Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar 20. september 2025 20:30 Haustið heilsar, skólinn byrjaður, skólataskan komin á bakið og heimalestrarbókin á eldhúsborðið. Ballið er byrjað. Foreldrar/forráðamenn þið eruð bestu lestrarþjálfararnir og þátttaka ykkar í lestrarnáminu getur skipt sköpum. Það er mikil áskorun að heimalestur verði ekki kvöð heldur gæðastund ykkar og barnsins og heimalestrarbókin vinur. Heimalestur getur verið áskorun bæði fyrir börn og fullorðna, hann gengur ekki alltaf smurt en þá reynir á þolinmæði og þrautseigju ykkar. 15 mínútur á dag er oft sett sem viðmið en jafnvel það eitt og sér getur haft truflandi áhrif og valdið spennu svo að oft er meira fylgst með mínútum sem liðnar eru í stað innihaldi textans sem lesinn er. Hafið í huga að allur lestur skiptir máli, jafnvel stutt stund er betri en engin og líklegri til að kosta síður grát og gnístan tanna sé áskorunin varðandi heimalestur stór. Byrjið á þremur mínútum og svo má auka tímann þegar úthald og áhugi eykst. Takið af alla pressu en setjið markið á að barnið njóti stundarinnar. Ef barn nýtur þess að lesa og gleymir sér við innihaldið þá ætti engin klukka að stoppa lesturinn. Þegar barn hefur náð góðri færni þá er ekkert úr vegi að lesa upphátt í stutta stund og fá leiðsögn við lesturinn og svo framhald í hljóði. Ef að heimaþjálfun á að vera líkleg til að efla færni barns í lestri er mikilvægt að lesefni samræmist færni barnsins og gott að miða við að barnið lesi textann um 95% rétt. Of þungur þjálfunartexti er hvorki til þess fallinn að byggja upp sjálfstraust né glæða áhuga á lestri. Í texta sem hentar lestrarfærni barnsins myndast flæði en í of þungum texta vill barnið hugsanlega giska eða lesa mörg orðin rangt, þá er gott að óska eftir öðru lesefni. Barnið þarf að upplifa tilfinninguna ÉG GET! við lesturinn. Þið foreldrar/forráðamenn ættuð að sitja við hlið barnsins og fylgjast með hvernig lesturinn gengur, les barnið rétt, stoppar það lesturinn við punkta, les það með spurnartón ef spurningarmerki. Þarna getið þið gripið inn í og gefið sýnishorn af því hvernig lesa má með áherslum, innlifun og mismunandi röddu til að glæða textann lífi. Stoppað ef koma framandi orð eða orðasambönd og útskýrt en þannig eflið þið orðaforðann en góður orðaforði er forsenda góðs lesskilnings. Að tala saman um innihald textans sem lesinn er, hvað gerist fyrst og hvað gerist svo og hvað var skemmtilegt, sorglegt og þar fram eftir götunum þjálfar skilninginn. Kæru foreldrar/forráðamenn takið hlutverk ykkar sem lestrarþjálfara alvarlega, gefið ykkur tíma, skapið notalegt andrúmsloft og gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að skapa gæðastund með barni og bók/þjálfunarefni. Þannig nást framfarir og til þess er leikurinn gerður. Gerið heimalestur að gæðastund og forðist grátur og gnístan tanna! Höfundur er læsisfræðingur og sérkennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svava Þ. Hjaltalín Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið heilsar, skólinn byrjaður, skólataskan komin á bakið og heimalestrarbókin á eldhúsborðið. Ballið er byrjað. Foreldrar/forráðamenn þið eruð bestu lestrarþjálfararnir og þátttaka ykkar í lestrarnáminu getur skipt sköpum. Það er mikil áskorun að heimalestur verði ekki kvöð heldur gæðastund ykkar og barnsins og heimalestrarbókin vinur. Heimalestur getur verið áskorun bæði fyrir börn og fullorðna, hann gengur ekki alltaf smurt en þá reynir á þolinmæði og þrautseigju ykkar. 15 mínútur á dag er oft sett sem viðmið en jafnvel það eitt og sér getur haft truflandi áhrif og valdið spennu svo að oft er meira fylgst með mínútum sem liðnar eru í stað innihaldi textans sem lesinn er. Hafið í huga að allur lestur skiptir máli, jafnvel stutt stund er betri en engin og líklegri til að kosta síður grát og gnístan tanna sé áskorunin varðandi heimalestur stór. Byrjið á þremur mínútum og svo má auka tímann þegar úthald og áhugi eykst. Takið af alla pressu en setjið markið á að barnið njóti stundarinnar. Ef barn nýtur þess að lesa og gleymir sér við innihaldið þá ætti engin klukka að stoppa lesturinn. Þegar barn hefur náð góðri færni þá er ekkert úr vegi að lesa upphátt í stutta stund og fá leiðsögn við lesturinn og svo framhald í hljóði. Ef að heimaþjálfun á að vera líkleg til að efla færni barns í lestri er mikilvægt að lesefni samræmist færni barnsins og gott að miða við að barnið lesi textann um 95% rétt. Of þungur þjálfunartexti er hvorki til þess fallinn að byggja upp sjálfstraust né glæða áhuga á lestri. Í texta sem hentar lestrarfærni barnsins myndast flæði en í of þungum texta vill barnið hugsanlega giska eða lesa mörg orðin rangt, þá er gott að óska eftir öðru lesefni. Barnið þarf að upplifa tilfinninguna ÉG GET! við lesturinn. Þið foreldrar/forráðamenn ættuð að sitja við hlið barnsins og fylgjast með hvernig lesturinn gengur, les barnið rétt, stoppar það lesturinn við punkta, les það með spurnartón ef spurningarmerki. Þarna getið þið gripið inn í og gefið sýnishorn af því hvernig lesa má með áherslum, innlifun og mismunandi röddu til að glæða textann lífi. Stoppað ef koma framandi orð eða orðasambönd og útskýrt en þannig eflið þið orðaforðann en góður orðaforði er forsenda góðs lesskilnings. Að tala saman um innihald textans sem lesinn er, hvað gerist fyrst og hvað gerist svo og hvað var skemmtilegt, sorglegt og þar fram eftir götunum þjálfar skilninginn. Kæru foreldrar/forráðamenn takið hlutverk ykkar sem lestrarþjálfara alvarlega, gefið ykkur tíma, skapið notalegt andrúmsloft og gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að skapa gæðastund með barni og bók/þjálfunarefni. Þannig nást framfarir og til þess er leikurinn gerður. Gerið heimalestur að gæðastund og forðist grátur og gnístan tanna! Höfundur er læsisfræðingur og sérkennari
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun