Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar 11. september 2025 16:00 Jafnréttisstofa hóf formlega starfsemi sína þann 15. september 2000 og á því 25 ára afmæli um þessar mundir. Við slík tímamót er fullt tilefni til að líta um öxl, horfa yfir farinn veg ásamt því að íhuga stöðu dagsins í dag og þörfina fyrir opinbera stofnun á sviði jafnréttismála. Frá upphafi hefur helsta hlutverk stofnunarinnar verið að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga, sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi í málaflokknum, veita ráðgjöf og fylgjast með þróun jafnréttismála, m.a. með upplýsingaöflun og rannsóknum. Jafnréttislögin hafa tekið ýmsum breytingum í gegnum árin og það hefur starfsemi Jafnréttisstofu einnig gert. Árið 2008 tóku gildi ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (lög nr. 10/2008) en meðal þeirra breytinga sem þeim fylgdu voru að eftirlitshlutverk Jafnréttisstofu var styrkt töluvert. Jafnréttisstofu voru falin nokkur ný verkefni í þessum lögum, þar á meðal ábyrgð á forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi og að vinna gegn neikvæðum staðalímyndum. Árið 2018 tóku gildi breytingar á lögunum með lagaskyldu um jafnalaunavottun fyrirtækja og stofnana með 25 eða fleiri starfsmenn og sama ár voru samþykkt á Alþingi lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar nr. 85/2018 og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018 og var Jafnréttisstofu falið að annast framkvæmd og eftirlit með þeim lögum. Árið 2020 voru svo samþykkt á Alþingi ný lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 ásamt nýjum og endurskoðuðum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 en í þeim lögum kom inn nýjungin um jafnlaunastaðfestingu í stað jafnlaunavottunar fyrir fyrirtæki með 25-49 starfsmenn og þar með enn eitt nýtt verkefni á ábyrgð Jafnréttisstofu. Jafnréttisstofu ber að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga, stunda fræðslu- og útgáfustarf, safna tölfræðilegum upplýsingum, veita ráðgjöf, taka þátt í samfélagsumræðu um jafnréttismál og taka þátt í margskonar samstarfi á sviði jafnréttismála, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Þetta er ekki tæmandi talning á verksviði Jafnréttisstofu og því ljóst að um viðamikla starfsemi og ábyrgð er að ræða. Þessu til viðbótar ber Jafnréttisstofu, eins og að framan greinir, einnig að hafa eftirlit með framkvæmd laga um jafna meðferð á vinnumarkaði og laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðs. Þar með kom inn eftirlit með mismunun á Íslandi sem nær langt út fyrir kynjajafnrétti og tekur til mismununar á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Hlutverk Jafnréttisstofu er því mjög víðtækt þegar kemur að jafnrétti og mismunun í samfélaginu. Þegar um svo víðtæk málefni er að ræða þá liggur í hlutarins eðli að forgangsraða þarf verkefnum út frá úthlutuðu fjármagni og þeim mannauði sem fyrir hendi er. Jafnréttisstofa hefur í gegnum árin verið rík af metnaðarfullu starfsfólki sem brennur fyrir jafnrétti en eins og margar opinberar stofnanir þá hefur stofnunin verið undirfjármögnuð og undirmönnuð ef tekið er mið af víðtæku hlutverki. Þrátt fyrir það hefur Jafnréttisstofa komið að mjög fjölbreyttum rannsóknum, könnunum, úttektum og vitundarvakningum sem snúa að mismunun og jafnrétti í samfélaginu, jafnrétti á vinnumarkaði og jafnri meðferð innan eða utan vinnumarkaðar. Nýleg dæmi um slík verkefni og samstarf eru samfélagsmiðlaherferðin og vitundarvakningin #meinlaust?, Þar er vakin athygli á birtingarmyndum áreitni og öráreitni í samfélaginu. Meinlaust?-herferðirnar eru nú orðnar fjórar; vitundarvakning um kynbundna og kynferðislega áreitni, vitundarvakning um öráreitni sem hinsegin fólk verður fyrir í samfélaginu í samstarfi við Samtökin 78, vitundarvakning um birtingarmyndir öráreitni sem fatlað fólk verður fyrir í samstarfi við Þroskahjálp, vitundarvakning í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd, sem var ætlað að sýna birtingarmyndir öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir og að síðustu vitundarvakning um birtingarmyndir öráreitni sem börn verða fyrir í samfélaginu, í samstarfi við Barnaheill. Þetta eru dæmi um herferðir sem eiga að vekja fólk til umhugsunar um raunveruleg áhrif áreitni og öráreitni en allar sögurnar í Meinlaust?-herferðunum byggjast á raunverulegum sögum og dæmum úr veruleikanum. Á þessu ári var Meinlaust? þýtt yfir á öll tungumál Norðurlandanna og samfélagsmiðlaherferðir reknar á öllum Norðurlöndunum, styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Annað dæmi er vitundarvakningin #Orðin okkar sem er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hatursorðræðu og áhrif hennar og fá fólk til að íhuga að orð geta sært, sundrað og brotið niður, en þau geta einnig nært huggað og sameinað. Herferðinni er ætlað að stuðla að auknu jafnrétti í samfélaginu og berjast gegn hatursorðræðu og rótum hennar, s.s. fordómum, neikvæðum staðalímyndum og smánun minnihlutahópa og jaðarsettra hópa. #JÁTAK er vitundarvakning sem hvetur öll framboð til sveitarstjórna til að huga að fjölbreytni, standa vörð um jafnrétti allra kynja og stilla upp listum sem spanna vel fjölbreytt litróf samfélagsins. Að síðustu má hér nefna nýjustu herferðina, #Burt með mismunun, sem er ætlað vekja athygli á réttindum og úrræðum þeirra sem telja sig verða fyrir mismunun í samfélaginu, innan eða utan vinnumarkaðar. Jafnréttisstofa býður jafnframt upp á fjölbreytta fræðslu og námskeið, sérstaklega miðað að vinnustöðum. Þar má nefna KÁ-vitann, sem er fræðsla sem miðar að því að starfsfólk og stjórnendur þekki afleiðingar kynferðislegrar áreitni og fái verkfæri til að vinna gegn slíkri hegðun, námskeið um jafnrétti og mismunun á vinnumarkaði og námskeið fyrir sveitarfélög um inngildingu og samþættingu, ásamt því að bjóða reglulega upp á ráðgjöf og fræðslu í tengslum við jafnlaunamál og gerð jafnréttisáætlana fyrirtækja og stofnana. Dómsmálaráðherra hefur svo nýlega tilkynnt um að fyrirhugaðar eru breytingar á jafnréttislögum að því er varðar jafnlaunareglur og skýrslugjöf og gagnaskil í tengslum við jafnlaunakerfi og kynbundinn launamun og því er líklegt að enn á ný séu breytingar framundan í starfsemi Jafnréttisstofu þar sem gert er ráð fyrir að stofnunin mun sinna lykilhlutverki í eftirliti og upplýsingasöfnun um kynbundinn launamun á Íslandi. Er þetta ekki komið? En hver er þörfin fyrir stofnun eins og Jafnréttisstofu árið 2025 og inn í framtíðina? Er þetta jafnrétti ekki komið? Ísland hefur verið efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) yfir jafnrétti kynjanna síðan árið 2009 og Ísland er í þriðja sæti á Regnbogakorti ILGA í Evrópu, en Regnbogakortið greinir lagalega stöðu á réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Þrátt fyrir að teljast „heimsmeistarar“ í jafnrétti þá er óhætt að segja að jafnrétti sé alls ekki náð, hvorki á Íslandi né annars staðar í heiminum. Kynbundinn launamunur mælist enn talsverður á Íslandi og eykst á milli ára samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hagstofunni, konur sinna enn að meirihluta ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins og umönnunarábyrgð, árlegar heildartekjur kvenna eru enn mun lægri en heildartekjur karla til viðbótar við tekjuskerðinguna sem konur verða fyrir vegna barneigna. Íslenskur vinnumarkaður er auk þess kynskiptur og hefðbundin kvennastörf eru enn vanmetin og illa launuð. Karlar eru í meirihluta þegar kemur að stjórnun og stjórnarsetu fyrirtækja, karlar eru enn meirihluti stjórnenda hjá hinu opinbera þrátt fyrir að konur séu í miklum meirihluta þegar horft er til heildarfjölda starfsfólks hins opinbera. Enn er verk að vinna í lagalegri og félagslegri stöðu hinsegin fólks, fatlaðs fólks, innflytjenda og kynbundið ofbeldi heldur áfram að vera samfélagslegt mein sem ætlar að reynast erfitt að uppræta. Nú hefur kynbundið ofbeldi og hatursorðræða fært út kvíarnar og er stafrænt kynbundið ofbeldi og hatursorðræða gagnvart konum og hinsegin fólki sífellt að færast í aukana og löggjafinn er í vandræðum með að hemja og halda í við tækniþróun sem gerir fólki kleift að fela sig í stafrænum undirheimum og beita nafnlausu ofbeldi. Gervigreindin þróast með leifturhraða og við verðum að gæta þess að mannleg sjónarmið, jafnrétti og mannréttindi séu höfð í heiðri í þessari þróun því hættan á því að fordómum og hatri vaxi fiskur um hrygg í þessu umhverfi er áþreifanleg og raunveruleg. Þannig að svarið er einfalt. Nei þetta er ekki komið. Við höfum enn ekki náð fullu jafnrétti og við eigum talsvert í land. Samkvæmt áðurnefndum lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna má gera ráð fyrir að fullu jafnrétti verði ekki náð fyrr en eftir 123 ár ef fram heldur sem horfir. Líklega mætti færa rök fyrir því að þessi tímasetning færist enn aftur í ljósi þess bakslags sem við finnum nú fyrir í jafnréttis- og mannréttindamálum víða um heim. Ísland er ekki þar undanskilið og ljóst að þessara áhrifa gætir hér líka. Við þurfum því að halda áfram baráttunni fyrir fullu jafnrétti kynjanna, fullu jafnrétti alls fólks. Hlutverk stofnunar eins og Jafnréttisstofu heldur áfram að vera mikilvægt til að standa vörð um jöfn réttindi kynjanna og berjast gegn mismunun á öllum sviðum samfélagsins. Á árinu 2025 er haldið upp á hin ýmsu tímamót sem tengjast jafnréttismálum og jafnréttisbaráttu en þar má t.d. nefna 50 ár frá kvennaári Sameinuðu þjóðanna og fyrstu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó, 50 ár frá kvennafrídeginum á Íslandi 24. október 1975, 30 ára afmæli Peking sáttmálans, 35 ára afmæli Stígamóta og 65 ár eru frá því að jöfn laun karla og kvenna voru fyrst var bundin í lög. Enn höfum við ekki náð launajafnrétti og kynbundið ofbeldi og mismunun í garð kvenna og jaðarsettra samfélagshópa virðist vera vaxandi. Sem samfélag náum við ekki að útrýma kynbundnu ofbeldi og jafnrétti verður aldrei náð ef konur, stúlkur og stálp búa áfram við þá ógn sem kynbundið ofbeldi og áreitni er og það er ólíðandi að í staðinn fyrir að við náum að útrýma kynbundnu ofbeldi sé það í raun vaxandi nú þegar það hefur einnig færst inn í hinn stafræna heim þar sem gerendur geta nú verið nafnlausir og ósýnilegir. Sem samfélag verðum við bara að gera betur og ná fram þeim samfélagslegu og menningarlegu breytingum sem þörf er á. Á afmælisdegi Jafnréttisstofu, þann 15. september 2025 stendur Jafnréttisstofa fyrir ráðstefnu um jafnréttismál og er sjónum sérstaklega beint að kynbundnu ofbeldi með sérstökum fókus á stafrænt kynbundið ofbeldi. Markmiðið er að draga fram fjölbreytt sjónarmið um málefnið. Við þetta má svo bæta að staðan í jafnréttismálum kemur enn fremur mjög vel fram í kröfum kvennaárs þar sem helstu kröfurnar til stjórnvalda snúa að vanmati á kvennastörfum og launajafnrétti, ólaunaðri vinnu kvenna og umönnunarábyrgð og kynbundnu ofbeldi. Snúum bökum saman og vinnum sameiginlega að jafnrétti fyrir öll, það má ekki bíða í 123 ár í viðbót! Það þarf að gerast strax. Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Jafnréttisstofa hóf formlega starfsemi sína þann 15. september 2000 og á því 25 ára afmæli um þessar mundir. Við slík tímamót er fullt tilefni til að líta um öxl, horfa yfir farinn veg ásamt því að íhuga stöðu dagsins í dag og þörfina fyrir opinbera stofnun á sviði jafnréttismála. Frá upphafi hefur helsta hlutverk stofnunarinnar verið að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga, sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi í málaflokknum, veita ráðgjöf og fylgjast með þróun jafnréttismála, m.a. með upplýsingaöflun og rannsóknum. Jafnréttislögin hafa tekið ýmsum breytingum í gegnum árin og það hefur starfsemi Jafnréttisstofu einnig gert. Árið 2008 tóku gildi ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (lög nr. 10/2008) en meðal þeirra breytinga sem þeim fylgdu voru að eftirlitshlutverk Jafnréttisstofu var styrkt töluvert. Jafnréttisstofu voru falin nokkur ný verkefni í þessum lögum, þar á meðal ábyrgð á forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi og að vinna gegn neikvæðum staðalímyndum. Árið 2018 tóku gildi breytingar á lögunum með lagaskyldu um jafnalaunavottun fyrirtækja og stofnana með 25 eða fleiri starfsmenn og sama ár voru samþykkt á Alþingi lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar nr. 85/2018 og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018 og var Jafnréttisstofu falið að annast framkvæmd og eftirlit með þeim lögum. Árið 2020 voru svo samþykkt á Alþingi ný lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 ásamt nýjum og endurskoðuðum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 en í þeim lögum kom inn nýjungin um jafnlaunastaðfestingu í stað jafnlaunavottunar fyrir fyrirtæki með 25-49 starfsmenn og þar með enn eitt nýtt verkefni á ábyrgð Jafnréttisstofu. Jafnréttisstofu ber að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga, stunda fræðslu- og útgáfustarf, safna tölfræðilegum upplýsingum, veita ráðgjöf, taka þátt í samfélagsumræðu um jafnréttismál og taka þátt í margskonar samstarfi á sviði jafnréttismála, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Þetta er ekki tæmandi talning á verksviði Jafnréttisstofu og því ljóst að um viðamikla starfsemi og ábyrgð er að ræða. Þessu til viðbótar ber Jafnréttisstofu, eins og að framan greinir, einnig að hafa eftirlit með framkvæmd laga um jafna meðferð á vinnumarkaði og laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðs. Þar með kom inn eftirlit með mismunun á Íslandi sem nær langt út fyrir kynjajafnrétti og tekur til mismununar á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Hlutverk Jafnréttisstofu er því mjög víðtækt þegar kemur að jafnrétti og mismunun í samfélaginu. Þegar um svo víðtæk málefni er að ræða þá liggur í hlutarins eðli að forgangsraða þarf verkefnum út frá úthlutuðu fjármagni og þeim mannauði sem fyrir hendi er. Jafnréttisstofa hefur í gegnum árin verið rík af metnaðarfullu starfsfólki sem brennur fyrir jafnrétti en eins og margar opinberar stofnanir þá hefur stofnunin verið undirfjármögnuð og undirmönnuð ef tekið er mið af víðtæku hlutverki. Þrátt fyrir það hefur Jafnréttisstofa komið að mjög fjölbreyttum rannsóknum, könnunum, úttektum og vitundarvakningum sem snúa að mismunun og jafnrétti í samfélaginu, jafnrétti á vinnumarkaði og jafnri meðferð innan eða utan vinnumarkaðar. Nýleg dæmi um slík verkefni og samstarf eru samfélagsmiðlaherferðin og vitundarvakningin #meinlaust?, Þar er vakin athygli á birtingarmyndum áreitni og öráreitni í samfélaginu. Meinlaust?-herferðirnar eru nú orðnar fjórar; vitundarvakning um kynbundna og kynferðislega áreitni, vitundarvakning um öráreitni sem hinsegin fólk verður fyrir í samfélaginu í samstarfi við Samtökin 78, vitundarvakning um birtingarmyndir öráreitni sem fatlað fólk verður fyrir í samstarfi við Þroskahjálp, vitundarvakning í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd, sem var ætlað að sýna birtingarmyndir öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir og að síðustu vitundarvakning um birtingarmyndir öráreitni sem börn verða fyrir í samfélaginu, í samstarfi við Barnaheill. Þetta eru dæmi um herferðir sem eiga að vekja fólk til umhugsunar um raunveruleg áhrif áreitni og öráreitni en allar sögurnar í Meinlaust?-herferðunum byggjast á raunverulegum sögum og dæmum úr veruleikanum. Á þessu ári var Meinlaust? þýtt yfir á öll tungumál Norðurlandanna og samfélagsmiðlaherferðir reknar á öllum Norðurlöndunum, styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Annað dæmi er vitundarvakningin #Orðin okkar sem er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hatursorðræðu og áhrif hennar og fá fólk til að íhuga að orð geta sært, sundrað og brotið niður, en þau geta einnig nært huggað og sameinað. Herferðinni er ætlað að stuðla að auknu jafnrétti í samfélaginu og berjast gegn hatursorðræðu og rótum hennar, s.s. fordómum, neikvæðum staðalímyndum og smánun minnihlutahópa og jaðarsettra hópa. #JÁTAK er vitundarvakning sem hvetur öll framboð til sveitarstjórna til að huga að fjölbreytni, standa vörð um jafnrétti allra kynja og stilla upp listum sem spanna vel fjölbreytt litróf samfélagsins. Að síðustu má hér nefna nýjustu herferðina, #Burt með mismunun, sem er ætlað vekja athygli á réttindum og úrræðum þeirra sem telja sig verða fyrir mismunun í samfélaginu, innan eða utan vinnumarkaðar. Jafnréttisstofa býður jafnframt upp á fjölbreytta fræðslu og námskeið, sérstaklega miðað að vinnustöðum. Þar má nefna KÁ-vitann, sem er fræðsla sem miðar að því að starfsfólk og stjórnendur þekki afleiðingar kynferðislegrar áreitni og fái verkfæri til að vinna gegn slíkri hegðun, námskeið um jafnrétti og mismunun á vinnumarkaði og námskeið fyrir sveitarfélög um inngildingu og samþættingu, ásamt því að bjóða reglulega upp á ráðgjöf og fræðslu í tengslum við jafnlaunamál og gerð jafnréttisáætlana fyrirtækja og stofnana. Dómsmálaráðherra hefur svo nýlega tilkynnt um að fyrirhugaðar eru breytingar á jafnréttislögum að því er varðar jafnlaunareglur og skýrslugjöf og gagnaskil í tengslum við jafnlaunakerfi og kynbundinn launamun og því er líklegt að enn á ný séu breytingar framundan í starfsemi Jafnréttisstofu þar sem gert er ráð fyrir að stofnunin mun sinna lykilhlutverki í eftirliti og upplýsingasöfnun um kynbundinn launamun á Íslandi. Er þetta ekki komið? En hver er þörfin fyrir stofnun eins og Jafnréttisstofu árið 2025 og inn í framtíðina? Er þetta jafnrétti ekki komið? Ísland hefur verið efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) yfir jafnrétti kynjanna síðan árið 2009 og Ísland er í þriðja sæti á Regnbogakorti ILGA í Evrópu, en Regnbogakortið greinir lagalega stöðu á réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Þrátt fyrir að teljast „heimsmeistarar“ í jafnrétti þá er óhætt að segja að jafnrétti sé alls ekki náð, hvorki á Íslandi né annars staðar í heiminum. Kynbundinn launamunur mælist enn talsverður á Íslandi og eykst á milli ára samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hagstofunni, konur sinna enn að meirihluta ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins og umönnunarábyrgð, árlegar heildartekjur kvenna eru enn mun lægri en heildartekjur karla til viðbótar við tekjuskerðinguna sem konur verða fyrir vegna barneigna. Íslenskur vinnumarkaður er auk þess kynskiptur og hefðbundin kvennastörf eru enn vanmetin og illa launuð. Karlar eru í meirihluta þegar kemur að stjórnun og stjórnarsetu fyrirtækja, karlar eru enn meirihluti stjórnenda hjá hinu opinbera þrátt fyrir að konur séu í miklum meirihluta þegar horft er til heildarfjölda starfsfólks hins opinbera. Enn er verk að vinna í lagalegri og félagslegri stöðu hinsegin fólks, fatlaðs fólks, innflytjenda og kynbundið ofbeldi heldur áfram að vera samfélagslegt mein sem ætlar að reynast erfitt að uppræta. Nú hefur kynbundið ofbeldi og hatursorðræða fært út kvíarnar og er stafrænt kynbundið ofbeldi og hatursorðræða gagnvart konum og hinsegin fólki sífellt að færast í aukana og löggjafinn er í vandræðum með að hemja og halda í við tækniþróun sem gerir fólki kleift að fela sig í stafrænum undirheimum og beita nafnlausu ofbeldi. Gervigreindin þróast með leifturhraða og við verðum að gæta þess að mannleg sjónarmið, jafnrétti og mannréttindi séu höfð í heiðri í þessari þróun því hættan á því að fordómum og hatri vaxi fiskur um hrygg í þessu umhverfi er áþreifanleg og raunveruleg. Þannig að svarið er einfalt. Nei þetta er ekki komið. Við höfum enn ekki náð fullu jafnrétti og við eigum talsvert í land. Samkvæmt áðurnefndum lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna má gera ráð fyrir að fullu jafnrétti verði ekki náð fyrr en eftir 123 ár ef fram heldur sem horfir. Líklega mætti færa rök fyrir því að þessi tímasetning færist enn aftur í ljósi þess bakslags sem við finnum nú fyrir í jafnréttis- og mannréttindamálum víða um heim. Ísland er ekki þar undanskilið og ljóst að þessara áhrifa gætir hér líka. Við þurfum því að halda áfram baráttunni fyrir fullu jafnrétti kynjanna, fullu jafnrétti alls fólks. Hlutverk stofnunar eins og Jafnréttisstofu heldur áfram að vera mikilvægt til að standa vörð um jöfn réttindi kynjanna og berjast gegn mismunun á öllum sviðum samfélagsins. Á árinu 2025 er haldið upp á hin ýmsu tímamót sem tengjast jafnréttismálum og jafnréttisbaráttu en þar má t.d. nefna 50 ár frá kvennaári Sameinuðu þjóðanna og fyrstu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó, 50 ár frá kvennafrídeginum á Íslandi 24. október 1975, 30 ára afmæli Peking sáttmálans, 35 ára afmæli Stígamóta og 65 ár eru frá því að jöfn laun karla og kvenna voru fyrst var bundin í lög. Enn höfum við ekki náð launajafnrétti og kynbundið ofbeldi og mismunun í garð kvenna og jaðarsettra samfélagshópa virðist vera vaxandi. Sem samfélag náum við ekki að útrýma kynbundnu ofbeldi og jafnrétti verður aldrei náð ef konur, stúlkur og stálp búa áfram við þá ógn sem kynbundið ofbeldi og áreitni er og það er ólíðandi að í staðinn fyrir að við náum að útrýma kynbundnu ofbeldi sé það í raun vaxandi nú þegar það hefur einnig færst inn í hinn stafræna heim þar sem gerendur geta nú verið nafnlausir og ósýnilegir. Sem samfélag verðum við bara að gera betur og ná fram þeim samfélagslegu og menningarlegu breytingum sem þörf er á. Á afmælisdegi Jafnréttisstofu, þann 15. september 2025 stendur Jafnréttisstofa fyrir ráðstefnu um jafnréttismál og er sjónum sérstaklega beint að kynbundnu ofbeldi með sérstökum fókus á stafrænt kynbundið ofbeldi. Markmiðið er að draga fram fjölbreytt sjónarmið um málefnið. Við þetta má svo bæta að staðan í jafnréttismálum kemur enn fremur mjög vel fram í kröfum kvennaárs þar sem helstu kröfurnar til stjórnvalda snúa að vanmati á kvennastörfum og launajafnrétti, ólaunaðri vinnu kvenna og umönnunarábyrgð og kynbundnu ofbeldi. Snúum bökum saman og vinnum sameiginlega að jafnrétti fyrir öll, það má ekki bíða í 123 ár í viðbót! Það þarf að gerast strax. Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun