Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar 4. september 2025 15:29 Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um ákveðinn minnihlutahóp. minn minnihlutahóp. Ég er sár og svekktur að við skulum ennþá vera á þessum stað. Ég hef tekið eftir því að fólk skrifar í reiði frá báðum áttum með alskonar skoðanir. Það er bara þannig að það gengur ekki. Þegar fólk talar saman í reiði og hroka, þá meðtekur maður ekki þær upplýsingar sem hinn einstaklingurinn vil deila. Þess vegna vil ég benda á að ALLIR, skulu bera virðingu fyrir skoðunum annara og taki tillits til fólks. Skoðanir eru alskonar. Ég er búinn að lesa mikið af kommentakerfum og miðlum og heyra endalausar skoðanir en hef tekið eftir því að í þeim flestum er fólk reitt, með hroka og jafnvel dónalegt. Meirasegja hinseginfólk sjálft. Ég sem trans strákur skil hundrað prósent þessa reiði og ég er afskaplega þakklátur fyrir allan stuðningin frá þeim sem hafa staðið upp fyrir mínu litla samfélagi. Hinsvegar vil ég biðja ykkur öll bæði sem eru að stiðja okkur og þeir sem ekki, að tala fallega og rólega. Það er óþarfi að kasta á milli ljótum orðum og það hjálpar ekki neinum. Sérstaklega ef við hinsegin fólk erum að tala með hroka og nota ljót orð, þá gæti það verið notað gegn okkur og fólk sem styður okkur ekki gæti málað okkur sem dóna. Snorri másson deildi sínum skoðunum. Ég er skil hvert hann er að fara að hlutatil, þetta með að maður sé talinn hómófóbískur fyrir að spurja spurninga eða nota óvart vitlaust fornafn. Ég er sammála að því að svo lengi sem fólk spyr fallega og út frá forvitni og fræðslu, ætti maður ekki að vera móðgaður. Við hinseginfólk eigum ekki að vera móðguð eða saka einstaklinginn um fordóma þegar fólk er að spurja upp á skilning. Sumir hinsegin einstaklingar taka því illa og svara síðan með hroka en það í rauninni eiðileggur svolítið okkar orðspor. Hinsvegar ef þetta eru beinar ljótar , fordómafullar og móðgandi spurningar, þá er í lagi að segja að þessi spurning hafi sárnað, en passa samt upp á orðanotkun og framkomu. Annars er ég alls ekki sammála að honum Snorra og finnst hann vera að bulla upp í loftið. AUÐVITAÐ má fólk hafa sínar skoðanir á hlutunum, hinsvegar er tilvera hóps í samfélagi ekki skoðun heldur staðreynd. Mín tilvera sem trans strákur er ekki „hugmyndafræði“ heldur staðreynd. Ég er strákur og hef alltaf verið. Mér var úthlutað kyneinkenni stelpu við fæðingu, ólst upp sem stelpa en áttaði mig á því að það var bara ekki ég. Ég var 12 ára þegar ég komst að þessu. Að búa í samfélagi með svona miklu hatri er erfitt og þá sérstaklega í þessari stöðu. Ég og mínir jafnaldrar fengum litla sem enga fræðslu um að vera trans í grunnskóla sem leiddi til þess að enginn skildi neitt og var því með fordóma gagnvart mér og öðrum sem eru eins og ég. Hinsegin fræðsla,kynfræðsla og jafnvel kynjafræði er einhvað sem þarf að vera kennt í grunnskólum. Það er engin spurning. Að kenna börnum ungum og útskýra fyrir þeim að fólk er allskonar, minnkar líkur á fordómum og hatri eftir því sem þau eldast. Í vor fór ég í viðtal við vísi og ísland í dag og deildi minni reynslu sem trans strákur á unglingsárum. Ég hef fengið alskonar móttökur við því bæði stuðning og hatur en sem betur fer meira jákvætt en neikvætt. Ég hef líka heyrt að ég hef náð að pota í öxlina á fólki sem hafði ekki skilning á þessum málum og geta loksins skilið hvernig ég upplifi sjálfann mig og heiminn. Þar sjáum við að með því að tala rólega og útskýra er lykillinn af skylningi. Fordómar koma frá fáfræði og það er staðreynd. Minn helsti punktur hér er að við þurfum öll að bera virðingu fyrir öllum. Ekki skjóta neinar skoðanir niður með dónaskap eða ráðast á einstaklinginn. Plís. Ég held að allir hefðu smá gott af því að setjast niður með kaffibolla og smákökur og ræða málin rólega. Það er allt í lagi að hafa öðruvísi skoðanir. Mér er allveg sama ef þér líkar ekki við mig útaf minni kynvitund og kyntjáningu svo lengi sem þú ert ekki að hrauna þeirri skoðun yfir mig og aðra. Ef þín skoðun er að ég muni aldrei verða „alvöru strákur“ þá bara ókei en ég vil ekki fá að heyra það því að þú hefur rangt fyrir þér. Komdu þá allavega með góð rök. Svo lengi sem mitt fólk er virt og notuð séu rétt fornöfn á þau, er mér alveg sama hvað er í gangi í kollinum þínum. Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá ekki segja neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um ákveðinn minnihlutahóp. minn minnihlutahóp. Ég er sár og svekktur að við skulum ennþá vera á þessum stað. Ég hef tekið eftir því að fólk skrifar í reiði frá báðum áttum með alskonar skoðanir. Það er bara þannig að það gengur ekki. Þegar fólk talar saman í reiði og hroka, þá meðtekur maður ekki þær upplýsingar sem hinn einstaklingurinn vil deila. Þess vegna vil ég benda á að ALLIR, skulu bera virðingu fyrir skoðunum annara og taki tillits til fólks. Skoðanir eru alskonar. Ég er búinn að lesa mikið af kommentakerfum og miðlum og heyra endalausar skoðanir en hef tekið eftir því að í þeim flestum er fólk reitt, með hroka og jafnvel dónalegt. Meirasegja hinseginfólk sjálft. Ég sem trans strákur skil hundrað prósent þessa reiði og ég er afskaplega þakklátur fyrir allan stuðningin frá þeim sem hafa staðið upp fyrir mínu litla samfélagi. Hinsvegar vil ég biðja ykkur öll bæði sem eru að stiðja okkur og þeir sem ekki, að tala fallega og rólega. Það er óþarfi að kasta á milli ljótum orðum og það hjálpar ekki neinum. Sérstaklega ef við hinsegin fólk erum að tala með hroka og nota ljót orð, þá gæti það verið notað gegn okkur og fólk sem styður okkur ekki gæti málað okkur sem dóna. Snorri másson deildi sínum skoðunum. Ég er skil hvert hann er að fara að hlutatil, þetta með að maður sé talinn hómófóbískur fyrir að spurja spurninga eða nota óvart vitlaust fornafn. Ég er sammála að því að svo lengi sem fólk spyr fallega og út frá forvitni og fræðslu, ætti maður ekki að vera móðgaður. Við hinseginfólk eigum ekki að vera móðguð eða saka einstaklinginn um fordóma þegar fólk er að spurja upp á skilning. Sumir hinsegin einstaklingar taka því illa og svara síðan með hroka en það í rauninni eiðileggur svolítið okkar orðspor. Hinsvegar ef þetta eru beinar ljótar , fordómafullar og móðgandi spurningar, þá er í lagi að segja að þessi spurning hafi sárnað, en passa samt upp á orðanotkun og framkomu. Annars er ég alls ekki sammála að honum Snorra og finnst hann vera að bulla upp í loftið. AUÐVITAÐ má fólk hafa sínar skoðanir á hlutunum, hinsvegar er tilvera hóps í samfélagi ekki skoðun heldur staðreynd. Mín tilvera sem trans strákur er ekki „hugmyndafræði“ heldur staðreynd. Ég er strákur og hef alltaf verið. Mér var úthlutað kyneinkenni stelpu við fæðingu, ólst upp sem stelpa en áttaði mig á því að það var bara ekki ég. Ég var 12 ára þegar ég komst að þessu. Að búa í samfélagi með svona miklu hatri er erfitt og þá sérstaklega í þessari stöðu. Ég og mínir jafnaldrar fengum litla sem enga fræðslu um að vera trans í grunnskóla sem leiddi til þess að enginn skildi neitt og var því með fordóma gagnvart mér og öðrum sem eru eins og ég. Hinsegin fræðsla,kynfræðsla og jafnvel kynjafræði er einhvað sem þarf að vera kennt í grunnskólum. Það er engin spurning. Að kenna börnum ungum og útskýra fyrir þeim að fólk er allskonar, minnkar líkur á fordómum og hatri eftir því sem þau eldast. Í vor fór ég í viðtal við vísi og ísland í dag og deildi minni reynslu sem trans strákur á unglingsárum. Ég hef fengið alskonar móttökur við því bæði stuðning og hatur en sem betur fer meira jákvætt en neikvætt. Ég hef líka heyrt að ég hef náð að pota í öxlina á fólki sem hafði ekki skilning á þessum málum og geta loksins skilið hvernig ég upplifi sjálfann mig og heiminn. Þar sjáum við að með því að tala rólega og útskýra er lykillinn af skylningi. Fordómar koma frá fáfræði og það er staðreynd. Minn helsti punktur hér er að við þurfum öll að bera virðingu fyrir öllum. Ekki skjóta neinar skoðanir niður með dónaskap eða ráðast á einstaklinginn. Plís. Ég held að allir hefðu smá gott af því að setjast niður með kaffibolla og smákökur og ræða málin rólega. Það er allt í lagi að hafa öðruvísi skoðanir. Mér er allveg sama ef þér líkar ekki við mig útaf minni kynvitund og kyntjáningu svo lengi sem þú ert ekki að hrauna þeirri skoðun yfir mig og aðra. Ef þín skoðun er að ég muni aldrei verða „alvöru strákur“ þá bara ókei en ég vil ekki fá að heyra það því að þú hefur rangt fyrir þér. Komdu þá allavega með góð rök. Svo lengi sem mitt fólk er virt og notuð séu rétt fornöfn á þau, er mér alveg sama hvað er í gangi í kollinum þínum. Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá ekki segja neitt.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun