Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar 5. september 2025 12:01 Íslenska ríkið er að útiloka íslenska framleiðendur frá eigin markaði á hæpnum forsendum svo ekki sé fastar að orði kveðið og um það fjallaði Kastljós 2. september sl. HúsheildHyrna ehf framleiðir á Norðurlandi gæðaglugga og hurðir í samræmi við evrópskar kröfur og reglur. Fyrirtækið vill CE-merkja vörur sínar – rétt eins og lög krefjast, til að geta tekið þátt í verkefnum þar sem slíkra merkinga er krafist. Á landinu er til einn prófunarklefi til að gæðavotta glugga. Niðurstöður sem þaðan koma eru ekki viðurkenndar af stjórnkerfinu þótt klefinn og mælingar standist allan samanburð og vörur HúsheildarHyrnu staðist allar prófanir og langt umfram þess sem krafist er. Þeir geta því ekki auglýsvörur sínar án þess að brjóta lög. Ríkisstofnanir neita að nota vöruna af því hún hefur ekki CE stimpil. Stimpilinn vantar á vöruna en ekki vegna þess að varan uppfylli ekki kröfur, heldur af því að ríkið býður enga vottun, enga prófun, enga lausn til að hægt sé að uppfylla kröfur sama ríkisvalds. Á meðan geta samkeppnisaðilar erlendis frá flutt flutt inn vörur með CE-merki en enginn getur í raun staðfest gæði þess sem flutt er inn því sú vara er ekki prófuð hér á landi. Misserum saman hefur verið óskað eftir því að stjórnkerfið viðurkenni þessar mælingar eða komi sjálft upp klefa sem kerfið tekur þá mark á. Engu hefur verið svarað og á meðan geta íslenskir framleiðendur ekki keppt við innflutta framleiðslu. Það er í raun með ólíkindum að íslenskur iðnaður mæti slíkum afgangi hjá stjórnkerfinu og stjórnvöldum Þetta er kerfisbundin mismunun gegn íslenskum fyrirtækjum. Og hlýtur það að teljast gríðarlega alvarlegt mál. Ríkið getur ekki falið sig lengur bak við að „verið sé að vinna í málinu“. Þetta mál hefur legið á borðum stjórnvalda í langan tíma. Á þetta hefur verið bent í skýrslum, frá atvinnulífinu, og nú opinberað í ríkissjónvarpinu. Hvað meira þarf til? HúsheildHyrna ehf og framleiðslustjóri fyrirtækisins í gluggum og hurðum, Eiríkur Guðberg Guðmundsson, hefur sýnt mikla þrautseigju í málinu á undanförnum misserum. En nú virðist þolinmæði þrotin. Hversu miklum skaða ætla embættismenn á íslandi að valda íslenskri framleiðslu? Fyrirtækið óskar einskis annars en réttar síns til að starfa án hafta og skemmdarverka af hendi ríkisins. Ekki er verið að biðja um fyrirgreiðslu. Það er verið að biðla til ríkisins um að framleiðendur geti starfað eftir reglum sem ríkið sjálft innleiddi. Það er ekki of mikið að biðja um. Stjórnvöld verða að taka á þessu máli strax. Hvernig getur CE-merking verið skylda, ef engin leið er til að uppfylla hana innanlands? Hversu lengi ætla stjórnvöld að láta íslenskan iðnað blæða vegna eigin aðgerðaleysis? Ef Ísland vill kalla sig iðnríki, þá verður það að standa með eigin framleiðendum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið er að útiloka íslenska framleiðendur frá eigin markaði á hæpnum forsendum svo ekki sé fastar að orði kveðið og um það fjallaði Kastljós 2. september sl. HúsheildHyrna ehf framleiðir á Norðurlandi gæðaglugga og hurðir í samræmi við evrópskar kröfur og reglur. Fyrirtækið vill CE-merkja vörur sínar – rétt eins og lög krefjast, til að geta tekið þátt í verkefnum þar sem slíkra merkinga er krafist. Á landinu er til einn prófunarklefi til að gæðavotta glugga. Niðurstöður sem þaðan koma eru ekki viðurkenndar af stjórnkerfinu þótt klefinn og mælingar standist allan samanburð og vörur HúsheildarHyrnu staðist allar prófanir og langt umfram þess sem krafist er. Þeir geta því ekki auglýsvörur sínar án þess að brjóta lög. Ríkisstofnanir neita að nota vöruna af því hún hefur ekki CE stimpil. Stimpilinn vantar á vöruna en ekki vegna þess að varan uppfylli ekki kröfur, heldur af því að ríkið býður enga vottun, enga prófun, enga lausn til að hægt sé að uppfylla kröfur sama ríkisvalds. Á meðan geta samkeppnisaðilar erlendis frá flutt flutt inn vörur með CE-merki en enginn getur í raun staðfest gæði þess sem flutt er inn því sú vara er ekki prófuð hér á landi. Misserum saman hefur verið óskað eftir því að stjórnkerfið viðurkenni þessar mælingar eða komi sjálft upp klefa sem kerfið tekur þá mark á. Engu hefur verið svarað og á meðan geta íslenskir framleiðendur ekki keppt við innflutta framleiðslu. Það er í raun með ólíkindum að íslenskur iðnaður mæti slíkum afgangi hjá stjórnkerfinu og stjórnvöldum Þetta er kerfisbundin mismunun gegn íslenskum fyrirtækjum. Og hlýtur það að teljast gríðarlega alvarlegt mál. Ríkið getur ekki falið sig lengur bak við að „verið sé að vinna í málinu“. Þetta mál hefur legið á borðum stjórnvalda í langan tíma. Á þetta hefur verið bent í skýrslum, frá atvinnulífinu, og nú opinberað í ríkissjónvarpinu. Hvað meira þarf til? HúsheildHyrna ehf og framleiðslustjóri fyrirtækisins í gluggum og hurðum, Eiríkur Guðberg Guðmundsson, hefur sýnt mikla þrautseigju í málinu á undanförnum misserum. En nú virðist þolinmæði þrotin. Hversu miklum skaða ætla embættismenn á íslandi að valda íslenskri framleiðslu? Fyrirtækið óskar einskis annars en réttar síns til að starfa án hafta og skemmdarverka af hendi ríkisins. Ekki er verið að biðja um fyrirgreiðslu. Það er verið að biðla til ríkisins um að framleiðendur geti starfað eftir reglum sem ríkið sjálft innleiddi. Það er ekki of mikið að biðja um. Stjórnvöld verða að taka á þessu máli strax. Hvernig getur CE-merking verið skylda, ef engin leið er til að uppfylla hana innanlands? Hversu lengi ætla stjórnvöld að láta íslenskan iðnað blæða vegna eigin aðgerðaleysis? Ef Ísland vill kalla sig iðnríki, þá verður það að standa með eigin framleiðendum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun