Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 21. ágúst 2025 17:01 Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku. Í slíkum veruleika eru almenningsbókasöfn sannarlega félagslegar perlur; opin, gjaldfrjáls og aðgengileg rými þar sem hægt er að njóta, læra og tilheyra án þess að greiða aðgangseyri. Bókasöfnin eru eins og vin í kapítalískri eyðimörk. Draumsýn eða daglegt aðgengi? Ef hugmyndin um almenningsbókasöfn væri kynnt í dag, myndu margir eflaust líta á hana sem óraunhæfa sósíalíska draumsýn. Bókasafnskortið veitir aðgang að fjölbreyttu efni. Það er ókeypis fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og þau sem eru á endurhæfingarlífeyri, annars kostar bókasafnskortið 3.200 krónur á ári. Meira en bara bækur Í hillum safnanna má finna allt frá skáldsögum og ljóðum til matreiðslubóka, myndasagna og tímarita. Allt þetta má lesa á staðnum eða taka að láni með sér heim. Þá er einnig hægt að fá tónlist og kvikmyndir lánaðar. Í safninu er jafnframt sístækkandi borðspilasafn til útláns, með fjölbreyttu úrvali borðspila fyrir alla aldurshópa: börn, ungmenni og fullorðna. Félagsleg rými í þínu nærumhverfi Borgarbókasöfn Reykjavíkur eru átta talsins og eru staðsett víða um borgina: í Árbæ, Breiðholti, miðbænum, Kjalarnesi, Kringlunni, Laugardal, Grafarvogi og Úlfarsárdal. Almenningsbókasöfn eru mikilvæg félagsleg rými þar sem hægt er að sækja sér þekkingu, fræðslu, afþreyingu og samveru. Boðið er upp á fjölskyldumorgna og fjölbreyttar sögustundir fyrir börn á öllum aldri. Menning og sköpun Menningarnótt nálgast óðum og þá verða haldnir spennandi viðburðir, svo sem barmmerkjagerð, ratleikur, teikninámskeið, salsakennsla og hljóðlaust diskótek. Allt árið um kring eru haldnir fjölbreyttir og ókeypis viðburðir eins og: ·sýningar ·fræðsluviðburðir ·vinnustofur Fríbúð og fjölbreytt þjónusta Fríbúðin í Borgarbókasafninu Gerðubergi hefur vakið mikla lukku. Þangað má koma með hluti í góðu ástandi sem nýtast ekki lengur og taka heim með sér það sem vantar. Í Fríbúðinni má finna ýmislegt nytsamlegt og úrvalið er breytilegt eftir dögum og árstíðum. Almenningsbókasöfn Reykjavíkurborgar bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Upp á síðkastið hef ég heimsótt þau nokkur og það sem höfðaði mest til mín, fyrir utan allar bækurnar, voru vinnuherbergin í Spönginni og plöntuskiptin í Árbæ. Ég hlakka til að heimsækja fleiri söfn. Almenningsbókasöfn eru algjörar perlur í okkar samfélagi og ég hvet þig eindregið til að kynna þér starfsemi Borgarbókasafnsins í þínu nærumhverfi. Bókasafnið gæti komið þér skemmtilega á óvart. Höfundur er sósíalískur borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Bókasöfn Reykjavík Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku. Í slíkum veruleika eru almenningsbókasöfn sannarlega félagslegar perlur; opin, gjaldfrjáls og aðgengileg rými þar sem hægt er að njóta, læra og tilheyra án þess að greiða aðgangseyri. Bókasöfnin eru eins og vin í kapítalískri eyðimörk. Draumsýn eða daglegt aðgengi? Ef hugmyndin um almenningsbókasöfn væri kynnt í dag, myndu margir eflaust líta á hana sem óraunhæfa sósíalíska draumsýn. Bókasafnskortið veitir aðgang að fjölbreyttu efni. Það er ókeypis fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og þau sem eru á endurhæfingarlífeyri, annars kostar bókasafnskortið 3.200 krónur á ári. Meira en bara bækur Í hillum safnanna má finna allt frá skáldsögum og ljóðum til matreiðslubóka, myndasagna og tímarita. Allt þetta má lesa á staðnum eða taka að láni með sér heim. Þá er einnig hægt að fá tónlist og kvikmyndir lánaðar. Í safninu er jafnframt sístækkandi borðspilasafn til útláns, með fjölbreyttu úrvali borðspila fyrir alla aldurshópa: börn, ungmenni og fullorðna. Félagsleg rými í þínu nærumhverfi Borgarbókasöfn Reykjavíkur eru átta talsins og eru staðsett víða um borgina: í Árbæ, Breiðholti, miðbænum, Kjalarnesi, Kringlunni, Laugardal, Grafarvogi og Úlfarsárdal. Almenningsbókasöfn eru mikilvæg félagsleg rými þar sem hægt er að sækja sér þekkingu, fræðslu, afþreyingu og samveru. Boðið er upp á fjölskyldumorgna og fjölbreyttar sögustundir fyrir börn á öllum aldri. Menning og sköpun Menningarnótt nálgast óðum og þá verða haldnir spennandi viðburðir, svo sem barmmerkjagerð, ratleikur, teikninámskeið, salsakennsla og hljóðlaust diskótek. Allt árið um kring eru haldnir fjölbreyttir og ókeypis viðburðir eins og: ·sýningar ·fræðsluviðburðir ·vinnustofur Fríbúð og fjölbreytt þjónusta Fríbúðin í Borgarbókasafninu Gerðubergi hefur vakið mikla lukku. Þangað má koma með hluti í góðu ástandi sem nýtast ekki lengur og taka heim með sér það sem vantar. Í Fríbúðinni má finna ýmislegt nytsamlegt og úrvalið er breytilegt eftir dögum og árstíðum. Almenningsbókasöfn Reykjavíkurborgar bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Upp á síðkastið hef ég heimsótt þau nokkur og það sem höfðaði mest til mín, fyrir utan allar bækurnar, voru vinnuherbergin í Spönginni og plöntuskiptin í Árbæ. Ég hlakka til að heimsækja fleiri söfn. Almenningsbókasöfn eru algjörar perlur í okkar samfélagi og ég hvet þig eindregið til að kynna þér starfsemi Borgarbókasafnsins í þínu nærumhverfi. Bókasafnið gæti komið þér skemmtilega á óvart. Höfundur er sósíalískur borgarfulltrúi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun