Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. september 2025 12:00 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum tilkynntu á föstudag að fiskvinnslu í bænum yrði lokað til að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári og að fimmtíu manns muni missa vinnuna vegna þessa. Þá sagði Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að uppsagnirnar kæmu ekki á óvart. Veiðigjöldin kæmu ofan á hækkun margra kostnaðarliða og óvissu á mörkuðum. Hækkun veiðigjalda var samþykkt eftir mikil átök á þingi í sumar. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir það aldrei góðar fréttir þegar fólk missi vinnuna, útskýringar forsvarsmanna sjávarútvegsins um áhrif veiðigjalda í þeim efnum standist hinsvegar ekki. „Ég get nú kannski ekki alveg fyllilega séð hvert þeir eru að fara með því. Ég held það sé rétt að halda því til haga í fyrsta lagi að þessi fyrirtæki eru rekin til þess að skila hagnaði og hagræðing hefur einkennt íslenskan sjávarútveg mjög lengi.“ Dregið hafi úr fjölda fólks sem vinni í sjávarútvegi undanfarin ár í takti við tækniþróun, sem sé ekki ný af nálinni. „Og það sem hvetur fyrirtækin til þessarar hagræðingar er hagnaðarhvati og áhrif veiðigjaldanna þar á í ljósi þess að þau eru einhver sneið þar af er auðvitað einhver en að tengja þetta við veiðigjöldin sérstaklega er algjörlega úr takti við söguna.“ Hann segir ríkisstjórnina munu fylgjast vel með stöðunni í geiranum á næstunni. „Það eru aldrei góðar fréttir að fólk missi vinnuna og síst af öllu úti á landi. Við fylgjumst með þeirri þróun en það er viðvarandi verkefni að finna ný tækifæri og ekki síst í samfélögum úti á landi. Þar er kannski helst þar sem við fylgjumst með. Því eins og ég sagði áðan er þetta ekki í fyrsta skipti sem fólki er sagt upp hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, það er raunar saga okkar sjávarútvegskerfis að við höfum stöðugt þurft færra fólk ár eftir ár og þetta er viðvarandi verkefni.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Tengdar fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum tilkynntu á föstudag að fiskvinnslu í bænum yrði lokað til að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári og að fimmtíu manns muni missa vinnuna vegna þessa. Þá sagði Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að uppsagnirnar kæmu ekki á óvart. Veiðigjöldin kæmu ofan á hækkun margra kostnaðarliða og óvissu á mörkuðum. Hækkun veiðigjalda var samþykkt eftir mikil átök á þingi í sumar. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir það aldrei góðar fréttir þegar fólk missi vinnuna, útskýringar forsvarsmanna sjávarútvegsins um áhrif veiðigjalda í þeim efnum standist hinsvegar ekki. „Ég get nú kannski ekki alveg fyllilega séð hvert þeir eru að fara með því. Ég held það sé rétt að halda því til haga í fyrsta lagi að þessi fyrirtæki eru rekin til þess að skila hagnaði og hagræðing hefur einkennt íslenskan sjávarútveg mjög lengi.“ Dregið hafi úr fjölda fólks sem vinni í sjávarútvegi undanfarin ár í takti við tækniþróun, sem sé ekki ný af nálinni. „Og það sem hvetur fyrirtækin til þessarar hagræðingar er hagnaðarhvati og áhrif veiðigjaldanna þar á í ljósi þess að þau eru einhver sneið þar af er auðvitað einhver en að tengja þetta við veiðigjöldin sérstaklega er algjörlega úr takti við söguna.“ Hann segir ríkisstjórnina munu fylgjast vel með stöðunni í geiranum á næstunni. „Það eru aldrei góðar fréttir að fólk missi vinnuna og síst af öllu úti á landi. Við fylgjumst með þeirri þróun en það er viðvarandi verkefni að finna ný tækifæri og ekki síst í samfélögum úti á landi. Þar er kannski helst þar sem við fylgjumst með. Því eins og ég sagði áðan er þetta ekki í fyrsta skipti sem fólki er sagt upp hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, það er raunar saga okkar sjávarútvegskerfis að við höfum stöðugt þurft færra fólk ár eftir ár og þetta er viðvarandi verkefni.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Tengdar fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50