Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. september 2025 07:00 Meðal áherslumála minna sem ráðherra atvinnumála er að einfalda regluverk og stjórnsýslu, atvinnulífi og neytendum til hagsbóta. Með því að vinda ofan af óþarfa flækjustigi og auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í samskiptum hins opinbera og atvinnulífs batnar rekstrarumhverfi fyrirtækja sem aftur ýtir undir vöxt og verðmætasköpun. Við viljum einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og er óhætt að segja að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur vitni um það. Fyrst ber að nefna stórfellda einföldun regluverks þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, en um er að ræða lagafrumvarp sem unnið er í samvinnu atvinnuvegaráðuneytisins og umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins. Í frumvarpinu er lagt til að eftirlitsaðilum verði fækkað úr ellefu í tvo þannig að ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Matvælastofnunar sem er undir atvinnuvegaráðuneyti og ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Umhverfis- og orkustofnunar. Löngu tímabærar breytingar Um löngu tímabærar breytingar er að ræða enda hafa þær verið til umræðu í tæpa tvo áratugi og ítrekað verið bent á að núverandi fyrirkomulag sé of flókið að uppbyggingu. Sem dæmi spjallaði ég við mann í Hamraborginni á Ísafirði í sumar sem hafði staðið í því að opna veitingastað í tveimur sveitarfélögum á sama tíma. Hann lýsti því fyrir mér hversu snúið ferlið er en líka ólíkt á milli sveitarfélaga og erfitt að finna upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Þessi saga er ekki einstök og undirstrikar nauðsyn þessara breytinga, en í því samhengi er líka mikilvægt að einfalda starf eftirlitsaðila, m.a. með því að draga úr flókinni og óþarfa skriffinnsku. Það hyggjumst við gera því samhliða fækkun eftirlitsaðila verður komið á einu samræmdu upplýsingakerfi, bæði fyrir þá sem starfa við eftirlitið og fyrir þá sem sæta eftirliti. Hugmyndin er sú að sá sem er t.d. að sækja um leyfi vegna opnunar veitingahúss geti fylgst með ferlinu nánast í rauntíma. Með þessum fyrirhuguðu breytingum er ekki verið að leggja niður eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, enda verður engin af þeirri starfsemi sem er nauðsynleg til að tryggja heilbrigði fólks og ómengað umhverfi lögð niður. Þá er markmið breytinganna ekki fækkun eða tilfærsla starfa milli landshluta. Þvert á móti verður lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að þau haldist í heimabyggð. Ég nefndi að þessar breytingar væru löngu tímabærar og að þær hefðu verið lengi í skoðun og undirbúningi. Það á við um mörg ferli sem staðið hefur til að einfalda. Nú er tími aðgerða runninn upp. Þess vegna ákváðum við Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að sameina krafta okkar í þágu skilvirkni þannig að eitt frumvarp yrði lagt fram um þessar mikilvægu kerfisbreytingar. Aukin skilvirkni og öflug neytendavernd Ég vil einnig nefna frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum sem ég hyggst mæla fyrir í október. Markmið þeirra breytinga er m.a. að hækka veltumörk tilkynningaskyldra samruna en með því verða færri samrunar tilkynningaskyldir sem dregur úr reglubyrði fyrir atvinnulífið. Á sama tíma fækkar þeim samrunum sem samkeppnisyfirvöld þurfa að fara yfir sem eykur svigrúm til annarra verkefna og ýtir þannig undir aukna skilvirkni. Síðan eru það svo bílastæðagjöldin sem hafa verið mikið til umræðu undanfarna mánuði. Í mínum huga er augljóst að taka þarf betur utan um þann málaflokk og það erum við Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að gera í sameiningu. Starfshópur á vegum beggja ráðuneyta skoðar nú hvaða skref þarf að taka til að tryggja betur rétt neytenda og skýra ábyrgð rekstraraðila, og þá alltaf með það að leiðarljósi að regluverkið sé einfalt, skilvirkt og virki fyrir fólk. Fleiri verkefni eru í gangi á vegum atvinnuvegaráðuneytisins þar sem markmiðið er að einfalda ferla og regluverk og gera kerfin skilvirkari. Það er sannarlega af nægu að taka. Höfundur er atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Neytendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Meðal áherslumála minna sem ráðherra atvinnumála er að einfalda regluverk og stjórnsýslu, atvinnulífi og neytendum til hagsbóta. Með því að vinda ofan af óþarfa flækjustigi og auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í samskiptum hins opinbera og atvinnulífs batnar rekstrarumhverfi fyrirtækja sem aftur ýtir undir vöxt og verðmætasköpun. Við viljum einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og er óhætt að segja að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur vitni um það. Fyrst ber að nefna stórfellda einföldun regluverks þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, en um er að ræða lagafrumvarp sem unnið er í samvinnu atvinnuvegaráðuneytisins og umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins. Í frumvarpinu er lagt til að eftirlitsaðilum verði fækkað úr ellefu í tvo þannig að ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Matvælastofnunar sem er undir atvinnuvegaráðuneyti og ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Umhverfis- og orkustofnunar. Löngu tímabærar breytingar Um löngu tímabærar breytingar er að ræða enda hafa þær verið til umræðu í tæpa tvo áratugi og ítrekað verið bent á að núverandi fyrirkomulag sé of flókið að uppbyggingu. Sem dæmi spjallaði ég við mann í Hamraborginni á Ísafirði í sumar sem hafði staðið í því að opna veitingastað í tveimur sveitarfélögum á sama tíma. Hann lýsti því fyrir mér hversu snúið ferlið er en líka ólíkt á milli sveitarfélaga og erfitt að finna upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Þessi saga er ekki einstök og undirstrikar nauðsyn þessara breytinga, en í því samhengi er líka mikilvægt að einfalda starf eftirlitsaðila, m.a. með því að draga úr flókinni og óþarfa skriffinnsku. Það hyggjumst við gera því samhliða fækkun eftirlitsaðila verður komið á einu samræmdu upplýsingakerfi, bæði fyrir þá sem starfa við eftirlitið og fyrir þá sem sæta eftirliti. Hugmyndin er sú að sá sem er t.d. að sækja um leyfi vegna opnunar veitingahúss geti fylgst með ferlinu nánast í rauntíma. Með þessum fyrirhuguðu breytingum er ekki verið að leggja niður eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, enda verður engin af þeirri starfsemi sem er nauðsynleg til að tryggja heilbrigði fólks og ómengað umhverfi lögð niður. Þá er markmið breytinganna ekki fækkun eða tilfærsla starfa milli landshluta. Þvert á móti verður lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að þau haldist í heimabyggð. Ég nefndi að þessar breytingar væru löngu tímabærar og að þær hefðu verið lengi í skoðun og undirbúningi. Það á við um mörg ferli sem staðið hefur til að einfalda. Nú er tími aðgerða runninn upp. Þess vegna ákváðum við Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að sameina krafta okkar í þágu skilvirkni þannig að eitt frumvarp yrði lagt fram um þessar mikilvægu kerfisbreytingar. Aukin skilvirkni og öflug neytendavernd Ég vil einnig nefna frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum sem ég hyggst mæla fyrir í október. Markmið þeirra breytinga er m.a. að hækka veltumörk tilkynningaskyldra samruna en með því verða færri samrunar tilkynningaskyldir sem dregur úr reglubyrði fyrir atvinnulífið. Á sama tíma fækkar þeim samrunum sem samkeppnisyfirvöld þurfa að fara yfir sem eykur svigrúm til annarra verkefna og ýtir þannig undir aukna skilvirkni. Síðan eru það svo bílastæðagjöldin sem hafa verið mikið til umræðu undanfarna mánuði. Í mínum huga er augljóst að taka þarf betur utan um þann málaflokk og það erum við Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að gera í sameiningu. Starfshópur á vegum beggja ráðuneyta skoðar nú hvaða skref þarf að taka til að tryggja betur rétt neytenda og skýra ábyrgð rekstraraðila, og þá alltaf með það að leiðarljósi að regluverkið sé einfalt, skilvirkt og virki fyrir fólk. Fleiri verkefni eru í gangi á vegum atvinnuvegaráðuneytisins þar sem markmiðið er að einfalda ferla og regluverk og gera kerfin skilvirkari. Það er sannarlega af nægu að taka. Höfundur er atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun