Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. september 2025 21:01 Teva á Íslandi fylgist með því hvaða þýðingu aðgerðir ráðherra hafa í för með sér fyrir fyrirtækið. Vísir Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að uppfæra ekki fríverslunarsamning við Ísrael hefur lítil sem engin áhrif á stærstu matvöruverslanir landsins. Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi fylgjast hins vegar grannt með málinu. Talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið. Utanríkisráðherra tilkynnti í gær að fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verði ekki uppfærður. Það þýðir að nýjar vörur og þjónusta frá Ísrael falla ekki undir samninginn. Tilefnið er hernaður Ísraela á Gasa en auk þess verður tveimur ráðherrum meinað að ferðast til Íslands og vörur frá hernumdum svæðum í Ísrael sérstaklega merktar. Auk þess tilkynnti ráðherra að farið yrði í aðrar aðgerðir. Samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum Bónus, Krónunnar og Prís eru engar ísraelskar vörur til sölu í verslununum. Ekki náðist í forsvarsmenn Samkaupa við gerð fréttarinnar. Tölur yfir innflutning grænmetis og ávaxta frá Ísrael ríma við þetta, en þær sýna að hann hefur hríðfallið undanfarin ár. Tölurnar eru frá Hagstofunni en meðal þess sem í gegnum tíðina hefur verið flutt inn til Íslands frá Ísrael eru ávextir á borð við avókadó, en líka raftæki á borð við SodaStream og hárvörur úr línu Moroccan Oil. Samkvæmt upplýsingum frá Elko eru slík raftæki flutt inn frá Evrópu en ekki Ísrael. Viðskiptin enn mikil Ragnhildur Hólmgeirsdóttir talskona sniðgönguhreyfingar BDS á Íslandi segir viðskiptin þó enn mikil á milli landanna. „Það eru ekki vörur sem almenningur kaupir heldur stórir tölvuhlutir, dýrir tölvuhlutir fyrir gagnaver. Stærsti lyfjaframleiðandi sem við kaupum frá á Íslandi er Teva frá Ísrael.“ Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi segjast í svörum til fréttastofu nú meta hvort yfirlýsing ráðherra feli í sér breytingar fyrir fyrirtækið. Metið sé hvort aðgerðirnar feli í sér formlegar breytingar á þátttöku Íslands í fríverslunarsamningi EFTA og Ísraels eða hvort hún feli í sér nýjar viðskiptahömlur. „Ef einhverjar breytingar verða formlega kynntar sem hafa áhrif á vöruflæði eða tollafyrirkomulag munum við fara vandlega yfir þær til að meta hugsanleg áhrif þeirra - bæði fyrir starfsemi okkar og sjúklinga á Íslandi.“ Bregðast þurfi við áhrifum stórfyrirtækja Ragnhildur hefði viljað sjá íslensk yfirvöld ganga lengra í táknrænum aðgerðum. „Við getum horft á það sem Slóvenía gerði fyrir mánuði held ég þar sem var lagt blátt bann við öllum vopnaflutningi til Ísraels í gegnum Slóveníu.“ Skoða þurfi langtímaaðgerðir til að bregðast við áhrifum stórfyrirtækja hér á landi með tengsl við Ísrael. „Því Ísrael í dag, sérstaklega í dag eftir árásina á Katar. Þetta er mjög hættulegt ríki sem er ekki gott að hafi mikla aðkomu að íslensku samfélagi.“ Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Ísrael Lyf Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum. 9. september 2025 12:01 Ísraelar gera loftárásir á Katar Ísraelski herinn gerði loftárásir á Dóha, höfuðborg Katar, á öðrum tímanum í dag. Herinn segir árásirnar beinast að pólitískum leiðtogum Hamas sem hafa notað Dóha sem höfuðstöðvar utan Gasa um árabil. 9. september 2025 13:48 Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Stjórn Rúv hefur gert fyrirvara um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári og ekki liggur fyrir hvort Ísland verði með líkt og staðan er núna. Þetta staðfestir stjórnarformaður Rúv í samtali við Vísi. Ástæðan er sú að nú stendur yfir samráðsvinna á vettvangi EBU hvað lýtur að þátttöku Ísraels í keppninni. 8. september 2025 13:38 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Utanríkisráðherra tilkynnti í gær að fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verði ekki uppfærður. Það þýðir að nýjar vörur og þjónusta frá Ísrael falla ekki undir samninginn. Tilefnið er hernaður Ísraela á Gasa en auk þess verður tveimur ráðherrum meinað að ferðast til Íslands og vörur frá hernumdum svæðum í Ísrael sérstaklega merktar. Auk þess tilkynnti ráðherra að farið yrði í aðrar aðgerðir. Samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum Bónus, Krónunnar og Prís eru engar ísraelskar vörur til sölu í verslununum. Ekki náðist í forsvarsmenn Samkaupa við gerð fréttarinnar. Tölur yfir innflutning grænmetis og ávaxta frá Ísrael ríma við þetta, en þær sýna að hann hefur hríðfallið undanfarin ár. Tölurnar eru frá Hagstofunni en meðal þess sem í gegnum tíðina hefur verið flutt inn til Íslands frá Ísrael eru ávextir á borð við avókadó, en líka raftæki á borð við SodaStream og hárvörur úr línu Moroccan Oil. Samkvæmt upplýsingum frá Elko eru slík raftæki flutt inn frá Evrópu en ekki Ísrael. Viðskiptin enn mikil Ragnhildur Hólmgeirsdóttir talskona sniðgönguhreyfingar BDS á Íslandi segir viðskiptin þó enn mikil á milli landanna. „Það eru ekki vörur sem almenningur kaupir heldur stórir tölvuhlutir, dýrir tölvuhlutir fyrir gagnaver. Stærsti lyfjaframleiðandi sem við kaupum frá á Íslandi er Teva frá Ísrael.“ Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi segjast í svörum til fréttastofu nú meta hvort yfirlýsing ráðherra feli í sér breytingar fyrir fyrirtækið. Metið sé hvort aðgerðirnar feli í sér formlegar breytingar á þátttöku Íslands í fríverslunarsamningi EFTA og Ísraels eða hvort hún feli í sér nýjar viðskiptahömlur. „Ef einhverjar breytingar verða formlega kynntar sem hafa áhrif á vöruflæði eða tollafyrirkomulag munum við fara vandlega yfir þær til að meta hugsanleg áhrif þeirra - bæði fyrir starfsemi okkar og sjúklinga á Íslandi.“ Bregðast þurfi við áhrifum stórfyrirtækja Ragnhildur hefði viljað sjá íslensk yfirvöld ganga lengra í táknrænum aðgerðum. „Við getum horft á það sem Slóvenía gerði fyrir mánuði held ég þar sem var lagt blátt bann við öllum vopnaflutningi til Ísraels í gegnum Slóveníu.“ Skoða þurfi langtímaaðgerðir til að bregðast við áhrifum stórfyrirtækja hér á landi með tengsl við Ísrael. „Því Ísrael í dag, sérstaklega í dag eftir árásina á Katar. Þetta er mjög hættulegt ríki sem er ekki gott að hafi mikla aðkomu að íslensku samfélagi.“
Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Ísrael Lyf Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum. 9. september 2025 12:01 Ísraelar gera loftárásir á Katar Ísraelski herinn gerði loftárásir á Dóha, höfuðborg Katar, á öðrum tímanum í dag. Herinn segir árásirnar beinast að pólitískum leiðtogum Hamas sem hafa notað Dóha sem höfuðstöðvar utan Gasa um árabil. 9. september 2025 13:48 Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Stjórn Rúv hefur gert fyrirvara um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári og ekki liggur fyrir hvort Ísland verði með líkt og staðan er núna. Þetta staðfestir stjórnarformaður Rúv í samtali við Vísi. Ástæðan er sú að nú stendur yfir samráðsvinna á vettvangi EBU hvað lýtur að þátttöku Ísraels í keppninni. 8. september 2025 13:38 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
„Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum. 9. september 2025 12:01
Ísraelar gera loftárásir á Katar Ísraelski herinn gerði loftárásir á Dóha, höfuðborg Katar, á öðrum tímanum í dag. Herinn segir árásirnar beinast að pólitískum leiðtogum Hamas sem hafa notað Dóha sem höfuðstöðvar utan Gasa um árabil. 9. september 2025 13:48
Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Stjórn Rúv hefur gert fyrirvara um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári og ekki liggur fyrir hvort Ísland verði með líkt og staðan er núna. Þetta staðfestir stjórnarformaður Rúv í samtali við Vísi. Ástæðan er sú að nú stendur yfir samráðsvinna á vettvangi EBU hvað lýtur að þátttöku Ísraels í keppninni. 8. september 2025 13:38