Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar 13. september 2025 22:00 Ríkisvaldið stuðlar að jaðarsetningu innflytjenda og ýtir undir andúð í þeirra garð – og það gera þeir atvinnurekendur líka sem gera engar kröfur til færni starfsfólks í íslensku. Er það meðvituð ákvörðun að halda innflytjendum jaðarsettum félagslega og setja þar með stein í götu allrar viðleitni til inngildingar? Eða er það ef til vill meðvitaður ásetningur að ýta undir útilokun þeirra frá samfélagslegri þátttöku með því að halda dyrunum að íslensku málsamfélagi sem mest lokuðum, ef ekki læstum? Er það meðvituð ákvörðun að gera engar kröfur til íslenskukunnáttu starfsfólks í þjónustu í framlínu? Í matvörubúðum, á veitingahúsum, á ferðaskrifstofum, í strætisvögnum, í sundlaugum, í bakaríum, í fataverslunum o.s.frv.. Mér er næst að halda það. Því atvinnurekendur hvort heldur í einka- eða opinbera geiranum eru sama sinnis ef marka má alla þá þjónustu sem virðist ekki hægt að fá nema að tala ensku! Er það meðvituð ákvörðun yfirvalda hjá ríki og Reykjavíkurborg að kynda undir pirring og andúð heimamanna í garð innflytjenda? Það skyldi engan undra að heimamenn verði pirraðir þegar ekki er hægt að fá grunnþjónustu – t.d. á þeim stöðum sem taldir voru upp að ofan – án þess að tala ensku! Og það liggur beinast við að beina pirringnum til starfsfólksins frekar en stjórnenda. Hvernig má það vera að fólk fái að starfa í framlínu í þjónustu án þess svo mikið sem að kunna að telja upp á tíu á íslensku? Hvenær varð enska forkrafa þess að geta keypt í matinn? Það er þyngra en tárum taki að meðtaka það að ríkisstjórn Íslands ætli sér að skera niður fjármagn til íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og fram kemur í fjárlagafrumvarpi, sem liggur nú fyrir alþingi. Færni í tungumálinu er lykill að samfélagslegri virkni líkt og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt. Í skýrslu OECD frá september 2024 um hæfni og inngildingu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, kemur fram að miðað við önnur OECD lönd þá eyðir Ísland ekki nema brotabroti fjár í íslenskukennslu. Skýrslan sýnir jafnframt að ætla megi að um 60% innflytjenda búi yfir færni í tungumáli móttökulands í öðrum OECD löndum. Á Íslandi er hún um 20%, sem er lægsta hlutfallið meðal OECD-landanna. Í skýrslunni kemur líka fram að „ólíkt flestum öðrum OECDlöndum með verulegan fjölda innflytjenda hefur Ísland ekki enn mótað skýra tungumálastefnu í kennslu fyrir fullorðna innflytjendur. Af þeim sökum er Ísland eftirbátur annarra landa þegar kemur að ýmsum samofnum þáttum tungumálakennslu, þar á meðal fjármögnun, aðgengi að námskeiðum, kennaramenntun og stöðlun.“ Þetta eru forkastanlegar staðreyndir. En þær eru alfarið manngerðar og allt sem er manngert því má breyta. Án hvata til að læra íslensku er tómt mál að tala um að setja tungumálakröfur. Við þurfum ekki að fara lengra en til nágrannalandanna, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Þýskalands sem öll bjóða upp á tungumálakennslu fyrir innflytjendur í miklu ríkara mæli þar sem færni í viðkomandi tungumáli er forkrafa þess að fá vinnu. Hér eru engar slíkar kröfur gerðar. Inngilding er hjóm eitt ef ekki eru gerðar kröfur til stjórnenda hjá hinu opinbera og á vinnumarkaði um íslenskukunnáttu starfsfólks og um leið að framboð á íslenskukennslu aukist til muna. Í stað þess að spýta í lófana, efla íslenskukennslu og gera um leið kröfur á íslenskukunnáttu á vinnumarkaði þá er skorið niður! Og það þrátt fyrir þá grundvallarstaðreynd að lykillinn að inngildingu og virkri samfélagslegri þátttöku sé kunnátta og færni í ríkjandi tungumáli. Einu haldbæru rökin fyrir þessari undarlegu ákvörðun eru að meðvitað sé verið að auka jaðarsetningu innflytjenda og passa upp á að þeir eigi ekki kost á félagslegum framgangi. Er það virkilega framtíðarsýn núverandi ríkisstjórnar í málefnum innflytjenda? Þetta er uggvænleg þróun og felur í sér margskonar hættur hvort heldur fyrir innflytjendur eða fyrir heimamenn og þá sem hafa íslensku að móðurmáli. Þessi opinbera stefna ýtir undir stéttskiptingu og félagslega lagskiptingu hvert sem litið er. Þessi staðfasta ákvörðun, sem endurspeglast í niðurskurði til íslenskukennslu og algjöru sinnuleysi þegar kemur að því að gera kröfur til innflytjenda um færni í tungumálinu ætti þó ekki að koma svo mikið á óvart þar sem viðhorf til innflytjenda hefur því miður allt of oft stýrst af því að líta á þá fyrst og fremst sem vinnuafl. Þegar sú hugsun er ríkjandi að innflytjendur séu vinnuafl sem ekki þarf að sinna svo þeir verði samkeppnisfærir þátttakendur í íslensku samfélagi er brýnt að hugsa að leikslokum áður en það verður of seint. Ég hvet íslenska stjórnmálastétt og atvinnurekendur að velta fyrir sér hvort það sé þeirra meðvitaði ásetningur að hafa hér margklofið samfélag þar sem sumir eru útvaldir og aðrir ekki eða hvort þeir vilji í raun og sann stuðla að inngildinu innflytjenda og friðsamlegum samskiptum allra sem í landinu búa? Hallfríður Þórarinsdóttir er doktor í menningarmannfræði. Hún stundar rannsóknir á innflytjendum á vinnumarkaði og situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ríkisvaldið stuðlar að jaðarsetningu innflytjenda og ýtir undir andúð í þeirra garð – og það gera þeir atvinnurekendur líka sem gera engar kröfur til færni starfsfólks í íslensku. Er það meðvituð ákvörðun að halda innflytjendum jaðarsettum félagslega og setja þar með stein í götu allrar viðleitni til inngildingar? Eða er það ef til vill meðvitaður ásetningur að ýta undir útilokun þeirra frá samfélagslegri þátttöku með því að halda dyrunum að íslensku málsamfélagi sem mest lokuðum, ef ekki læstum? Er það meðvituð ákvörðun að gera engar kröfur til íslenskukunnáttu starfsfólks í þjónustu í framlínu? Í matvörubúðum, á veitingahúsum, á ferðaskrifstofum, í strætisvögnum, í sundlaugum, í bakaríum, í fataverslunum o.s.frv.. Mér er næst að halda það. Því atvinnurekendur hvort heldur í einka- eða opinbera geiranum eru sama sinnis ef marka má alla þá þjónustu sem virðist ekki hægt að fá nema að tala ensku! Er það meðvituð ákvörðun yfirvalda hjá ríki og Reykjavíkurborg að kynda undir pirring og andúð heimamanna í garð innflytjenda? Það skyldi engan undra að heimamenn verði pirraðir þegar ekki er hægt að fá grunnþjónustu – t.d. á þeim stöðum sem taldir voru upp að ofan – án þess að tala ensku! Og það liggur beinast við að beina pirringnum til starfsfólksins frekar en stjórnenda. Hvernig má það vera að fólk fái að starfa í framlínu í þjónustu án þess svo mikið sem að kunna að telja upp á tíu á íslensku? Hvenær varð enska forkrafa þess að geta keypt í matinn? Það er þyngra en tárum taki að meðtaka það að ríkisstjórn Íslands ætli sér að skera niður fjármagn til íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og fram kemur í fjárlagafrumvarpi, sem liggur nú fyrir alþingi. Færni í tungumálinu er lykill að samfélagslegri virkni líkt og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt. Í skýrslu OECD frá september 2024 um hæfni og inngildingu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, kemur fram að miðað við önnur OECD lönd þá eyðir Ísland ekki nema brotabroti fjár í íslenskukennslu. Skýrslan sýnir jafnframt að ætla megi að um 60% innflytjenda búi yfir færni í tungumáli móttökulands í öðrum OECD löndum. Á Íslandi er hún um 20%, sem er lægsta hlutfallið meðal OECD-landanna. Í skýrslunni kemur líka fram að „ólíkt flestum öðrum OECDlöndum með verulegan fjölda innflytjenda hefur Ísland ekki enn mótað skýra tungumálastefnu í kennslu fyrir fullorðna innflytjendur. Af þeim sökum er Ísland eftirbátur annarra landa þegar kemur að ýmsum samofnum þáttum tungumálakennslu, þar á meðal fjármögnun, aðgengi að námskeiðum, kennaramenntun og stöðlun.“ Þetta eru forkastanlegar staðreyndir. En þær eru alfarið manngerðar og allt sem er manngert því má breyta. Án hvata til að læra íslensku er tómt mál að tala um að setja tungumálakröfur. Við þurfum ekki að fara lengra en til nágrannalandanna, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Þýskalands sem öll bjóða upp á tungumálakennslu fyrir innflytjendur í miklu ríkara mæli þar sem færni í viðkomandi tungumáli er forkrafa þess að fá vinnu. Hér eru engar slíkar kröfur gerðar. Inngilding er hjóm eitt ef ekki eru gerðar kröfur til stjórnenda hjá hinu opinbera og á vinnumarkaði um íslenskukunnáttu starfsfólks og um leið að framboð á íslenskukennslu aukist til muna. Í stað þess að spýta í lófana, efla íslenskukennslu og gera um leið kröfur á íslenskukunnáttu á vinnumarkaði þá er skorið niður! Og það þrátt fyrir þá grundvallarstaðreynd að lykillinn að inngildingu og virkri samfélagslegri þátttöku sé kunnátta og færni í ríkjandi tungumáli. Einu haldbæru rökin fyrir þessari undarlegu ákvörðun eru að meðvitað sé verið að auka jaðarsetningu innflytjenda og passa upp á að þeir eigi ekki kost á félagslegum framgangi. Er það virkilega framtíðarsýn núverandi ríkisstjórnar í málefnum innflytjenda? Þetta er uggvænleg þróun og felur í sér margskonar hættur hvort heldur fyrir innflytjendur eða fyrir heimamenn og þá sem hafa íslensku að móðurmáli. Þessi opinbera stefna ýtir undir stéttskiptingu og félagslega lagskiptingu hvert sem litið er. Þessi staðfasta ákvörðun, sem endurspeglast í niðurskurði til íslenskukennslu og algjöru sinnuleysi þegar kemur að því að gera kröfur til innflytjenda um færni í tungumálinu ætti þó ekki að koma svo mikið á óvart þar sem viðhorf til innflytjenda hefur því miður allt of oft stýrst af því að líta á þá fyrst og fremst sem vinnuafl. Þegar sú hugsun er ríkjandi að innflytjendur séu vinnuafl sem ekki þarf að sinna svo þeir verði samkeppnisfærir þátttakendur í íslensku samfélagi er brýnt að hugsa að leikslokum áður en það verður of seint. Ég hvet íslenska stjórnmálastétt og atvinnurekendur að velta fyrir sér hvort það sé þeirra meðvitaði ásetningur að hafa hér margklofið samfélag þar sem sumir eru útvaldir og aðrir ekki eða hvort þeir vilji í raun og sann stuðla að inngildinu innflytjenda og friðsamlegum samskiptum allra sem í landinu búa? Hallfríður Þórarinsdóttir er doktor í menningarmannfræði. Hún stundar rannsóknir á innflytjendum á vinnumarkaði og situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun