Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 9. september 2025 10:32 Lélegir stjórnmálamenn á Íslandi stunda það að ráðast á þá sem ekki geta varið sig. Á Íslandi eins og í mörgum öðrum ríkjum í Evrópu er þetta fólk flóttamenn frá fátækum og stríðshrjáðum ríkjum eins og Afganistan, Súdan og fleiri ríkjum. Þetta fólk hefur engin áhrif á Íslandi, á ekki neitt og er fátækasta fólk sem finnst á Íslandi. Þetta á upptök sinn í rasisma, auk fasisma og nasisma sem er að koma fram aftur í Evrópu og Bandaríkjunum með öllum þeim hræðilegu afleiðingum sem þessum hugmyndafræðum fylgir. Það að stjórnmálamenn tali um þetta fólk eins og það sé vandamál er ekki eitthvað sem íslenskt samfélag ætti að samþykkja. Íslenskt samfélag þarf að hafna svona málflutningi frá upphafi til enda og hafna öllu sem standa að svona málflutningi gegn flóttafólki sem hefur rétt til þess að sækja um hæli á Íslandi samkvæmt alþjóðalögum Sameinuðu Þjóðanna. Lög um útlendinga á Íslandi eru núna ein ströngustu lög sem finnast á Norðurlöndunum. Þar sem þau gera fólki sem kemur utan EES og ESB nánast ómögulegt að flytjast til Íslands. Jafnvel fólk sem er fætt á Íslandi en foreldrar eru erlendir eða íslendingar sem áttu foreldra sem giftust útlendingi eru í stökustu vandræðum með að fá ríkisborgararétt á Íslandi og jafnvel leyfi til þess að búa á Íslandi. Aðstæður fólks eru mismunandi og ég get aðeins farið eftir fréttum um þau mál sem hafa komið upp. Öll af þessum málum eru á sinn hátt ömurleg og sýna fram á miskunnarleysi og stjórnskipulega aðför að þessu fólki sem getur ekki varið sig. Fyrir utan Úkraínumenn og síðan fólk frá Venúsela, þá eru flóttamenn sem koma til Íslands á ári innan við 1000 manns. Það eru rétt um 900 til 1000 manns sem bíða eftir svörum frá íslenskum stjórnvöldum um örlög þeirra. Flestir fá neitun og eru sendir aftur til fyrsta ríkis sem þeir komu til í Evrópu eða aftur til þess ríkis sem þeir komu frá. Skiptir þá engu að umrætt ríki sé undir stjórn fólks sem mun myrða viðkomandi við komuna eða fljótlega þar á eftir, ef viðkomandi tekst ekki að flýja á ný. Fólk frá Venúsela var með þau réttindi að það fékk sjálfkrafa réttindi til þess að vinna og búa á Íslandi. Eftir lyga herferð Miðflokksins og Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra var fólk frá Venúsela svipt þessum rétti sem það hefur ekki fengið aftur, þrátt fyrir að ekkert hafi breyst í Venúsela. Alla þessa tölfræði er að finna á vefsíðu Útlendingastofnunar á Ísland.is. Stærsti hópur útlendinga sem kemur til Íslands er fólk sem hefur rétt til þess að flytja til Íslands á grundvelli EES samningsins og kemur frá ríkjum Evrópusambandsins eða frá öðru Norrænu landi. Þetta fólk flytur til Íslands af ýmsum ástæðum en flestir koma til að vinna í ferðaþjónustu eða öðrum illa borguðum störfum sem Íslendingar almennt vilja ekki vinna í. Flest af þessu flytur til baka eða annara ríkja innan Evrópu eftir að það hættir að vinna á Íslandi. Mjög fáir sem flytja til Íslands til að vinna enda á því að búa varanlega á Íslandi. Fullyrðingar um að útlendingar leggist á Íslenska kerfið eru gjörsamlega úr lausu lofti og ætti að meðhöndla eins og hverja aðra lygi. Réttindi á Íslandi eru áunnin í hlutfalli við búsetu viðkomandi á Íslandi. Það tekur 40 ár að vinna sér inn full réttindi eftir að fólk flytur til Íslands. Þó svo að viðkomandi fái allt útborgað á Íslandi, sem er stundum tilfellið með ríkisborgara EES ríkja og ESB. Þá þýðir það ekki að íslenska ríkið sé að borga allt saman. Heimaríki viðkomandi borgar það sem upp á vantar eftir reikningi frá Íslenska ríkinu á grundvelli milliríkjasamninga. Fólk sem kemur til Íslands og sækir um stöðu flóttamanns er algjörlega réttindalaust á Íslandi á meðan mál þess er til meðferðar hjá íslenska ríkinu. Það hefur ekki leyfi til að vinna, á engin réttindi til örorku eða ellilífeyris, þar sem slík réttindi eru áunnin fyrir flóttamenn sem fá leyfi til þess að búa á Íslandi eins og aðra. Hinsvegar er frávísunarhlutfall flóttamanna Íslands í kringum 80 til 90%, flestir eru sendir aftur til Ítalíu eða Grikklands, sem er það ríki sem fólk kemur oftast fyrst til í Evrópu. Eftir að alræðisstjórnin í Sýrlandi féll þann 8. Desember 2024 hefur flóttamönnum sem koma til Evrópu fækkað mikið. Þar sem flestir flóttamenn sem komu til Evrópu voru frá Sýrlandi. Þessi þróun mun halda áfram eftir því sem ástandið verður betra í Sýrlandi og stöðugleiki eykst og uppbygging landsins byrjar. Þetta mun samt taka áratugi þangað til að ástandið verður gott í Sýrlandi og hefur tafist vegna árása Ísraels á Sýrlandi undanfarna mánuði, auk þess sem Ísrael hefur með ólögmætum hætti innlimað hluta af Sýrlandi inn í Ísrael og þannig komið af stað flóttamannastraumi innan Sýrlands sem hefur tafið uppbyggingu og stöðugleika innan Sýrlands. Öfgamenn blása til hræðslu herferða gegn þessum hópi fólks og öðrum útlendingum til þess að afla sér fylgis við sinn pólitíska málstað til þess að ná völdum og leggja niður lýðræðið. Þessi málstaður er hatur og ofbeldi. Hefur alltaf verið það og verður það alltaf. Það á að taka hart á slíku fólki, enda er þetta undanfari þess að fasistar og jafnvel nasistar reyni að taka yfir lýðræðisríki eins og hefur gerst í Bandaríkjunum og stefnir í að gerist fljótlega í Bretlandi til þess að reyna að leggja þau niður. Þegar fasistar og nasistar eru komnir með völd. Þá er ekki til nein friðsamleg leið til þess að losna við þá frá völdum. Það er greinilegt að núna á að reyna að taka yfir Íslandi af þessum fasistum með þessum áróðri. Þessu fólki á að hafna gjörsamlega og algjörlega. Ásamt öllum stjórnmálaflokkum sem boða slíka stefnu á Íslandi. Höfundur er rithöfundur sem er búsettur í Danmörku vegna stöðu húsnæðismála á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Skoðun Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lélegir stjórnmálamenn á Íslandi stunda það að ráðast á þá sem ekki geta varið sig. Á Íslandi eins og í mörgum öðrum ríkjum í Evrópu er þetta fólk flóttamenn frá fátækum og stríðshrjáðum ríkjum eins og Afganistan, Súdan og fleiri ríkjum. Þetta fólk hefur engin áhrif á Íslandi, á ekki neitt og er fátækasta fólk sem finnst á Íslandi. Þetta á upptök sinn í rasisma, auk fasisma og nasisma sem er að koma fram aftur í Evrópu og Bandaríkjunum með öllum þeim hræðilegu afleiðingum sem þessum hugmyndafræðum fylgir. Það að stjórnmálamenn tali um þetta fólk eins og það sé vandamál er ekki eitthvað sem íslenskt samfélag ætti að samþykkja. Íslenskt samfélag þarf að hafna svona málflutningi frá upphafi til enda og hafna öllu sem standa að svona málflutningi gegn flóttafólki sem hefur rétt til þess að sækja um hæli á Íslandi samkvæmt alþjóðalögum Sameinuðu Þjóðanna. Lög um útlendinga á Íslandi eru núna ein ströngustu lög sem finnast á Norðurlöndunum. Þar sem þau gera fólki sem kemur utan EES og ESB nánast ómögulegt að flytjast til Íslands. Jafnvel fólk sem er fætt á Íslandi en foreldrar eru erlendir eða íslendingar sem áttu foreldra sem giftust útlendingi eru í stökustu vandræðum með að fá ríkisborgararétt á Íslandi og jafnvel leyfi til þess að búa á Íslandi. Aðstæður fólks eru mismunandi og ég get aðeins farið eftir fréttum um þau mál sem hafa komið upp. Öll af þessum málum eru á sinn hátt ömurleg og sýna fram á miskunnarleysi og stjórnskipulega aðför að þessu fólki sem getur ekki varið sig. Fyrir utan Úkraínumenn og síðan fólk frá Venúsela, þá eru flóttamenn sem koma til Íslands á ári innan við 1000 manns. Það eru rétt um 900 til 1000 manns sem bíða eftir svörum frá íslenskum stjórnvöldum um örlög þeirra. Flestir fá neitun og eru sendir aftur til fyrsta ríkis sem þeir komu til í Evrópu eða aftur til þess ríkis sem þeir komu frá. Skiptir þá engu að umrætt ríki sé undir stjórn fólks sem mun myrða viðkomandi við komuna eða fljótlega þar á eftir, ef viðkomandi tekst ekki að flýja á ný. Fólk frá Venúsela var með þau réttindi að það fékk sjálfkrafa réttindi til þess að vinna og búa á Íslandi. Eftir lyga herferð Miðflokksins og Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra var fólk frá Venúsela svipt þessum rétti sem það hefur ekki fengið aftur, þrátt fyrir að ekkert hafi breyst í Venúsela. Alla þessa tölfræði er að finna á vefsíðu Útlendingastofnunar á Ísland.is. Stærsti hópur útlendinga sem kemur til Íslands er fólk sem hefur rétt til þess að flytja til Íslands á grundvelli EES samningsins og kemur frá ríkjum Evrópusambandsins eða frá öðru Norrænu landi. Þetta fólk flytur til Íslands af ýmsum ástæðum en flestir koma til að vinna í ferðaþjónustu eða öðrum illa borguðum störfum sem Íslendingar almennt vilja ekki vinna í. Flest af þessu flytur til baka eða annara ríkja innan Evrópu eftir að það hættir að vinna á Íslandi. Mjög fáir sem flytja til Íslands til að vinna enda á því að búa varanlega á Íslandi. Fullyrðingar um að útlendingar leggist á Íslenska kerfið eru gjörsamlega úr lausu lofti og ætti að meðhöndla eins og hverja aðra lygi. Réttindi á Íslandi eru áunnin í hlutfalli við búsetu viðkomandi á Íslandi. Það tekur 40 ár að vinna sér inn full réttindi eftir að fólk flytur til Íslands. Þó svo að viðkomandi fái allt útborgað á Íslandi, sem er stundum tilfellið með ríkisborgara EES ríkja og ESB. Þá þýðir það ekki að íslenska ríkið sé að borga allt saman. Heimaríki viðkomandi borgar það sem upp á vantar eftir reikningi frá Íslenska ríkinu á grundvelli milliríkjasamninga. Fólk sem kemur til Íslands og sækir um stöðu flóttamanns er algjörlega réttindalaust á Íslandi á meðan mál þess er til meðferðar hjá íslenska ríkinu. Það hefur ekki leyfi til að vinna, á engin réttindi til örorku eða ellilífeyris, þar sem slík réttindi eru áunnin fyrir flóttamenn sem fá leyfi til þess að búa á Íslandi eins og aðra. Hinsvegar er frávísunarhlutfall flóttamanna Íslands í kringum 80 til 90%, flestir eru sendir aftur til Ítalíu eða Grikklands, sem er það ríki sem fólk kemur oftast fyrst til í Evrópu. Eftir að alræðisstjórnin í Sýrlandi féll þann 8. Desember 2024 hefur flóttamönnum sem koma til Evrópu fækkað mikið. Þar sem flestir flóttamenn sem komu til Evrópu voru frá Sýrlandi. Þessi þróun mun halda áfram eftir því sem ástandið verður betra í Sýrlandi og stöðugleiki eykst og uppbygging landsins byrjar. Þetta mun samt taka áratugi þangað til að ástandið verður gott í Sýrlandi og hefur tafist vegna árása Ísraels á Sýrlandi undanfarna mánuði, auk þess sem Ísrael hefur með ólögmætum hætti innlimað hluta af Sýrlandi inn í Ísrael og þannig komið af stað flóttamannastraumi innan Sýrlands sem hefur tafið uppbyggingu og stöðugleika innan Sýrlands. Öfgamenn blása til hræðslu herferða gegn þessum hópi fólks og öðrum útlendingum til þess að afla sér fylgis við sinn pólitíska málstað til þess að ná völdum og leggja niður lýðræðið. Þessi málstaður er hatur og ofbeldi. Hefur alltaf verið það og verður það alltaf. Það á að taka hart á slíku fólki, enda er þetta undanfari þess að fasistar og jafnvel nasistar reyni að taka yfir lýðræðisríki eins og hefur gerst í Bandaríkjunum og stefnir í að gerist fljótlega í Bretlandi til þess að reyna að leggja þau niður. Þegar fasistar og nasistar eru komnir með völd. Þá er ekki til nein friðsamleg leið til þess að losna við þá frá völdum. Það er greinilegt að núna á að reyna að taka yfir Íslandi af þessum fasistum með þessum áróðri. Þessu fólki á að hafna gjörsamlega og algjörlega. Ásamt öllum stjórnmálaflokkum sem boða slíka stefnu á Íslandi. Höfundur er rithöfundur sem er búsettur í Danmörku vegna stöðu húsnæðismála á Íslandi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun