Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 15. september 2025 11:14 Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Þess vegna er megnið af umhverfisþingi sem hefst í dag í Hörpu, skipulagt sem opnar vinnustofur, þar almenningur, félagasamtök, hagaðilar, stjórnvöld og sérfræðingar ræða saman og móta tillögur í hringborðsumræðum. Meðal annars verður sérstök vinnustofa haldin af loftslagsaðgerðasinnum með það að markmiði að efla þátttöku og samráð í loftslagsmálum. Það er nauðsynlegt, því umræðan hér á landi hefur einkennst af upplýsingaóreiðu og skorti á pólítískri forystu. En ég held að flestir séu sammála um að of mikið hefur verið talað og of lítið gert í þessum málum. Þess vegna ætlum við að taka niðurstöður umhverfisþingsins alvarlega, og fylgja niðurstöðum þingsins eftir með skipulögðum hætti og tryggja að tillögur verði að aðgerðum í vinnu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Leiðin áfram í loftslagsmálum Í sumar var frumvarp til nýrra heildarlaga um loftslagsmál í samráði, og nú er unnið úr þeim góðu athugasemdum sem komu fram til að betrumbæta þau áður en þau verða lögð fram á yfirstandandi löggjafarþingi. Með frumvarpinu er markmiðið m.a. að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála, stytta boðleiðir og tryggja að loftslagsaðgerðir komist til framkvæmda, skylda Ísland til skýrari markmiðasetningar, ásamt því að skýra ábyrgð ráðherra á því að gripið sé til aðgerða sem skili árangri. Þá kveður frumvarpið á um að setja skuli loftslagsstefnu og fyrsta skrefið í þeirri vinnu verður tekið í vinnustofu umhverfisþingsins á þriðjudaginn. Það hefur nefnilega vantað ákveðna grundvallarvinnu til að geta sótt fram í loftslagsmálum, og þar á meðal er loftslagsstefna. Svo ekki sé minnst á að markmið Íslands um að ná kolefnishlutleysi 2040, sem var bundið í lög 2021, hefur ekki verið útfært. Það er fyrst nú sem vinna við það er farin af stað af alvöru. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum voru kynnt fyrir helgi, ásamt nýjum markmiðum Íslands til ársins 2035. Í báðum tilvikum ber að merkja að nálgunin er í fyrsta sinn heildstæð. Forgangsverkefnin snerta landnotkun með endurheimt votlendis og vistkerfa, stóriðjuna í ETS kerfinu og samfélagslosun með fjárfestingastuðning við landbúnað, hraðari orkuskiptum í samgöngum með áherslu á ferðamenn og bílaleigur. Markmiðin ná einnig til losunar frá landi, ETS kerfisins og samfélagslosunar. Í fyrsta sinn eru sett töluleg markmið um samdrátt í losun frá landi: 400-500 þúsund tonna samdrátt árið 2035 miðað við 2025. Auk þess er í fyrsta sinn skýr sýn á hvernig við ætlum að beita okkur til þess að ná árangri í losun sem fellur undir viðskiptakerfi ESB (ETS-kerfið) og þar þurfum við að styðja við nýsköpun til föngunar, förgunar og hagnýtingar á losun. Loks er metnaður aukinn í samfélagslosun og markmiðið sett í 50-55% samdrátt árið 2035 miðað við árið 2005. Heildræn nálgun og stóra samhengið Loftslagsváin hefur víðtæk áhrif og búandi á eyju, þá skipta áhrif loftslagsbreytinga á hafið okkur öllu máli. Hækkað hitastig og súrnun sjávar eru raunveruleiki sem dregur dilk á eftir sér. Straumakerfi hafsins er ógnað með tilheyrandi afleiðingum á veðurfar sem gæti haft alvarleg áhrif á Ísland. Fiskstofnar flytja sig, vistkerfi raskast og tegundir hverfa. Líffræðilegri fjölbreytni er ógnað hvort sem er á landi eða í hafi, og okkar sameiginlega ábyrgð er að sporna gegn þeirri þróun. Þetta samhengi verður sérstaklega til umfjöllunar á umhverfisþinginu og ljósi varpað á mikilvægi heildrænnar vistkerfisnálgunar á stjórn hafmála. Meðal annars verður rætt um hvernig umhverfisvernd í hafi, ýmiss konar vernd hafsvæða getur styrkt lífríki hafsins, haft jákvæð áhrif á fiskistofna, spornað gegn loftslagsbreytingum og hvernig markvissar verndaraðgerðir geta varið þá fjölbreytni lífs sem jörðin okkar og samfélag byggir á. Þar að auki verður stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni og fyrsta aðgerðaráætlun Íslands í málaflokknum til umræðu á þinginu. Þó við fáum að heyra frá alþjóðlegum og innlendum sérfræðingum, sem veita nauðsynlega innsýn í stöðu mála og hvernig við getum nýtt nýjustu vísindi og stefnumótun til framfara, þá er þingið ekki eingöngu vettvangur fræðimanna, heldur fyrst og fremst vettvangur þjóðarinnar. Við þurfum alla um borð, almenning, hagaðila, atvinnulíf og félagasamtök til þess að takast á við þessar áskoranir og ná árangri. Þetta er fyrsta skrefið og markar upphaf að markvissri vegferð í þágu náttúrunnar, loftslagsins og framtíðarkynslóða. Höfundur er aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Þess vegna er megnið af umhverfisþingi sem hefst í dag í Hörpu, skipulagt sem opnar vinnustofur, þar almenningur, félagasamtök, hagaðilar, stjórnvöld og sérfræðingar ræða saman og móta tillögur í hringborðsumræðum. Meðal annars verður sérstök vinnustofa haldin af loftslagsaðgerðasinnum með það að markmiði að efla þátttöku og samráð í loftslagsmálum. Það er nauðsynlegt, því umræðan hér á landi hefur einkennst af upplýsingaóreiðu og skorti á pólítískri forystu. En ég held að flestir séu sammála um að of mikið hefur verið talað og of lítið gert í þessum málum. Þess vegna ætlum við að taka niðurstöður umhverfisþingsins alvarlega, og fylgja niðurstöðum þingsins eftir með skipulögðum hætti og tryggja að tillögur verði að aðgerðum í vinnu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Leiðin áfram í loftslagsmálum Í sumar var frumvarp til nýrra heildarlaga um loftslagsmál í samráði, og nú er unnið úr þeim góðu athugasemdum sem komu fram til að betrumbæta þau áður en þau verða lögð fram á yfirstandandi löggjafarþingi. Með frumvarpinu er markmiðið m.a. að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála, stytta boðleiðir og tryggja að loftslagsaðgerðir komist til framkvæmda, skylda Ísland til skýrari markmiðasetningar, ásamt því að skýra ábyrgð ráðherra á því að gripið sé til aðgerða sem skili árangri. Þá kveður frumvarpið á um að setja skuli loftslagsstefnu og fyrsta skrefið í þeirri vinnu verður tekið í vinnustofu umhverfisþingsins á þriðjudaginn. Það hefur nefnilega vantað ákveðna grundvallarvinnu til að geta sótt fram í loftslagsmálum, og þar á meðal er loftslagsstefna. Svo ekki sé minnst á að markmið Íslands um að ná kolefnishlutleysi 2040, sem var bundið í lög 2021, hefur ekki verið útfært. Það er fyrst nú sem vinna við það er farin af stað af alvöru. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum voru kynnt fyrir helgi, ásamt nýjum markmiðum Íslands til ársins 2035. Í báðum tilvikum ber að merkja að nálgunin er í fyrsta sinn heildstæð. Forgangsverkefnin snerta landnotkun með endurheimt votlendis og vistkerfa, stóriðjuna í ETS kerfinu og samfélagslosun með fjárfestingastuðning við landbúnað, hraðari orkuskiptum í samgöngum með áherslu á ferðamenn og bílaleigur. Markmiðin ná einnig til losunar frá landi, ETS kerfisins og samfélagslosunar. Í fyrsta sinn eru sett töluleg markmið um samdrátt í losun frá landi: 400-500 þúsund tonna samdrátt árið 2035 miðað við 2025. Auk þess er í fyrsta sinn skýr sýn á hvernig við ætlum að beita okkur til þess að ná árangri í losun sem fellur undir viðskiptakerfi ESB (ETS-kerfið) og þar þurfum við að styðja við nýsköpun til föngunar, förgunar og hagnýtingar á losun. Loks er metnaður aukinn í samfélagslosun og markmiðið sett í 50-55% samdrátt árið 2035 miðað við árið 2005. Heildræn nálgun og stóra samhengið Loftslagsváin hefur víðtæk áhrif og búandi á eyju, þá skipta áhrif loftslagsbreytinga á hafið okkur öllu máli. Hækkað hitastig og súrnun sjávar eru raunveruleiki sem dregur dilk á eftir sér. Straumakerfi hafsins er ógnað með tilheyrandi afleiðingum á veðurfar sem gæti haft alvarleg áhrif á Ísland. Fiskstofnar flytja sig, vistkerfi raskast og tegundir hverfa. Líffræðilegri fjölbreytni er ógnað hvort sem er á landi eða í hafi, og okkar sameiginlega ábyrgð er að sporna gegn þeirri þróun. Þetta samhengi verður sérstaklega til umfjöllunar á umhverfisþinginu og ljósi varpað á mikilvægi heildrænnar vistkerfisnálgunar á stjórn hafmála. Meðal annars verður rætt um hvernig umhverfisvernd í hafi, ýmiss konar vernd hafsvæða getur styrkt lífríki hafsins, haft jákvæð áhrif á fiskistofna, spornað gegn loftslagsbreytingum og hvernig markvissar verndaraðgerðir geta varið þá fjölbreytni lífs sem jörðin okkar og samfélag byggir á. Þar að auki verður stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni og fyrsta aðgerðaráætlun Íslands í málaflokknum til umræðu á þinginu. Þó við fáum að heyra frá alþjóðlegum og innlendum sérfræðingum, sem veita nauðsynlega innsýn í stöðu mála og hvernig við getum nýtt nýjustu vísindi og stefnumótun til framfara, þá er þingið ekki eingöngu vettvangur fræðimanna, heldur fyrst og fremst vettvangur þjóðarinnar. Við þurfum alla um borð, almenning, hagaðila, atvinnulíf og félagasamtök til þess að takast á við þessar áskoranir og ná árangri. Þetta er fyrsta skrefið og markar upphaf að markvissri vegferð í þágu náttúrunnar, loftslagsins og framtíðarkynslóða. Höfundur er aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar