Grafið undan grunnstoð samfélagsins 12. september 2025 12:32 Fjölskyldan er grunnur samfélagsins. Þess vegna vekur furðu og áhyggjur að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist líta fram hjá þeirri staðreynd. Þvert á loforð um að hækka ekki skatta og álögur á fólk og fyrirtæki eru lagðar til breytingar sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum og ungu fólki sem er að byggja upp heimili. Afnám séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna eru þar skýrustu dæmin. Séreignarsparnaðurinn hefur hjálpað ungu fólki að greiða niður húsnæðislán, skapað skjól fyrir fjölskyldur og dregið úr greiðslubyrði á þeim tíma þegar útgjöld eru mest. Samsköttun hefur veitt sveigjanleika þegar annað foreldri er með lægri tekjur eða er tímabundið utan vinnumarkaðar vegna barna. Með því að afnema báðar leiðirnar á sama tíma er verið að minnka ráðstöfunartekjur heimilanna á því skeiði sem þau þurfa mest á þeim að halda. Á sama tíma eru sett fram flókin og ógagnsæ gjöld, eins og kílómetragjald, sem hækka kostnað sérstaklega fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni sem treysta á bíl til daglegra ferða. Þessar aðgerðir eru réttlættar sem „leiðréttingar“ og „sanngirni“, en í reynd eru þær skattahækkanir sem veikja stöðu millistéttarinnar sem er sá hópur sem heldur samfélaginu gangandi. Sá hópur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf barist fyrir. Ef ætlunin er að byggja upp sjálfbært hagkerfi og heilbrigt samfélag verður að styrkja fjölskyldur, ekki veikja þær. Fjárlög sem grafa undan fjárhagslegum stöðugleika barnafjölskyldna eru ekki aðeins ranglát - þau grafa undan framtíð samfélagsins. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fjölskyldan er grunnur samfélagsins. Þess vegna vekur furðu og áhyggjur að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist líta fram hjá þeirri staðreynd. Þvert á loforð um að hækka ekki skatta og álögur á fólk og fyrirtæki eru lagðar til breytingar sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum og ungu fólki sem er að byggja upp heimili. Afnám séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna eru þar skýrustu dæmin. Séreignarsparnaðurinn hefur hjálpað ungu fólki að greiða niður húsnæðislán, skapað skjól fyrir fjölskyldur og dregið úr greiðslubyrði á þeim tíma þegar útgjöld eru mest. Samsköttun hefur veitt sveigjanleika þegar annað foreldri er með lægri tekjur eða er tímabundið utan vinnumarkaðar vegna barna. Með því að afnema báðar leiðirnar á sama tíma er verið að minnka ráðstöfunartekjur heimilanna á því skeiði sem þau þurfa mest á þeim að halda. Á sama tíma eru sett fram flókin og ógagnsæ gjöld, eins og kílómetragjald, sem hækka kostnað sérstaklega fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni sem treysta á bíl til daglegra ferða. Þessar aðgerðir eru réttlættar sem „leiðréttingar“ og „sanngirni“, en í reynd eru þær skattahækkanir sem veikja stöðu millistéttarinnar sem er sá hópur sem heldur samfélaginu gangandi. Sá hópur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf barist fyrir. Ef ætlunin er að byggja upp sjálfbært hagkerfi og heilbrigt samfélag verður að styrkja fjölskyldur, ekki veikja þær. Fjárlög sem grafa undan fjárhagslegum stöðugleika barnafjölskyldna eru ekki aðeins ranglát - þau grafa undan framtíð samfélagsins. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Suðurkjördæmi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar