Nálgast samkomulag um TikTok Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2025 14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Scott Bessent, fjármálaráðherra. AP/Alex Brandon Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að erindrekar frá Bandaríkjunum og Kína hefðu náð saman um frumdrög að samkomulagi um framtíð samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun ræða málið við Xi Jinping, kollega sinn í Kína, á föstudaginn. Það er þó eftir að frestur sem Trump hefur veitt á framfylgd laga sem eiga að tryggja sölu TikTok rennur út. Það gerist á miðvikudaginn. Samkvæmt Bessent myndi samkomulag fela í sér að bandarískir aðilar myndu taka yfir stjórn samfélagsmiðilsins vinsæla í Bandaríkjunum. Erindrekar Bandaríkjanna og Kína, tveggja stærstu hagkerfa heims, eiga þessa dagana í viðræðum í Madríd á Spáni þar sem þeir eru að ræða viðskiptasamband ríkjanna og í raun að framlengja vopnahlé í viðskiptaátökum ríkjanna. Í þeim átökum hafa ríkin beitt ýmsum vopnum. Trump tjáði sig um málið á Truth Social í morgun, þar sem hann gaf í skyn að ungt fólk yrði ánægt með samkomlag vegna TikTok. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að mestu leyti notast við tolla og bannað bandarískum fyrirtækjum að selja tilteknar vörur í Kína. Ráðamenn í Kína hafa einnig beitt einhverju skæðast vopni þeirra, sem er að takmarka sölu á sjaldgæfum málmum og afurðum úr þeim til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Fyrr á þessu ári vöruðu forsvarsmenn stórra fyrirtækja víða um heim við umfangsmiklum og slæmum áhrifum á hagkerfi heimsins vegna þessara takmarkana en Kínverjar eru svo gott sem allsráðandi á sviði sjaldgæfra málma. Sjá einnig: Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Kínverjar hafa einnig hætt að kaupa landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum, sem hefur komið verulega niður á bandarískum bændum. Hluti af þessum deilum hefur snúið að samfélagsmiðlinum TikTok. Undir lok forsetatíðar Joes Biden, fyrrverandi forseta, samþykktu bandarískir þingmenn, frumvarp sem gerði ByteDance, kínverskum eigendum TikTok, skylt að selja rekstur fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka því. Var það gert vegna áhyggja af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur gegn fyrirtækjum þar. Gefi yfirvöld í Kína fyrirtækjum eins og TikTok skipanir um að afhenda viðkvæmar upplýsingar um notendur eða dreifa áróðri, sé ómögulegt fyrir forsvarsmenn kínverskra fyrirtækja að verða ekki við þeim kröfum. Trump var upprunalega hlynntur því að banna TikTok í Bandaríkjunum en snerist hugur eftir að bandarískur auðjöfur, sem var fjárfestir í TikTok, heimsótti hann. Sem forseti hefur Trump neitað að framfylgja lögunum og gefið út forsetatilskipanir um að fresta sölunni á meðan viðræður hafa staðið yfir. Hvort hann hafi yfir höfuð heimild til að gera slíkt, þar sem bandarísk lög segja til um að selja eigi samfélagsmiðilinn, hefur verið óljóst en leiðtogar þingsins, sem eru Repúblikanar, hafa ekki viljað láta reyna á það. Trump hefur þrisvar sinnum gefið slíkan frest og sá síðasti rennur út á miðvikudaginn. Bandaríkin Kína Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Írska persónuverndarstofnunin, sem er mjög valdamikil stofnun innan Evrópusambandsins, hefur sektað samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok um 530 milljónir evra. Fyrirtækið er sagt hafa brotið gegn persónuverndarlögum ESB með því að senda persónuupplýsingar notenda til vefþjóna í Kína. 2. maí 2025 11:18 Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25 Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02 Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Amazon er sagt hafa gert tilboð í kínverska samskiptamiðilinn Tiktok, sem verður að óbreyttu bannað í Bandaríkjunum á laugardag. Kínverskir eigendur miðilsins hafa sagt hann ekki vera til sölu. 3. apríl 2025 11:01 Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Sjá meira
Það er þó eftir að frestur sem Trump hefur veitt á framfylgd laga sem eiga að tryggja sölu TikTok rennur út. Það gerist á miðvikudaginn. Samkvæmt Bessent myndi samkomulag fela í sér að bandarískir aðilar myndu taka yfir stjórn samfélagsmiðilsins vinsæla í Bandaríkjunum. Erindrekar Bandaríkjanna og Kína, tveggja stærstu hagkerfa heims, eiga þessa dagana í viðræðum í Madríd á Spáni þar sem þeir eru að ræða viðskiptasamband ríkjanna og í raun að framlengja vopnahlé í viðskiptaátökum ríkjanna. Í þeim átökum hafa ríkin beitt ýmsum vopnum. Trump tjáði sig um málið á Truth Social í morgun, þar sem hann gaf í skyn að ungt fólk yrði ánægt með samkomlag vegna TikTok. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að mestu leyti notast við tolla og bannað bandarískum fyrirtækjum að selja tilteknar vörur í Kína. Ráðamenn í Kína hafa einnig beitt einhverju skæðast vopni þeirra, sem er að takmarka sölu á sjaldgæfum málmum og afurðum úr þeim til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Fyrr á þessu ári vöruðu forsvarsmenn stórra fyrirtækja víða um heim við umfangsmiklum og slæmum áhrifum á hagkerfi heimsins vegna þessara takmarkana en Kínverjar eru svo gott sem allsráðandi á sviði sjaldgæfra málma. Sjá einnig: Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Kínverjar hafa einnig hætt að kaupa landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum, sem hefur komið verulega niður á bandarískum bændum. Hluti af þessum deilum hefur snúið að samfélagsmiðlinum TikTok. Undir lok forsetatíðar Joes Biden, fyrrverandi forseta, samþykktu bandarískir þingmenn, frumvarp sem gerði ByteDance, kínverskum eigendum TikTok, skylt að selja rekstur fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka því. Var það gert vegna áhyggja af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur gegn fyrirtækjum þar. Gefi yfirvöld í Kína fyrirtækjum eins og TikTok skipanir um að afhenda viðkvæmar upplýsingar um notendur eða dreifa áróðri, sé ómögulegt fyrir forsvarsmenn kínverskra fyrirtækja að verða ekki við þeim kröfum. Trump var upprunalega hlynntur því að banna TikTok í Bandaríkjunum en snerist hugur eftir að bandarískur auðjöfur, sem var fjárfestir í TikTok, heimsótti hann. Sem forseti hefur Trump neitað að framfylgja lögunum og gefið út forsetatilskipanir um að fresta sölunni á meðan viðræður hafa staðið yfir. Hvort hann hafi yfir höfuð heimild til að gera slíkt, þar sem bandarísk lög segja til um að selja eigi samfélagsmiðilinn, hefur verið óljóst en leiðtogar þingsins, sem eru Repúblikanar, hafa ekki viljað láta reyna á það. Trump hefur þrisvar sinnum gefið slíkan frest og sá síðasti rennur út á miðvikudaginn.
Bandaríkin Kína Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Írska persónuverndarstofnunin, sem er mjög valdamikil stofnun innan Evrópusambandsins, hefur sektað samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok um 530 milljónir evra. Fyrirtækið er sagt hafa brotið gegn persónuverndarlögum ESB með því að senda persónuupplýsingar notenda til vefþjóna í Kína. 2. maí 2025 11:18 Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25 Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02 Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Amazon er sagt hafa gert tilboð í kínverska samskiptamiðilinn Tiktok, sem verður að óbreyttu bannað í Bandaríkjunum á laugardag. Kínverskir eigendur miðilsins hafa sagt hann ekki vera til sölu. 3. apríl 2025 11:01 Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Sjá meira
Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Írska persónuverndarstofnunin, sem er mjög valdamikil stofnun innan Evrópusambandsins, hefur sektað samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok um 530 milljónir evra. Fyrirtækið er sagt hafa brotið gegn persónuverndarlögum ESB með því að senda persónuupplýsingar notenda til vefþjóna í Kína. 2. maí 2025 11:18
Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25
Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02
Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Amazon er sagt hafa gert tilboð í kínverska samskiptamiðilinn Tiktok, sem verður að óbreyttu bannað í Bandaríkjunum á laugardag. Kínverskir eigendur miðilsins hafa sagt hann ekki vera til sölu. 3. apríl 2025 11:01
Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41