Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar 26. ágúst 2025 12:31 Íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar kjósa í september með eða á móti sameiningu. Skorradalshreppur óskaði snemma á yfirstandandi kjörtímabili eftir samtali við Borgarbyggð með það að markmiði að skoða tækifæri sveitarfélaganna til sameiningar. Sveitarfélögin áttu í óformlegum viðræðum frá febrúar til júlí 2024. Verkefnishópur á vegum sveitarfélaganna lagði svo til í framhaldi af því samtali við sveitarstjórnirnar að ráðist yrði í formlegar viðræður og íbúum gefinn kostur á að kjósa um sameiningu. Samstarfsnefnd sem skipuð var fulltrúum beggja sveitarfélaga hefur m.a. nýtt þær upplýsingar sem fram hafa komið á íbúafundum og vinnustofum með lykilsstarfsmönnum og kjörnum fulltrúum og nefndarfólki til að kortleggja styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í starfsemi sveitarfélaganna. Í tengslum við óformlegu viðræðurnar voru teknar saman upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, skipurit, fyrirkomulag þjónustu, samstarfsverkefni, íbúafjölda, mannfjöldaspá, álagningu og fleira. Í júní 2025 skilaði samstarfsnefnd áliti sínu til sveitarstjórna og lagði til að kosningar yrðu á tímabilinu 5. september til 20. september 2025. Jafnframt lagði samstarfsnefnd til að heimild til að lækka kosningaaldurinn í 16 ár yrði nýttur. Báðar tillögur voru samþykktar. Það liggur því fyrir að íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar mun kjósa með eða á móti sameiningu í September og taka þar með ákvörðun um hvort verður að áframhaldandi samstarfi sveitarfélaganna. En sveitarfélögin hafa átt í góðu og farsælu samstarfi síðustu ár um flesta þætti er koma að lögbundinni þjónustu við íbúa. Mannlegar tilfinningar Umræðan um sameiningu sveitarfélaga er og hefur alltaf verið meira en bara samtal um stjórnsýsluna því mannlegar tilfinningar hafa ávallt leikið stóran þátt og ekki ástæða til að gera lítið úr slíkri upplifun. Þá er eðlilegt að íbúar almennt velti fyrir sér tilgangi, ávinning og göllum þess að sameinast öðru sveitarfélaga. Sitt sýnist hverjum og nauðsynlegt að velta við öllum steinum. Í tengslum við þær kosningar sem fram undan eru langar mig að nota tækifærið til sjóða niður í einfaldri útgáfu nokkur sjónarmið. Þessar hugleiðingar tengjast ekki með beinum hætti þeim sameiningakosningum sem fram undan, heldur eru til þess að varpa ljósi á hlutverk, verkefni og áskoranir sveitarfélaganna í stærra samhengis í umræðunni um sameiningar sveitarfélaga í bráð og lengd. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í þjónustu við íbúa. Lagaleg skylda sveitarfélaga er að sinna rekstri grunnskóla, félagsþjónustu og umhverfis- og skipulagsmálum og fleiri verkefnum sem varða daglegt líf fólks. Sveitarfélögin hér á landi eru misjöfn að stærð, bæði hvað varðar íbúafjölda, innviði og fjárhagslegan styrk. Þessi mikli breytileiki hefur vakið spurningar um hvort sameining sveitarfélaga geti verið leið til að bæta þjónustu, nýta mannauð, styrkja stjórnsýsluna, auka hagkvæmni og efla lýðræðislega þátttöku íbúa. Hagkvæmari rekstur og sparnaður Ein helsta röksemdin sem bent hefur verið á fyrir sameiningu sveitarfélaga lítur að hagkvæmari rekstri og sparnaði á fjármagni, að með stærri einingum nýtist fjármunir , innviði og mannauður betur. Með stærra skattstofni og sameinuðum rekstri minnkar tvíverknaður, skriffinnska og yfirbygging í stjórnsýslunni. Fjármunum sé þá frekar streymt í átt að þjónustu við íbúa og uppbyggingu innviða. Ljóst er að mörg smærri sveitarfélög eiga erfitt með að veita alla þá þjónustu sem lög gera ráð fyrir, í félagsþjónustu, skólaþjónustu, skipulagsmálum og þurfa alfarið eða að hluta til að reiða sig á þjónustusamninga við nágranna sveitarfélög til að uppfylla lagalega skildu sína gagnvart íbúum. Mannauður er takmörkuð auðlind. Sveitarfélögin og hið opinbera er í samkeppni við einkageirann um sérfræðinga með þekkingu og reynslu. Í stærra sveitarfélagi er oft auðveldara að ráða til starfa reynslumikla sérfræðinga á ólíkum sviðum, til dæmis í skipulags -og umhverfismálum, félagsþjónustu, fræðslumálum og stjórnun skólastofnananna. fagmennska í ákvörðunartöku eykst og minni hætta er á að stjórnsýslan byggi á veikri stoð. Stærri einingar þar sem sérfræðingar hafa tækifæri til að vinna í þverfaglegu teymi fólks með breiða þekkingu gengur einfaldlega oft betur að laða til sín mannauð þar sem fagfólk dregur almennt að sér fagfólk. Með sameiningu sveitarfélaga geta fjárhagslegir burðir til að standa að uppbyggingu innviða aukist. Samkeppnishæfni sveitarfélagsins eykst og tækifæri skapast til að byggja á sterkari grunni fyrir atvinnulíf og búsetu. Í umræðunni um sameiningu sveitarfélaga kemur stundum upp sú umræða að sameining dragi úr nánd milli íbúa og fulltrúa. Stækkandi sveitarfélögum er þó í lófa lagt að efla lýðræði með fjölbreyttari kosningum og öflugri stjórnmálaumræðu. Þá eru fordæmi fyrir því að við sameiningar taki til starfa nefndir og ráð sem gera stjórnsýsluna gegnsærri og lýðræðislegri. En sveigjanleiki og þol gagnvart breytingum í smærri sveitarfélögum getur orðið brothættur þegar íbúum fækkar eða þegar tekjur sveiflast vegna atvinnulífs eða breytinga í opinberri stefnu. Stærri sveitarfélag hafa oft á tíðum meiri sveigjanleika til að bregðast við breytingum og jafna út sveiflur. Sameining sveitarfélaga á Íslandi hefur marga kosti, bæði fyrir stjórnsýslu og íbúa. Hún getur stuðlað að sterkari rekstri, hagkvæmari nýtingu fjármuna, betri þjónustu og auknum möguleikum til uppbyggingar í samfélaginu. Mikilvægt verður eftir sem áður óháð stærð sveitarfélaga að huga að lýðræðislegum þáttum, þannig að íbúar finni áfram fyrir tengslum við sitt nærsamfélag og að ákvarðanir séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð og formaður Samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar kjósa í september með eða á móti sameiningu. Skorradalshreppur óskaði snemma á yfirstandandi kjörtímabili eftir samtali við Borgarbyggð með það að markmiði að skoða tækifæri sveitarfélaganna til sameiningar. Sveitarfélögin áttu í óformlegum viðræðum frá febrúar til júlí 2024. Verkefnishópur á vegum sveitarfélaganna lagði svo til í framhaldi af því samtali við sveitarstjórnirnar að ráðist yrði í formlegar viðræður og íbúum gefinn kostur á að kjósa um sameiningu. Samstarfsnefnd sem skipuð var fulltrúum beggja sveitarfélaga hefur m.a. nýtt þær upplýsingar sem fram hafa komið á íbúafundum og vinnustofum með lykilsstarfsmönnum og kjörnum fulltrúum og nefndarfólki til að kortleggja styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í starfsemi sveitarfélaganna. Í tengslum við óformlegu viðræðurnar voru teknar saman upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, skipurit, fyrirkomulag þjónustu, samstarfsverkefni, íbúafjölda, mannfjöldaspá, álagningu og fleira. Í júní 2025 skilaði samstarfsnefnd áliti sínu til sveitarstjórna og lagði til að kosningar yrðu á tímabilinu 5. september til 20. september 2025. Jafnframt lagði samstarfsnefnd til að heimild til að lækka kosningaaldurinn í 16 ár yrði nýttur. Báðar tillögur voru samþykktar. Það liggur því fyrir að íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar mun kjósa með eða á móti sameiningu í September og taka þar með ákvörðun um hvort verður að áframhaldandi samstarfi sveitarfélaganna. En sveitarfélögin hafa átt í góðu og farsælu samstarfi síðustu ár um flesta þætti er koma að lögbundinni þjónustu við íbúa. Mannlegar tilfinningar Umræðan um sameiningu sveitarfélaga er og hefur alltaf verið meira en bara samtal um stjórnsýsluna því mannlegar tilfinningar hafa ávallt leikið stóran þátt og ekki ástæða til að gera lítið úr slíkri upplifun. Þá er eðlilegt að íbúar almennt velti fyrir sér tilgangi, ávinning og göllum þess að sameinast öðru sveitarfélaga. Sitt sýnist hverjum og nauðsynlegt að velta við öllum steinum. Í tengslum við þær kosningar sem fram undan eru langar mig að nota tækifærið til sjóða niður í einfaldri útgáfu nokkur sjónarmið. Þessar hugleiðingar tengjast ekki með beinum hætti þeim sameiningakosningum sem fram undan, heldur eru til þess að varpa ljósi á hlutverk, verkefni og áskoranir sveitarfélaganna í stærra samhengis í umræðunni um sameiningar sveitarfélaga í bráð og lengd. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í þjónustu við íbúa. Lagaleg skylda sveitarfélaga er að sinna rekstri grunnskóla, félagsþjónustu og umhverfis- og skipulagsmálum og fleiri verkefnum sem varða daglegt líf fólks. Sveitarfélögin hér á landi eru misjöfn að stærð, bæði hvað varðar íbúafjölda, innviði og fjárhagslegan styrk. Þessi mikli breytileiki hefur vakið spurningar um hvort sameining sveitarfélaga geti verið leið til að bæta þjónustu, nýta mannauð, styrkja stjórnsýsluna, auka hagkvæmni og efla lýðræðislega þátttöku íbúa. Hagkvæmari rekstur og sparnaður Ein helsta röksemdin sem bent hefur verið á fyrir sameiningu sveitarfélaga lítur að hagkvæmari rekstri og sparnaði á fjármagni, að með stærri einingum nýtist fjármunir , innviði og mannauður betur. Með stærra skattstofni og sameinuðum rekstri minnkar tvíverknaður, skriffinnska og yfirbygging í stjórnsýslunni. Fjármunum sé þá frekar streymt í átt að þjónustu við íbúa og uppbyggingu innviða. Ljóst er að mörg smærri sveitarfélög eiga erfitt með að veita alla þá þjónustu sem lög gera ráð fyrir, í félagsþjónustu, skólaþjónustu, skipulagsmálum og þurfa alfarið eða að hluta til að reiða sig á þjónustusamninga við nágranna sveitarfélög til að uppfylla lagalega skildu sína gagnvart íbúum. Mannauður er takmörkuð auðlind. Sveitarfélögin og hið opinbera er í samkeppni við einkageirann um sérfræðinga með þekkingu og reynslu. Í stærra sveitarfélagi er oft auðveldara að ráða til starfa reynslumikla sérfræðinga á ólíkum sviðum, til dæmis í skipulags -og umhverfismálum, félagsþjónustu, fræðslumálum og stjórnun skólastofnananna. fagmennska í ákvörðunartöku eykst og minni hætta er á að stjórnsýslan byggi á veikri stoð. Stærri einingar þar sem sérfræðingar hafa tækifæri til að vinna í þverfaglegu teymi fólks með breiða þekkingu gengur einfaldlega oft betur að laða til sín mannauð þar sem fagfólk dregur almennt að sér fagfólk. Með sameiningu sveitarfélaga geta fjárhagslegir burðir til að standa að uppbyggingu innviða aukist. Samkeppnishæfni sveitarfélagsins eykst og tækifæri skapast til að byggja á sterkari grunni fyrir atvinnulíf og búsetu. Í umræðunni um sameiningu sveitarfélaga kemur stundum upp sú umræða að sameining dragi úr nánd milli íbúa og fulltrúa. Stækkandi sveitarfélögum er þó í lófa lagt að efla lýðræði með fjölbreyttari kosningum og öflugri stjórnmálaumræðu. Þá eru fordæmi fyrir því að við sameiningar taki til starfa nefndir og ráð sem gera stjórnsýsluna gegnsærri og lýðræðislegri. En sveigjanleiki og þol gagnvart breytingum í smærri sveitarfélögum getur orðið brothættur þegar íbúum fækkar eða þegar tekjur sveiflast vegna atvinnulífs eða breytinga í opinberri stefnu. Stærri sveitarfélag hafa oft á tíðum meiri sveigjanleika til að bregðast við breytingum og jafna út sveiflur. Sameining sveitarfélaga á Íslandi hefur marga kosti, bæði fyrir stjórnsýslu og íbúa. Hún getur stuðlað að sterkari rekstri, hagkvæmari nýtingu fjármuna, betri þjónustu og auknum möguleikum til uppbyggingar í samfélaginu. Mikilvægt verður eftir sem áður óháð stærð sveitarfélaga að huga að lýðræðislegum þáttum, þannig að íbúar finni áfram fyrir tengslum við sitt nærsamfélag og að ákvarðanir séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð og formaður Samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun