Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar 21. september 2025 18:00 Í kvöldfréttum RUV s.l. laugardag var rætt um sjúkdóm, sem heitir ristill og farinn er að gera óþyrmilega vart við sig hér á Íslandi. Til er bólusetning, sem kemur í veg fyrir tilurð sjúkdómsins. Í viðtali við RUV sagði heilbrigðisráðherra, að sú bólusetning væri ekki boðin hér á Íslandi. Verið væri að skoða hvort árangur næðist af slíkum bólusetningum og málið yrða svo skoðað í ráðuneytinu en hver og einn landsmaður, sem teldi sig hafa þörf fyrir slíka aðgerð, gæti fengið hana með því að bera kostnaðinn sjálfur. Kostnaður vegna lyfsins næmi 60 þús. kr. á einstakling fyrir skammtinn en sérhver einstaklingur þarf ávallt tvær slíkar bólusetningar með ákveðnu millibili. Sá kostnaðurinn væri sem sé 240 þús kr. fyrir hjónin. Ristill gerir vart við sig Við hjónin eigum dóttur, sem hefur búið í áratugi með fjölskyldu sinni á Kýpur. Hún heimsótti okkur hingað fyrir rúmum þremur árum. Hún veiktist í þeirri heimsókn og leitaði læknis. Sá læknir greindi hana með ristil – en ristill er sjúkdómur sem stafar af því, að hlaupabóluveira, sem viðkomandi hefur smitast af, vaknar aftur í líkamanum og veldur miklum veikindum. Þannig fór um dóttur okkar. Hún fékk bráðabirgðalyf hér en fór veik heim til Kýpur þar sem læknar tóku við henni. Læknarnir þar sinntu henni vel, gerðu m.a. aðgerðir á andliti sem stöfuðu af virkni veitunnar. Var hún lengi að ná sér. Viðvörun gefin Heimilislæknir hennar spurði hana hvort eiginmaður hennar vær á sextugsaldri. Þegar hún játti því bað heimilislæknirinn hana um að senda eiginmanninn til sín strax til þess að fá bólusetningu gegn ristilveirunni. Það gerði hún og bólusetningin fékkst – og var ókeypis. Þau hjónin sögðu mér og konu minni frá þessu og lögðu til að við fengjum sams konar bólusetningu til þess að verjast veikindum, sem við hefðum getað fengið vegna veikinda hennar þegar hún dvaldi með okkur. Því ráði ákváðum við að fylgja. Dyr lokaðar og læstar Þá komum við að lokuðum dyrum. Sumar heilsugæslustöðvar könnuðust við slíkar bólusetningar, en buðu þær ekki. Þegar við leituðum upplýsinga um hvort veikindin ristill væru þekkt hérna var svarið: Nei. Vitað væri um fólk, sem hefði veikst illa og líka um fólk, sem hefði dáið. Sjúkdómurinn væri ekki óalgengur. Þegar ég hafði talað við sjúkratryggingar var svarið slíkt hið sama. Veikindin væru þekkt. Þau væru líka þekkt á Íslandi og gætu haft alvarlegar afleiðingar. Sjúkratryggingar bæru hins vegar engan kostnað af bólusetningarlyfinu. Spurði ég þá hvað ég gæti gert. Borgaðu sjálfur Svarið var einfalt. Þekkir þú ekki einhvern starfandi lyfjafræðing? Gerir þú það, þá skaltu biðja hann um að panta fyrir þig lyfið. En þú þarft að greiða það sjálfur. Fyrir bæði þig og konu þína. Þá ráðleggingu þáði ég og fékk umbeðið bólusetningarefni sent í lyfjaverslun, þar sem ég leysti það út. Við hjónin fengum svo bólusetningu hjá lækni – og heilsast vel. Borguðum fyrir lyfið sem samsvarar 240 þúsund krónur á núgildandi verðlagi samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðherra í kvöldfréttunum á laugardag. Ekkert var greitt fyrir aðstoð læknisins. Vel þekkt á Íslandi Ég fór svo að kynna mér þetta mál nánar. Fékk margar frásagnir um hvernig eldra fólk hefði veikst af þessum sjúkdómi – ristli - fengið kvalafulla sýkingu og sumir dáið. Nú segir ráðherrann okkur, að verið sé að skoða hvort umrætt bólusetingalyf hafi ásættanlegt erindi og sé það niðurstaðan verði málið betur skoðað í ráðuneytinu. Í almennum heilsufarsupplýsingum um heilsufarsmál Í Bandaríkjunum sem má fá með einföldum hætti með því að fletta upp í tölvunni er skýrt og skilmerkilega frá því sagt, að öllum Bandaríkjamönnum 60 ára og eldri sé eindregið ráðlagt að fá bólusetningu gegn ristli eins og við fengum – nákvæmlega eins og sagt er á á Kýpur. Hvort Bandaríkjamenn fá bóluefnið án sérstaks kostnaðar – eins og á Kýpur – eða fyrir 240 þúsund krónur á hjón – eins og á Íslandi – veit ég ekki. Eitthvað gagn af ESB? Merkilegt þótti mér hins vegar að á Kýpur, sem ég þekkti nú nokkuð vel til og þar sem læknishjálp var ekki í boði fyrir 10-12 árum nema sjúklingur borgaði nánast allt sjálfur – var nú komin heilsugæsla eins og ég ólst upp við þar sem sérhver fjölskylda hafði heimilislækni og heimilislæknirinn var umboðsmaður fjölskyldunnar í hinu flókna heilbrigðiskerfi og hélt samhæfða skrá um allt, sem fyrir fjölskyldufólkið hefði verið gert í kerfinu og hver árangurinn hefði orðið. Að slíkt heimilislæknakerfi væri orðið til á Kýpur sem löngu er hætt að vera til á Íslandi – nema sem tylliástæða. Þar sem Guðlaugur Þór, þáverandi heilbrigðisráðherra, „leysti“ vandamálið með því að ákvarða að allir læknar, sem störfuðu á heilsugæslustöðvum, skyldu taka að sér að vera heimilislæknar fyrir alla þá sjúklinga, sem skráðir væri á heilsugæslustöðvar. Hver skyldi þá undrast þó það geti tekið þrjár til fjórar vikur að fá samtal við heimilislækni „sinn“ til þess einfalda verks að fá vottorð fyrir sjóngetu til þess að endurnýja ökuskírteini sitt – sem hver og einn, sem orðinn er í röð elstu borgara þarf að gera allt niður í einu sinnu á ári. Þegar ég spurði: Hvers vegna breyttist þetta svona á Kýpur? Fékk ég einfalt svar: Við gengum í Evrópusambandið. Þá var þessu breytt! Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Heilbrigðismál Evrópusambandið Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum RUV s.l. laugardag var rætt um sjúkdóm, sem heitir ristill og farinn er að gera óþyrmilega vart við sig hér á Íslandi. Til er bólusetning, sem kemur í veg fyrir tilurð sjúkdómsins. Í viðtali við RUV sagði heilbrigðisráðherra, að sú bólusetning væri ekki boðin hér á Íslandi. Verið væri að skoða hvort árangur næðist af slíkum bólusetningum og málið yrða svo skoðað í ráðuneytinu en hver og einn landsmaður, sem teldi sig hafa þörf fyrir slíka aðgerð, gæti fengið hana með því að bera kostnaðinn sjálfur. Kostnaður vegna lyfsins næmi 60 þús. kr. á einstakling fyrir skammtinn en sérhver einstaklingur þarf ávallt tvær slíkar bólusetningar með ákveðnu millibili. Sá kostnaðurinn væri sem sé 240 þús kr. fyrir hjónin. Ristill gerir vart við sig Við hjónin eigum dóttur, sem hefur búið í áratugi með fjölskyldu sinni á Kýpur. Hún heimsótti okkur hingað fyrir rúmum þremur árum. Hún veiktist í þeirri heimsókn og leitaði læknis. Sá læknir greindi hana með ristil – en ristill er sjúkdómur sem stafar af því, að hlaupabóluveira, sem viðkomandi hefur smitast af, vaknar aftur í líkamanum og veldur miklum veikindum. Þannig fór um dóttur okkar. Hún fékk bráðabirgðalyf hér en fór veik heim til Kýpur þar sem læknar tóku við henni. Læknarnir þar sinntu henni vel, gerðu m.a. aðgerðir á andliti sem stöfuðu af virkni veitunnar. Var hún lengi að ná sér. Viðvörun gefin Heimilislæknir hennar spurði hana hvort eiginmaður hennar vær á sextugsaldri. Þegar hún játti því bað heimilislæknirinn hana um að senda eiginmanninn til sín strax til þess að fá bólusetningu gegn ristilveirunni. Það gerði hún og bólusetningin fékkst – og var ókeypis. Þau hjónin sögðu mér og konu minni frá þessu og lögðu til að við fengjum sams konar bólusetningu til þess að verjast veikindum, sem við hefðum getað fengið vegna veikinda hennar þegar hún dvaldi með okkur. Því ráði ákváðum við að fylgja. Dyr lokaðar og læstar Þá komum við að lokuðum dyrum. Sumar heilsugæslustöðvar könnuðust við slíkar bólusetningar, en buðu þær ekki. Þegar við leituðum upplýsinga um hvort veikindin ristill væru þekkt hérna var svarið: Nei. Vitað væri um fólk, sem hefði veikst illa og líka um fólk, sem hefði dáið. Sjúkdómurinn væri ekki óalgengur. Þegar ég hafði talað við sjúkratryggingar var svarið slíkt hið sama. Veikindin væru þekkt. Þau væru líka þekkt á Íslandi og gætu haft alvarlegar afleiðingar. Sjúkratryggingar bæru hins vegar engan kostnað af bólusetningarlyfinu. Spurði ég þá hvað ég gæti gert. Borgaðu sjálfur Svarið var einfalt. Þekkir þú ekki einhvern starfandi lyfjafræðing? Gerir þú það, þá skaltu biðja hann um að panta fyrir þig lyfið. En þú þarft að greiða það sjálfur. Fyrir bæði þig og konu þína. Þá ráðleggingu þáði ég og fékk umbeðið bólusetningarefni sent í lyfjaverslun, þar sem ég leysti það út. Við hjónin fengum svo bólusetningu hjá lækni – og heilsast vel. Borguðum fyrir lyfið sem samsvarar 240 þúsund krónur á núgildandi verðlagi samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðherra í kvöldfréttunum á laugardag. Ekkert var greitt fyrir aðstoð læknisins. Vel þekkt á Íslandi Ég fór svo að kynna mér þetta mál nánar. Fékk margar frásagnir um hvernig eldra fólk hefði veikst af þessum sjúkdómi – ristli - fengið kvalafulla sýkingu og sumir dáið. Nú segir ráðherrann okkur, að verið sé að skoða hvort umrætt bólusetingalyf hafi ásættanlegt erindi og sé það niðurstaðan verði málið betur skoðað í ráðuneytinu. Í almennum heilsufarsupplýsingum um heilsufarsmál Í Bandaríkjunum sem má fá með einföldum hætti með því að fletta upp í tölvunni er skýrt og skilmerkilega frá því sagt, að öllum Bandaríkjamönnum 60 ára og eldri sé eindregið ráðlagt að fá bólusetningu gegn ristli eins og við fengum – nákvæmlega eins og sagt er á á Kýpur. Hvort Bandaríkjamenn fá bóluefnið án sérstaks kostnaðar – eins og á Kýpur – eða fyrir 240 þúsund krónur á hjón – eins og á Íslandi – veit ég ekki. Eitthvað gagn af ESB? Merkilegt þótti mér hins vegar að á Kýpur, sem ég þekkti nú nokkuð vel til og þar sem læknishjálp var ekki í boði fyrir 10-12 árum nema sjúklingur borgaði nánast allt sjálfur – var nú komin heilsugæsla eins og ég ólst upp við þar sem sérhver fjölskylda hafði heimilislækni og heimilislæknirinn var umboðsmaður fjölskyldunnar í hinu flókna heilbrigðiskerfi og hélt samhæfða skrá um allt, sem fyrir fjölskyldufólkið hefði verið gert í kerfinu og hver árangurinn hefði orðið. Að slíkt heimilislæknakerfi væri orðið til á Kýpur sem löngu er hætt að vera til á Íslandi – nema sem tylliástæða. Þar sem Guðlaugur Þór, þáverandi heilbrigðisráðherra, „leysti“ vandamálið með því að ákvarða að allir læknar, sem störfuðu á heilsugæslustöðvum, skyldu taka að sér að vera heimilislæknar fyrir alla þá sjúklinga, sem skráðir væri á heilsugæslustöðvar. Hver skyldi þá undrast þó það geti tekið þrjár til fjórar vikur að fá samtal við heimilislækni „sinn“ til þess einfalda verks að fá vottorð fyrir sjóngetu til þess að endurnýja ökuskírteini sitt – sem hver og einn, sem orðinn er í röð elstu borgara þarf að gera allt niður í einu sinnu á ári. Þegar ég spurði: Hvers vegna breyttist þetta svona á Kýpur? Fékk ég einfalt svar: Við gengum í Evrópusambandið. Þá var þessu breytt! Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun