Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. september 2025 12:00 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum tilkynntu á föstudag að fiskvinnslu í bænum yrði lokað til að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári og að fimmtíu manns muni missa vinnuna vegna þessa. Þá sagði Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að uppsagnirnar kæmu ekki á óvart. Veiðigjöldin kæmu ofan á hækkun margra kostnaðarliða og óvissu á mörkuðum. Hækkun veiðigjalda var samþykkt eftir mikil átök á þingi í sumar. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir það aldrei góðar fréttir þegar fólk missi vinnuna, útskýringar forsvarsmanna sjávarútvegsins um áhrif veiðigjalda í þeim efnum standist hinsvegar ekki. „Ég get nú kannski ekki alveg fyllilega séð hvert þeir eru að fara með því. Ég held það sé rétt að halda því til haga í fyrsta lagi að þessi fyrirtæki eru rekin til þess að skila hagnaði og hagræðing hefur einkennt íslenskan sjávarútveg mjög lengi.“ Dregið hafi úr fjölda fólks sem vinni í sjávarútvegi undanfarin ár í takti við tækniþróun, sem sé ekki ný af nálinni. „Og það sem hvetur fyrirtækin til þessarar hagræðingar er hagnaðarhvati og áhrif veiðigjaldanna þar á í ljósi þess að þau eru einhver sneið þar af er auðvitað einhver en að tengja þetta við veiðigjöldin sérstaklega er algjörlega úr takti við söguna.“ Hann segir ríkisstjórnina munu fylgjast vel með stöðunni í geiranum á næstunni. „Það eru aldrei góðar fréttir að fólk missi vinnuna og síst af öllu úti á landi. Við fylgjumst með þeirri þróun en það er viðvarandi verkefni að finna ný tækifæri og ekki síst í samfélögum úti á landi. Þar er kannski helst þar sem við fylgjumst með. Því eins og ég sagði áðan er þetta ekki í fyrsta skipti sem fólki er sagt upp hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, það er raunar saga okkar sjávarútvegskerfis að við höfum stöðugt þurft færra fólk ár eftir ár og þetta er viðvarandi verkefni.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Tengdar fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum tilkynntu á föstudag að fiskvinnslu í bænum yrði lokað til að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári og að fimmtíu manns muni missa vinnuna vegna þessa. Þá sagði Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að uppsagnirnar kæmu ekki á óvart. Veiðigjöldin kæmu ofan á hækkun margra kostnaðarliða og óvissu á mörkuðum. Hækkun veiðigjalda var samþykkt eftir mikil átök á þingi í sumar. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir það aldrei góðar fréttir þegar fólk missi vinnuna, útskýringar forsvarsmanna sjávarútvegsins um áhrif veiðigjalda í þeim efnum standist hinsvegar ekki. „Ég get nú kannski ekki alveg fyllilega séð hvert þeir eru að fara með því. Ég held það sé rétt að halda því til haga í fyrsta lagi að þessi fyrirtæki eru rekin til þess að skila hagnaði og hagræðing hefur einkennt íslenskan sjávarútveg mjög lengi.“ Dregið hafi úr fjölda fólks sem vinni í sjávarútvegi undanfarin ár í takti við tækniþróun, sem sé ekki ný af nálinni. „Og það sem hvetur fyrirtækin til þessarar hagræðingar er hagnaðarhvati og áhrif veiðigjaldanna þar á í ljósi þess að þau eru einhver sneið þar af er auðvitað einhver en að tengja þetta við veiðigjöldin sérstaklega er algjörlega úr takti við söguna.“ Hann segir ríkisstjórnina munu fylgjast vel með stöðunni í geiranum á næstunni. „Það eru aldrei góðar fréttir að fólk missi vinnuna og síst af öllu úti á landi. Við fylgjumst með þeirri þróun en það er viðvarandi verkefni að finna ný tækifæri og ekki síst í samfélögum úti á landi. Þar er kannski helst þar sem við fylgjumst með. Því eins og ég sagði áðan er þetta ekki í fyrsta skipti sem fólki er sagt upp hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, það er raunar saga okkar sjávarútvegskerfis að við höfum stöðugt þurft færra fólk ár eftir ár og þetta er viðvarandi verkefni.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Tengdar fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50