Síminn má dreifa efni Sýnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. september 2025 12:39 Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Anton Brink Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. Í ágúst komst Fjarskiptastofa að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn sé skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni inn á lokað kerfi Símans. Sýn mótmælti þeirri niðurstöðu og vísaði málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála. Í fréttatilkynningu frá Símanum segir að úrskurðanefndin hafni kröfu Sýnar. Áskrifendur Símans geta því áfram keypt pakka hjá Símanum sem veita aðgang að línulegu íþróttaefni Sýnar ásamt því að horfa á línulega dagskrá á sjónvarpsstöð Sýnar. Hins vegar verður ekki hægt að horfa á streymisveitum SÝN+ og Viaplay eða ólínulegu efni frá Sýn Sport. „Áhorfendur í nútímasamfélagi vilja hafa val um hvar þeir nálgast sínar útsendingar. Í takt við áherslur um aðgengi og þægindi neytenda voru útsendingar enska boltans aðgengilegar á dreifikerfi Sýnar þegar Síminn hélt á sýningarréttinum. Úrskurður nefndarinnar, sem staðfestir ákvörðun Fjarskiptastofu, er því mikilvægur áfangi bæði fyrir Símann og neytendur,“ er haft eftir Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans í tilkynningunni. Fjarskiptastofa hefur til 1. desember til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Síminn Fjarskipti Enski boltinn Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Í ágúst komst Fjarskiptastofa að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn sé skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni inn á lokað kerfi Símans. Sýn mótmælti þeirri niðurstöðu og vísaði málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála. Í fréttatilkynningu frá Símanum segir að úrskurðanefndin hafni kröfu Sýnar. Áskrifendur Símans geta því áfram keypt pakka hjá Símanum sem veita aðgang að línulegu íþróttaefni Sýnar ásamt því að horfa á línulega dagskrá á sjónvarpsstöð Sýnar. Hins vegar verður ekki hægt að horfa á streymisveitum SÝN+ og Viaplay eða ólínulegu efni frá Sýn Sport. „Áhorfendur í nútímasamfélagi vilja hafa val um hvar þeir nálgast sínar útsendingar. Í takt við áherslur um aðgengi og þægindi neytenda voru útsendingar enska boltans aðgengilegar á dreifikerfi Sýnar þegar Síminn hélt á sýningarréttinum. Úrskurður nefndarinnar, sem staðfestir ákvörðun Fjarskiptastofu, er því mikilvægur áfangi bæði fyrir Símann og neytendur,“ er haft eftir Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans í tilkynningunni. Fjarskiptastofa hefur til 1. desember til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Síminn Fjarskipti Enski boltinn Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira