Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar 1. september 2025 07:46 Ég fékk nýlega þær þungbæru fréttir að Bríet Irma, ung kona sem ég þekkti, hefði tekið eigið líf. Ég setti stuttan minningarstatus. Svo fór að rigna inn sögum. Fjörutíu og ein ítarleg frásögn um bið og loknar dyr. Yfir hundrað skilaboð frá fólki sem þorir ekki að leita sér hjálpar af ótta við fordóma hjá sama kerfi og það þarf á að halda. Ég taldi mig þekkja vandann. Ég er samt í sjokki. Þetta snýst ekki um tölur. Þetta snýst um fólk með drauma og fjölskyldur. Foreldra sem halda heimili saman. Ungmenni sem leita leiðar. Aðstandendur sem standa vaktina og brenna út. Á bak við hverja línu í töflu er manneskja með nafn. Nú spyr ég ykkur sem manneskjur áður en þið eruð ráðherrar, stjórnendur eða sérfræðingar. Finnst ykkur þetta í lagi. Fordómar kosta líf og traust Fólk skrifar mér að það þori ekki að biðja um hjálp. Ótti við stimpil. Ótti við að verða merkt sem vandamál. Á meðan bíður lífið. Finnst ykkur þetta í lagi. Fjárfesting sem sparar Snemmtæk þjónusta sparar líf og sparar fé. Færri bráðar innlagnir. Minni tími á bráðamóttöku. Færri útköll. Færri fangelsisdaga. Minna framleiðnitap. Minni byrði á aðstandendum. Þetta er ekki slagorð heldur skynsemi. Finnst ykkur í lagi að bíða eftir skaðanum í stað þess að grípa inn fyrr. Fimm svör sem ég óska eftir Hver er raunbið í dag eftir fyrstu þjónustu hjá heilsugæslu og sérhæfðri geðþjónustu og hvernig er hún mæld Hvað tekur langan tíma að komast í greiningu og fyrstu meðferð ef viðkomandi hefur engin fjárráð og hvar er lifandi leið inn Hver ber framkvæmdarábyrgð á því að stytta bráða bið næstu þrjátíu daga hjá börnum og fullorðnum með nafni og símanúmeri Hvaða þrjár aðgerðir fara í gang strax í dag til að koma í veg fyrir endurteknar bráðakomur án eftirfylgdar Hvenær og hvernig birtist regluleg, opinber uppfærsla á biðtíma, úrræðum og árangri á einum stað sem allir skilja Ef kerfið er í lagi má svara þessu strax. Ef kerfið er ekki í lagi þarf að segja það hreint út og laga það núna. Hvað þarf að gerast strax í dag Opna samfellda bráða leið í þjónustu sem virkar utan skrifstofutíma Tryggja tímabundna fagþjónustu án greiðslu fyrir fólk með litla eða enga greiðslugetu Setja stutt, markviss stuðningsviðtöl með skýrri eftirfylgd í heilsugæslu Bjóða skjót ráðgjafasamtöl fyrir aðstandendur með skýra leið inn í kerfið Virkja samstarf við félagasamtök sem geta mætt fólki strax Ég skrifa sem manneskja með ADHD og reynslu af kerfinu. Ég fékk greiningu seint og greiddi sjálfur fyrir mat. Ég á fólk sem styður mig. Ekki allir hafa þann stuðning. Þess vegna þarf þjónusta sem tekur á móti án stimplunar. Ég er að stofna Strax í dag. Grasrót sem krefst virkrar þjónustu, gagnsæis og samráðs. Ég auglýsi kynningarfund fljótlega. En aðalatriðið er að fá svör og sjá aðgerðir. Til ykkar sem haldið um stjórnvölinn. Tölum saman. Sýnum hugrekki. Setjum fólkið á undan ferlinu. Finnst ykkur þetta í lagi eins og staðan er í dag. Til þeirra sem eiga erfitt. Píeta er í síma 552 2218 og á vefnum pieta punktur is. Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn alla daga. Það er í lagi að leita hjálpar. Það er styrkur. Þú ert ekki ein eða einn. Ég gefst ekki upp. Við getum lagað þetta. En það þarf svör, samkennd og aðgerðir sem byrja strax í dag. Höfundur er með ADHD og PTSD, og er viðurkenndur markþjálfi og stofnandi “STRAX Í DAG”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Ég fékk nýlega þær þungbæru fréttir að Bríet Irma, ung kona sem ég þekkti, hefði tekið eigið líf. Ég setti stuttan minningarstatus. Svo fór að rigna inn sögum. Fjörutíu og ein ítarleg frásögn um bið og loknar dyr. Yfir hundrað skilaboð frá fólki sem þorir ekki að leita sér hjálpar af ótta við fordóma hjá sama kerfi og það þarf á að halda. Ég taldi mig þekkja vandann. Ég er samt í sjokki. Þetta snýst ekki um tölur. Þetta snýst um fólk með drauma og fjölskyldur. Foreldra sem halda heimili saman. Ungmenni sem leita leiðar. Aðstandendur sem standa vaktina og brenna út. Á bak við hverja línu í töflu er manneskja með nafn. Nú spyr ég ykkur sem manneskjur áður en þið eruð ráðherrar, stjórnendur eða sérfræðingar. Finnst ykkur þetta í lagi. Fordómar kosta líf og traust Fólk skrifar mér að það þori ekki að biðja um hjálp. Ótti við stimpil. Ótti við að verða merkt sem vandamál. Á meðan bíður lífið. Finnst ykkur þetta í lagi. Fjárfesting sem sparar Snemmtæk þjónusta sparar líf og sparar fé. Færri bráðar innlagnir. Minni tími á bráðamóttöku. Færri útköll. Færri fangelsisdaga. Minna framleiðnitap. Minni byrði á aðstandendum. Þetta er ekki slagorð heldur skynsemi. Finnst ykkur í lagi að bíða eftir skaðanum í stað þess að grípa inn fyrr. Fimm svör sem ég óska eftir Hver er raunbið í dag eftir fyrstu þjónustu hjá heilsugæslu og sérhæfðri geðþjónustu og hvernig er hún mæld Hvað tekur langan tíma að komast í greiningu og fyrstu meðferð ef viðkomandi hefur engin fjárráð og hvar er lifandi leið inn Hver ber framkvæmdarábyrgð á því að stytta bráða bið næstu þrjátíu daga hjá börnum og fullorðnum með nafni og símanúmeri Hvaða þrjár aðgerðir fara í gang strax í dag til að koma í veg fyrir endurteknar bráðakomur án eftirfylgdar Hvenær og hvernig birtist regluleg, opinber uppfærsla á biðtíma, úrræðum og árangri á einum stað sem allir skilja Ef kerfið er í lagi má svara þessu strax. Ef kerfið er ekki í lagi þarf að segja það hreint út og laga það núna. Hvað þarf að gerast strax í dag Opna samfellda bráða leið í þjónustu sem virkar utan skrifstofutíma Tryggja tímabundna fagþjónustu án greiðslu fyrir fólk með litla eða enga greiðslugetu Setja stutt, markviss stuðningsviðtöl með skýrri eftirfylgd í heilsugæslu Bjóða skjót ráðgjafasamtöl fyrir aðstandendur með skýra leið inn í kerfið Virkja samstarf við félagasamtök sem geta mætt fólki strax Ég skrifa sem manneskja með ADHD og reynslu af kerfinu. Ég fékk greiningu seint og greiddi sjálfur fyrir mat. Ég á fólk sem styður mig. Ekki allir hafa þann stuðning. Þess vegna þarf þjónusta sem tekur á móti án stimplunar. Ég er að stofna Strax í dag. Grasrót sem krefst virkrar þjónustu, gagnsæis og samráðs. Ég auglýsi kynningarfund fljótlega. En aðalatriðið er að fá svör og sjá aðgerðir. Til ykkar sem haldið um stjórnvölinn. Tölum saman. Sýnum hugrekki. Setjum fólkið á undan ferlinu. Finnst ykkur þetta í lagi eins og staðan er í dag. Til þeirra sem eiga erfitt. Píeta er í síma 552 2218 og á vefnum pieta punktur is. Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn alla daga. Það er í lagi að leita hjálpar. Það er styrkur. Þú ert ekki ein eða einn. Ég gefst ekki upp. Við getum lagað þetta. En það þarf svör, samkennd og aðgerðir sem byrja strax í dag. Höfundur er með ADHD og PTSD, og er viðurkenndur markþjálfi og stofnandi “STRAX Í DAG”.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun