Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 20. september 2025 12:33 Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól. Vegalengd sem í upphafi virtist vera fjarlægur veruleiki fyrir miðaldra, þriggja barna móður búsetta í Breiðholti varð staðreynd. Á árinu hef ég hjólað tæplega 1.300 kílómetra, til og frá vinnu, í búðina, í sund, í heimsóknir eða á fundi. Vel að setjast á hjólið, skilja bílinn heima, spara akstur þegar tækifæri gefst. Hvað þýðir það að hjóla 1.300 kílómetra á ári eða 5.000 kílómetra á fjórum? Fyrir heimilisbókhaldið, fyrir loftslagið, fyrir heilsuna? Hvað gefa 5.000 kílómetrar á hjóli? Frískandi útivera sparar 1,3 tonn koltvísýringi Það er gaman að hjóla, frelsandi tilfinning að setjast á hjólið. Hægt að stýra hraðanum, fara hægar yfir þegar útsýnið er fagurt – eða stíga brekkuna og fá hjartað til að pumpa hraðar, taka heilsurækt á leiðinni til og frá vinnu. Njóta eða þjóta - nema náttúruna bókstaflega á eigin skinni, síbreytilega eins og við Íslendingar þekkjum vel. Stundum blaut, stundum köld, stundum hvöss. Hjólið gleður ekki aðeins sálina heldur líka heimilisbókhaldið. Eldsneytiskaup fyrir meðalstóran heimilisbíl sömu vegalengd myndi kosta um 150 þúsund krónur, það er margt hægt að gera fyrir þá upphæð. Við höfum hér rætt ávinninginn fyrir heilsuna, sálina og buddauna, en megum ekki heldur gleyma ávinningnum fyrir loftslagið. Gróðurhúsalofttegundir sem valda hækkandi hita á jörðinni eru ein helsta ógn mannkyns. Það er því áhugavert að reikna út hversu mörg kíló af koltvísýringi sparast við það að velja hjólið umfram bílinn. Fyrir hverja 1.000 kílómetra sem farnir eru hjóli frekar en á áðurnefndum meðal fólksbíl sparast um 260 kg af koltvísýringi, sem gera 1,3 tonn fyrir 5.000 km. Það er góð tilfinning að hafa sparað 1,3 tonn af koltvísýringi sem ella hefði farið út í andrúmsloftið. Hvað getum við sparað saman mörg tonn við að skilja bílinn eftir heima 1-2 daga í viku? Samgöngur bera ábyrgð á 54% kolefnisfótspori Reykjavíkur Á borgarþingi í byrjun september var farið yfir kolefnisfótspor borgarinnar en þar kom fram að samgöngur bera ábyrgð á 54% losunar gróðurhúsalofttegunda í borginni. Þegar uppskipting samgangna er skoðuð ber einkabílinn ábyrgð á langstærstum hluta eða 57%, rútur og strætó 6%, vöruflutningabílar 19%, skip 16% og flug 2%. Hver ætli skiptingin sé fyrir stórhöfuðborgarsvæðið; frá Borgarnesi, Selfossi, Suðurnesjum og sveitarfélögunum í kringum Reykjavík? Svæði þar sem 84% þjóðarinnar býr, starfar og ferðast um og bera 3 af hverjum 4 ökutækjum á landsvísu enda sýna tölurnar okkur að umferðin eykst ár frá ári. Um 70 bílar mæta götur á höfuðborgarsvæðisins í hverri viku, um 3.600 á ári vegna fólksfjölgunar, ferðamanna og velmegunar. Tækifæri í breyttum ferðavenjum Tækifærið okkar liggur í breyttum ferðavenjum okkar á höfuðborgarsvæðinu til að draga úr umferð fyrir þau sem hafa tök á velja aðra ferðamáta en einkabílinn. Einn dagur á hjóli, annar í strætó og þriðja á bíl. Ef 100 þúsund manns myndu skilja bílinn eftir heima einn dag í viku, spara 15 km í akstri á dag, gætu setið eftir heima á hlaði um 20.000 tonn koltvísýringi á ári. Það er því til mikils að vinna að skipuleggja vikuna út frá veðri, hversdagslegum verkefnum, panta matarinnkaup í gegnum netkaup og velja að skilja bílinn eftir heima. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól. Vegalengd sem í upphafi virtist vera fjarlægur veruleiki fyrir miðaldra, þriggja barna móður búsetta í Breiðholti varð staðreynd. Á árinu hef ég hjólað tæplega 1.300 kílómetra, til og frá vinnu, í búðina, í sund, í heimsóknir eða á fundi. Vel að setjast á hjólið, skilja bílinn heima, spara akstur þegar tækifæri gefst. Hvað þýðir það að hjóla 1.300 kílómetra á ári eða 5.000 kílómetra á fjórum? Fyrir heimilisbókhaldið, fyrir loftslagið, fyrir heilsuna? Hvað gefa 5.000 kílómetrar á hjóli? Frískandi útivera sparar 1,3 tonn koltvísýringi Það er gaman að hjóla, frelsandi tilfinning að setjast á hjólið. Hægt að stýra hraðanum, fara hægar yfir þegar útsýnið er fagurt – eða stíga brekkuna og fá hjartað til að pumpa hraðar, taka heilsurækt á leiðinni til og frá vinnu. Njóta eða þjóta - nema náttúruna bókstaflega á eigin skinni, síbreytilega eins og við Íslendingar þekkjum vel. Stundum blaut, stundum köld, stundum hvöss. Hjólið gleður ekki aðeins sálina heldur líka heimilisbókhaldið. Eldsneytiskaup fyrir meðalstóran heimilisbíl sömu vegalengd myndi kosta um 150 þúsund krónur, það er margt hægt að gera fyrir þá upphæð. Við höfum hér rætt ávinninginn fyrir heilsuna, sálina og buddauna, en megum ekki heldur gleyma ávinningnum fyrir loftslagið. Gróðurhúsalofttegundir sem valda hækkandi hita á jörðinni eru ein helsta ógn mannkyns. Það er því áhugavert að reikna út hversu mörg kíló af koltvísýringi sparast við það að velja hjólið umfram bílinn. Fyrir hverja 1.000 kílómetra sem farnir eru hjóli frekar en á áðurnefndum meðal fólksbíl sparast um 260 kg af koltvísýringi, sem gera 1,3 tonn fyrir 5.000 km. Það er góð tilfinning að hafa sparað 1,3 tonn af koltvísýringi sem ella hefði farið út í andrúmsloftið. Hvað getum við sparað saman mörg tonn við að skilja bílinn eftir heima 1-2 daga í viku? Samgöngur bera ábyrgð á 54% kolefnisfótspori Reykjavíkur Á borgarþingi í byrjun september var farið yfir kolefnisfótspor borgarinnar en þar kom fram að samgöngur bera ábyrgð á 54% losunar gróðurhúsalofttegunda í borginni. Þegar uppskipting samgangna er skoðuð ber einkabílinn ábyrgð á langstærstum hluta eða 57%, rútur og strætó 6%, vöruflutningabílar 19%, skip 16% og flug 2%. Hver ætli skiptingin sé fyrir stórhöfuðborgarsvæðið; frá Borgarnesi, Selfossi, Suðurnesjum og sveitarfélögunum í kringum Reykjavík? Svæði þar sem 84% þjóðarinnar býr, starfar og ferðast um og bera 3 af hverjum 4 ökutækjum á landsvísu enda sýna tölurnar okkur að umferðin eykst ár frá ári. Um 70 bílar mæta götur á höfuðborgarsvæðisins í hverri viku, um 3.600 á ári vegna fólksfjölgunar, ferðamanna og velmegunar. Tækifæri í breyttum ferðavenjum Tækifærið okkar liggur í breyttum ferðavenjum okkar á höfuðborgarsvæðinu til að draga úr umferð fyrir þau sem hafa tök á velja aðra ferðamáta en einkabílinn. Einn dagur á hjóli, annar í strætó og þriðja á bíl. Ef 100 þúsund manns myndu skilja bílinn eftir heima einn dag í viku, spara 15 km í akstri á dag, gætu setið eftir heima á hlaði um 20.000 tonn koltvísýringi á ári. Það er því til mikils að vinna að skipuleggja vikuna út frá veðri, hversdagslegum verkefnum, panta matarinnkaup í gegnum netkaup og velja að skilja bílinn eftir heima. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun