76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar 28. ágúst 2025 09:00 Nú hefst rútína á ný hjá grunnskólabörnum á landsvísu og fara næstu vikur í að koma sér inn í vinnulag vetrarins og tileinka sér þekkingu og félagsþroska ásamt því að ganga aftur inn í nærsamfélagið sitt. Fjöldi þeirra daga sem þau hafa verið í burtu frá skipulögðu skólastarfi eru um 76 talsins. Ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar þá eru það 10 fleiri dagar en norsk börn eru í burtu og 20 fleiri dagar en þau dönsku, en sumarfrísdagar þeirra eru ekki nema 56 talsins. Rannsóknir sýna að löng sumarfrí henta fáum og hjá stórum hluta barna og unglinga einkennast þau af rútínuleysi, skorti á félagslegri örvun, minni hreyfingu og fá einhverjir nemendur takmarkaðan aðgang að góðri næringu líkt og skólamötuneytin bjóða upp á. Flest getum við sammælst um að skólasamfélagið sé einnig mikilvægur hluti af öryggisneti barns, eitthvað sem þarf líka að setja í samhengi þegar kemur að þessu langa tímabili sem að börn og unglingar upplifa á hverju ári. Það væri hægt að fara í vegferð þar sem sumarfrí yrði stytt án þess að kennarar missi frí sem bundin eru í kjarasamningum, sem ég mun kafa dýpra í, í næstu grein um menntamál. Flest óskum við þess að búa í velferðarsamfélagi og er skóli stór þáttur í því að skapa slíkt samfélag. Skóli skapar samfélag sem nærir, fræðir og býr til tengsl og vinskap. Hver dagur þar sem þetta samfélag er sett á ís getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir barn. Það er ekki sjálfsagður hlutur að börn séu skráð á námskeið alla daga í sumarfrí og hvað þá að foreldrar séu í fríi og geti haldið úti dagskrá fyrir börnin sín. Það væri nefnilega einnig í þágu atvinnulífs ef að skóladögum fjölgaði, það er mikið lagt á foreldra að þurfa að búa til dagskrá og öruggt umhverfi í kringum barn og finna börn oft fyrir því að umstangið getur verið foreldrum erfitt. Ég tel mikilvægt að Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið fari í athugun á því hvort að hægt sé að stytta sumarfrí barna. Þó það væri ekki um nema tvær vikur. Þessar tvær vikur gætu skilað mjög miklu í þágu barna og velferðar því 76 dagar eru þó nokkuð margir dagar í burtu fyrir flest öll börn. Samfélag þar sem óvissa yfir sumartímann er minni, álag á fjölskyldur er jafnara og betri stuðningur er við menntun komandi kynslóða. Höldum umræðunni um menntamál á lofti, með velferð barna að leiðarljósi. Höfundur er frístundaráðgjafi og varaborgarfulltrúi Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú hefst rútína á ný hjá grunnskólabörnum á landsvísu og fara næstu vikur í að koma sér inn í vinnulag vetrarins og tileinka sér þekkingu og félagsþroska ásamt því að ganga aftur inn í nærsamfélagið sitt. Fjöldi þeirra daga sem þau hafa verið í burtu frá skipulögðu skólastarfi eru um 76 talsins. Ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar þá eru það 10 fleiri dagar en norsk börn eru í burtu og 20 fleiri dagar en þau dönsku, en sumarfrísdagar þeirra eru ekki nema 56 talsins. Rannsóknir sýna að löng sumarfrí henta fáum og hjá stórum hluta barna og unglinga einkennast þau af rútínuleysi, skorti á félagslegri örvun, minni hreyfingu og fá einhverjir nemendur takmarkaðan aðgang að góðri næringu líkt og skólamötuneytin bjóða upp á. Flest getum við sammælst um að skólasamfélagið sé einnig mikilvægur hluti af öryggisneti barns, eitthvað sem þarf líka að setja í samhengi þegar kemur að þessu langa tímabili sem að börn og unglingar upplifa á hverju ári. Það væri hægt að fara í vegferð þar sem sumarfrí yrði stytt án þess að kennarar missi frí sem bundin eru í kjarasamningum, sem ég mun kafa dýpra í, í næstu grein um menntamál. Flest óskum við þess að búa í velferðarsamfélagi og er skóli stór þáttur í því að skapa slíkt samfélag. Skóli skapar samfélag sem nærir, fræðir og býr til tengsl og vinskap. Hver dagur þar sem þetta samfélag er sett á ís getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir barn. Það er ekki sjálfsagður hlutur að börn séu skráð á námskeið alla daga í sumarfrí og hvað þá að foreldrar séu í fríi og geti haldið úti dagskrá fyrir börnin sín. Það væri nefnilega einnig í þágu atvinnulífs ef að skóladögum fjölgaði, það er mikið lagt á foreldra að þurfa að búa til dagskrá og öruggt umhverfi í kringum barn og finna börn oft fyrir því að umstangið getur verið foreldrum erfitt. Ég tel mikilvægt að Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið fari í athugun á því hvort að hægt sé að stytta sumarfrí barna. Þó það væri ekki um nema tvær vikur. Þessar tvær vikur gætu skilað mjög miklu í þágu barna og velferðar því 76 dagar eru þó nokkuð margir dagar í burtu fyrir flest öll börn. Samfélag þar sem óvissa yfir sumartímann er minni, álag á fjölskyldur er jafnara og betri stuðningur er við menntun komandi kynslóða. Höldum umræðunni um menntamál á lofti, með velferð barna að leiðarljósi. Höfundur er frístundaráðgjafi og varaborgarfulltrúi Viðreisnar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun