Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir og Védís Ólafsdóttir skrifa 9. september 2025 12:30 Sameinuðu þjóðirnar fagna í ár 80 ára afmæli stofnsáttmálans. Í dag, þriðjudaginn 9. september, hefst áttugasta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) voru stofnaðar árið 1945, skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, með það að markmiði að stuðla að friði, mannréttindum og alþjóðlegri samvinnu, grunngildum sem skipta okkur öll máli. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru 193 auk tveggja áheyrnaþjóða en allar hafa þjóðirnar ólíka heimsýn og áherslur. Í áttatíu ár hafa Sameinuðu þjóðirnar starfað í umboði aðildaríkja að samstöðu og friði. Þær hafa verið tákn og vettvangur fyrir fjölþjóðasamvinnu, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Samvinna á slíkum grunni gerir Sameinuðu þjóðirnar að einum mikilvægasta vettvangi alþjóðamála. Áhrif Íslands Ísland hefur verið virkur aðili að Sameinuðu þjóðunum frá 1946 og beitt sér sérstaklega á sviðum mannréttinda, friðaruppbyggingar, jafnréttis- og umhverfismála. Þrátt fyrir að Íslendingar séu einungis lítið brot (0,005%) af heimsþjóðinni, þá á þjóðin jafnt atkvæði og aðrar þjóðir í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Slíkt fyrirkomulag kristallar það hversu nauðsynlegur vettvangur Sameinuðu þjóðirnar eru fyrir smáríki eins og Ísland. Þar höfum við og getum áfram skapað okkur sess sem málsvari mannréttinda og jafnréttis með því að beita okkur fyrir frið, virðingu fyrir alþjóðalögum og mannúð. Íslendingar eiga mikið undir þegar kemur að því að standa vörð um þessi gildi. Við getum ekki litið á alþjóðasamvinnu sem sjálfsagðan hlut; ávinningur smáríkja nýtist best í öflugu og traustu fjölþjóðlegu samstarfi. Nú þegar Sameinuðu þjóðirnar fagna áttræðisafmæli sínu, stendur alþjóðakerfið frammi fyrir vaxandi áskorunum: auknum átökum, hnignandi trausti á fjölþjóðastofnunum og áhrifum loftslagsbreytinga. Samtímis, mæta Sameinuðu þjóðirnar miklum niðurskurði í fjármögnun og kröfum um róttækar umbætur á rekstri. Þessar áskoranir eiga sér stað á tímum þegar fjölþjóðasamvinna hefur sjaldan verið mikilvægari. Umbætur í kerfi Sameinuðu þjóðanna Í apríl síðastliðinn kynnti António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna SÞ 80 áætlunina (UN80 Initiative), átak sem miðar að því að bæta rekstrarhæfni SÞ, einfalda verklag, auka gegnsæi og færa ákvarðanatöku nær þeim sem vinna að markmiðum SÞ. Sérstök áhersla er lögð á móta skilvirkari, öflugari og aðgengilegri Sameinuðu þjóðir. Á næstu vikum munu leiðtogar ríkja Sameinuðu þjóðanna ræða helstu mál samtímans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, allt frá átökum, mannúðaraðstoð og loftlagsbreytingum til sjálfbærrar þróunar og umbóta í alþjóðakerfinu. Opinn umræðufundur Á þessum tímamótum stendur Félag Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum morgunverðarfundi í Norræna húsinu miðvikudagsmorguninn 10. september. Þar verður rýnt í sögu og framtíð Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn er vettvangur fyrir opna umræðu um fjölþjóðasamstarf og þátttöku Íslands í því. Rætt verður hvort tímabært sé að ráðast í róttækar umbætur innan Sameinuðu þjóðanna auk þess sem hugað verður að hlutverki Sameinuðu þjóðanna í tengslum við hnattrænar áskoranir á borð við loftlagsbreytingar, alþjóðlegt valdaójafnvægi og frið. Fundurinn sameinar sjónarhorn úr alþjóðastarfi, fræðasamfélagi og borgaralegu samfélagi. Fjórir sérfræðingar munu deila hugleiðingum sínum út frá: sögulegu samhengi, árangri í starfi, tækifærum á umbreytingatímum og framtíðarsýn. Að loknum örerindum mun fundarstjóri beina spurningum til sérfræðinga áður en opnað verður fyrir spurningar úr sal. Nú er ekki tíminn til að draga úr vægi Sameinuðu þjóðanna, heldur frekar að huga að mótun og möguleikum Sameinuðu þjóðanna til að verða enn öflugri. Þess vegna hvetjum við alla sem bera hag Íslands og alþjóðasamvinnu fyrir brjósti til að mæta og taka þátt í mikilvægu samtali um framtíð Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Íslands í þeirri framtíð. Húsið opnar kl. 8:45 með morgunhressingu og fundurinn hefst kl. 9:15. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Védís Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar fagna í ár 80 ára afmæli stofnsáttmálans. Í dag, þriðjudaginn 9. september, hefst áttugasta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) voru stofnaðar árið 1945, skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, með það að markmiði að stuðla að friði, mannréttindum og alþjóðlegri samvinnu, grunngildum sem skipta okkur öll máli. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru 193 auk tveggja áheyrnaþjóða en allar hafa þjóðirnar ólíka heimsýn og áherslur. Í áttatíu ár hafa Sameinuðu þjóðirnar starfað í umboði aðildaríkja að samstöðu og friði. Þær hafa verið tákn og vettvangur fyrir fjölþjóðasamvinnu, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Samvinna á slíkum grunni gerir Sameinuðu þjóðirnar að einum mikilvægasta vettvangi alþjóðamála. Áhrif Íslands Ísland hefur verið virkur aðili að Sameinuðu þjóðunum frá 1946 og beitt sér sérstaklega á sviðum mannréttinda, friðaruppbyggingar, jafnréttis- og umhverfismála. Þrátt fyrir að Íslendingar séu einungis lítið brot (0,005%) af heimsþjóðinni, þá á þjóðin jafnt atkvæði og aðrar þjóðir í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Slíkt fyrirkomulag kristallar það hversu nauðsynlegur vettvangur Sameinuðu þjóðirnar eru fyrir smáríki eins og Ísland. Þar höfum við og getum áfram skapað okkur sess sem málsvari mannréttinda og jafnréttis með því að beita okkur fyrir frið, virðingu fyrir alþjóðalögum og mannúð. Íslendingar eiga mikið undir þegar kemur að því að standa vörð um þessi gildi. Við getum ekki litið á alþjóðasamvinnu sem sjálfsagðan hlut; ávinningur smáríkja nýtist best í öflugu og traustu fjölþjóðlegu samstarfi. Nú þegar Sameinuðu þjóðirnar fagna áttræðisafmæli sínu, stendur alþjóðakerfið frammi fyrir vaxandi áskorunum: auknum átökum, hnignandi trausti á fjölþjóðastofnunum og áhrifum loftslagsbreytinga. Samtímis, mæta Sameinuðu þjóðirnar miklum niðurskurði í fjármögnun og kröfum um róttækar umbætur á rekstri. Þessar áskoranir eiga sér stað á tímum þegar fjölþjóðasamvinna hefur sjaldan verið mikilvægari. Umbætur í kerfi Sameinuðu þjóðanna Í apríl síðastliðinn kynnti António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna SÞ 80 áætlunina (UN80 Initiative), átak sem miðar að því að bæta rekstrarhæfni SÞ, einfalda verklag, auka gegnsæi og færa ákvarðanatöku nær þeim sem vinna að markmiðum SÞ. Sérstök áhersla er lögð á móta skilvirkari, öflugari og aðgengilegri Sameinuðu þjóðir. Á næstu vikum munu leiðtogar ríkja Sameinuðu þjóðanna ræða helstu mál samtímans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, allt frá átökum, mannúðaraðstoð og loftlagsbreytingum til sjálfbærrar þróunar og umbóta í alþjóðakerfinu. Opinn umræðufundur Á þessum tímamótum stendur Félag Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum morgunverðarfundi í Norræna húsinu miðvikudagsmorguninn 10. september. Þar verður rýnt í sögu og framtíð Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn er vettvangur fyrir opna umræðu um fjölþjóðasamstarf og þátttöku Íslands í því. Rætt verður hvort tímabært sé að ráðast í róttækar umbætur innan Sameinuðu þjóðanna auk þess sem hugað verður að hlutverki Sameinuðu þjóðanna í tengslum við hnattrænar áskoranir á borð við loftlagsbreytingar, alþjóðlegt valdaójafnvægi og frið. Fundurinn sameinar sjónarhorn úr alþjóðastarfi, fræðasamfélagi og borgaralegu samfélagi. Fjórir sérfræðingar munu deila hugleiðingum sínum út frá: sögulegu samhengi, árangri í starfi, tækifærum á umbreytingatímum og framtíðarsýn. Að loknum örerindum mun fundarstjóri beina spurningum til sérfræðinga áður en opnað verður fyrir spurningar úr sal. Nú er ekki tíminn til að draga úr vægi Sameinuðu þjóðanna, heldur frekar að huga að mótun og möguleikum Sameinuðu þjóðanna til að verða enn öflugri. Þess vegna hvetjum við alla sem bera hag Íslands og alþjóðasamvinnu fyrir brjósti til að mæta og taka þátt í mikilvægu samtali um framtíð Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Íslands í þeirri framtíð. Húsið opnar kl. 8:45 með morgunhressingu og fundurinn hefst kl. 9:15. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Védís Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun