sem verða fyrst til að fljúga um á slíku eldsneyti. Einnig hafa jarðfræðingar bent á að í jarðlögum í kringum Ísland er olíuglugginn að mestu lokaður og litlar líkur að olía finnist. Ísland myndaðist á heitum reit í jarðskorpunni og við þær aðstæður varðveitast olía og gas ekki í setlögum. Viðskiptaráð hefur engu að síður hoppað á olíuvagninn og hvetur til olíuvinnslu við Ísland. Allt er reynt til að selja hugmyndina og jafnvel er farið yfir strikið í sölumennskunni þegar sagt er að olíuleitin sé umhverfisvæn. Viðskiptaráð segir: „Áhrifin á losun okkar [Íslands] væru þau að hún myndi í raun minnka af því olíuvinnsla á Drekasvæðinu væri umhverfisvænni.“. Þetta getur enganvegin staðist. Losun er mæld í ETS, ESR og LULUCF kerfum og olíuvinnsla við Ísland minnkar á engan hátt losun í þessum kerfum. Hins vegar eykst losun í þessum kerfum vegna siglinga frá Íslandi inn á Drekasvæðið en minnkar ekki. Fjórðungur af losun Noregs er vegna olíuvinnslu (heimild: energiogklima.no og SSB) og er líklegt að frændur vorir myndu brosa góðlátlega ef reynt væri að halda því fram að olíuvinnsla við Íslandsgrunn minnki losun. Losun Íslands úr ETS og ESR kerfum er 2,9 + 1,9 milljón tonna CO2-íg. skv. UOS.is eða samtals 4,8 milljón tonna CO2-íg. Notum hlutföll frá Noregi um að fjórðungur af losun geti komið til vegna olíuvinnslu: Olíuvinnsla gæti því aukið losun Íslands um 1,2 milljónir tonna CO2-íg. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn eða sú mynd sem dregin er hér að ofan, að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem minnkar losun um 1,5 milljónir tonna CO2-íg? Munurinn fyrir Ísland á þessum tveimur sviðsmyndum væri því 2,7 milljónir tonna CO2-íg. í loftslagsbókhaldi Íslands sem myndi reiknast sem 30 milljarðar í losunarheimildir sem gætu að verulegu leyti reiknast sem tekjur í ríkissjóð. Viðskiptaráð ætti auðvitað miklu fremur að gefa skilaboð um að þar á bæ sé hugað að framtíðinni, að talað sé fyrir umhverfisvænu eldsneyti sem einni af stoðinni í íslenskum iðnaði, frekar en að hvetja til olíuleitar. „Að ganga um með steinbarn í maganum“ var lýsing Nóbelskáldsins á þeim sem halda dauðahaldi í allt það gamla að því það virkaði einhverntíman í fortíðinni. Fortíðarþrá er eitt en framtíðarblinda annað. Það fyrra útskýrir af hverju hrútspungar eru enn étnir, hið síðara útskýrir af hverju einhver telur það góða hugmynd að Ísland snúi sér að olíuvinnslu. Ísland er nefnilega í kjöraðstöðu til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af olíunni. Af hverju ekki að feta þá braut frekar? Höfundur er framkvæmdastjóri Carbon Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Vegna minnkandi eftirspurnar í heiminum mun framleiðsla á olíu minnka um 77% til ársins 2050, frá 100 milljón tunnum árlega og niður í 23 milljón tunnur.“ Ofangreind setning er ekki af óskalista umhverfissamtaka heldur er þetta spá frá Alþjóðlegu orkustofnuninni (IEA) sem er undir OECD og byggir á gögnum víða að, m.a. frá ExxonMobil, Eni, Chevron og BP (heimild: IEA Net Zero Roadmap, 2023). „Mjólkið þennan bisness næstu örfáu ár eins og þið getið því svo er hann búinn“ sagði spásérfræðingurinn Tony Seba á frægum fundi með olíufurstum í Sádí-Arabíu fyrir nokkrum árum þegar hann setti fram keimlíka spá um þann hraða samdrátt í olíunotkun sem framundan er í heiminum. Þetta er ekki vegna þess að olían í jörðu er búin heldur vegna þess að æ færri vilja kaupa. Af hverju mun olíunotkun fara hratt minnkandi á næstu árum og áratugum? Tvennt vegur þar þyngst: Vöxtur rafbíla og vöxtur í framleiðslu og notkun á umhverfisvænu eldsneyti. Rafknúin tæki eru að taka við fyrir styttri leiðir (einkabílar, stuttar flutningsleiðir) og umhverfisvænt eldsneyti fyrir allar lengri leiðir (fiskiskipaflotinn, skipaflutningar, flug, þungavinnuvélar og önnur samgöngutæki). Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) hefur sem dæmi gefið út að eldsneyti í skipum verði að vera umhverfisvænt, að innihalda að hámarki 14g CO2-ígilda (CO2-íg.)í orkueiningu frá og með 2035. Þeir sem þráast við og ætla að nota olíu (94g CO2-íg.) munu samkvæmt reglum IMO þurfa að greiða mengunargjald fyrir hver tonn af jarðefnaeldsneyti. Hinir sem sigla munu um á umhverfisvænu eldsneyti munu fá umbun (allt að €380/tonn). Hver ætlar að leita að olíu þegar IMO er að byrja með refsigjald fyrir notkun á olíu? Við ættum því miklu frekar að horfa á umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af jarðefnaeldsneyti. Þrjú lönd í okkar heimshluta henta best til slíkrar framleiðslu: Ísland, Kanada og Noregur. Hér á landi er hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti í hæsta gæðaflokki (RFNBO), sem inniheldur aðeins 2g af CO2-íg. í orkueiningu. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn að vinna jarðefnaeldsneyti sem er á útleið eða að framleiða vöruna sem er að taka við af olíunni? Hér væri hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem myndi klára orkuskipti í landinu. Raunhæfur ávinningur gæti verið samdráttur í losun um 1,5 milljón tonna fram til 2030. Ísland þyrfti þar með ekki að kaupa losunarheimildir sem væri 11-18 milljarða ábati fyrir ríkissjóð. Hugmyndin um olíuleit við Ísland er því tímaskekkja. Jarðefnaeldsneyti er á hraðri útleið. Forstjórar flugfélaga (t.d. KLM) segja að þeir verði að hraða þróun yfir í umhverfisvænt eldsneyti, ekki bara til að uppfylla reglugerðir, heldur vegna þess að viðskiptavinir spyrja reglulega um þetta og munu strax snúa sér alfarið til þeirra flugfélaga sem verða fyrst til að fljúga um á slíku eldsneyti. Einnig hafa jarðfræðingar bent á að í jarðlögum í kringum Ísland er olíuglugginn að mestu lokaður og litlar líkur að olía finnist. Ísland myndaðist á heitum reit í jarðskorpunni og við þær aðstæður varðveitast olía og gas ekki í setlögum. Viðskiptaráð hefur engu að síður hoppað á olíuvagninn og hvetur til olíuvinnslu við Ísland. Allt er reynt til að selja hugmyndina og jafnvel er farið yfir strikið í sölumennskunni þegar sagt er að olíuleitin sé umhverfisvæn. Viðskiptaráð segir: „Áhrifin á losun okkar [Íslands] væru þau að hún myndi í raun minnka af því olíuvinnsla á Drekasvæðinu væri umhverfisvænni.“. Þetta getur enganvegin staðist. Losun er mæld í ETS, ESR og LULUCF kerfum og olíuvinnsla við Ísland minnkar á engan hátt losun í þessum kerfum. Hins vegar eykst losun í þessum kerfum vegna siglinga frá Íslandi inn á Drekasvæðið en minnkar ekki. Fjórðungur af losun Noregs er vegna olíuvinnslu (heimild: energiogklima.no og SSB) og er líklegt að frændur vorir myndu brosa góðlátlega ef reynt væri að halda því fram að olíuvinnsla við Íslandsgrunn minnki losun. Losun Íslands úr ETS og ESR kerfum er 2,9 + 1,9 milljón tonna CO2-íg. skv. UOS.is eða samtals 4,8 milljón tonna CO2-íg. Notum hlutföll frá Noregi um að fjórðungur af losun geti komið til vegna olíuvinnslu: Olíuvinnsla gæti því aukið losun Íslands um 1,2 milljónir tonna CO2-íg. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn eða sú mynd sem dregin er hér að ofan, að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem minnkar losun um 1,5 milljónir tonna CO2-íg? Munurinn fyrir Ísland á þessum tveimur sviðsmyndum væri því 2,7 milljónir tonna CO2-íg. í loftslagsbókhaldi Íslands sem myndi reiknast sem 30 milljarðar í losunarheimildir sem gætu að verulegu leyti reiknast sem tekjur í ríkissjóð. Viðskiptaráð ætti auðvitað miklu fremur að gefa skilaboð um að þar á bæ sé hugað að framtíðinni, að talað sé fyrir umhverfisvænu eldsneyti sem einni af stoðinni í íslenskum iðnaði, frekar en að hvetja til olíuleitar. „Að ganga um með steinbarn í maganum“ var lýsing Nóbelskáldsins á þeim sem halda dauðahaldi í allt það gamla að því það virkaði einhverntíman í fortíðinni. Fortíðarþrá er eitt en framtíðarblinda annað. Það fyrra útskýrir af hverju hrútspungar eru enn étnir, hið síðara útskýrir af hverju einhver telur það góða hugmynd að Ísland snúi sér að olíuvinnslu. Ísland er nefnilega í kjöraðstöðu til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af olíunni. Af hverju ekki að feta þá braut frekar? Höfundur er framkvæmdastjóri Carbon Iceland.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun