Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar 20. ágúst 2025 13:01 Nokkuð erfitt var að lesa grein framkvæmdastjóra SFS hér á Vísi í gær sem sett var fram af talsverðu yfirlæti. Þar var bændum og veiðiréttarhöfum sagt að „anda rólega“. Anda rólega á meðan framandi eldislaxar hellast upp í laxveiðiár landsins og ógna villtum laxastofnum og lífsviðurværi fjölda fólks. Fólks sem á þó bara að anda rólega. Framkvæmdastjórinn ætti að vita betur en að fólk sitji þegjandi og horfi upp á sjókvíaeldisiðnaðinn ógna tilvist villtra laxastofna, náttúrunnar og lífsviðurværi sínu. Hún, og öll sem þekkja til, eru vel meðvituð um hætturnar af slíkri innrás. Hættum að villa um fyrir fólki Framkvæmdastjóri SFS gerir í grein sinni lítið úr áhyggjum fólks og talar um að eldislax í á jafngildi ekki endilega erfðablöndun því eldislaxarnir séu svo lélegir í að fjölga sér. Þetta er sérstök fullyrðing. Að sjálfsögðu þarf eldislaxinn að hrygna með villtum laxi svo að erfðablöndun eigi sér stað. En til þess er eldislaxinn mættur í árnar. Hann gengur árnar í þeim eina tilgangi að hrygna og það mun hann gera. Það er einmitt þess vegna sem bændur og landeigendur hafa þurft að grípa til róttækra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir skaðann. Ef að þessir laxar eru svona lélegir í að fjölga sér, hvernig stendur á því að 70% af laxastofnum í Noregi eru erfðablandaðir og stofnar þar að hruni komnir? Þarna er verið að slá ryki í augun á fólki og svona sefjun er ekki réttlætanleg þegar við stöndum hér í miðjum umhverfishamförum. Áhættumat erfðablöndunar Framkvæmdastjóri SFS talar ítrekað um áhættumat erfðablöndunar sem einhvers konar vísindi. Það er alrangt. Áhættumatið er einfaldlega líkan sem sett var fram af Hafrannsóknastofnun án nokkurra prófana. Síðar hefur komið á daginn að áhættumatið er haldið verulegum ágöllum og segir engan veginn til um áhættuna af því eldi sem við búum við í dag. Skemmst er að minnast úttektar Alþjóðahafrannsóknaráðsins frá því fyrr á þessu ári þar sem ráðið komst að þeirri niðurstöðu að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hversu mikið magn af frjóum eldislaxi megi ala í kvíum hér við land, án þess að villtum laxastofnum sé spillt, sé ekki í samræmi við varúðarnálgun. Þessi niðurstaða er gríðarlegur áfellisdómur á áhættumatið og vinnu Hafrannsóknastofnunar og staðfestir að hér er ekki um nein vísindi að ræða. Enda er það svo að allt sem átti ekki að geta gerst samkvæmt áhættumatinu hefur nú gerst, og það oftar en einu sinni. Ekki þarf að horfa lengra en til Hrútafjarðarár, þar sem að erfðablöndun er komin í a.m.k. 11%. Grundvallaratriðið er að hvergi í heiminum hefur tekist að stunda sjókvíaeldi í stórum stíl án þess að það hafi haft veruleg neikvæð áhrif á villta laxastofna og náttúru. Þó að við á Íslandi teljum okkur geta gert allt betur en aðrir þá er ég ansi hræddur um að það sé ekki raunin. Við erum að stefna í sömu átt og Noregur með okkar laxastofna. Lærum af reynslunni og byggjum upp traust? Framkvæmdastjórinn kemur inn á það að við eigum að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Hvernig á það að vera hægt ef að sömu mistökin gerast aftur og aftur og okkur er bara sagt að slaka á og anda rólega. Sjókvíaeldisiðnaðurinn og hagsmunaverðir hans hafa gert allt í sínu valdi til þess að skaða traust þjóðarinnar á þessari starfsemi sinni eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Þá neitar iðnaðurinn að læra af mistökum sínum og þess vegna erum við í þessari aðstöðu nú. Við munum ekki anda rólega á meðan strokulaxar af framandi uppruna synda upp í árnar okkar og ógna villta laxinum og okkar lífsviðurværi. Nei, við munum ekki anda rólega, meðan húsið brennur. Höfundur er formaður Veiðifélags Miðfirðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Nokkuð erfitt var að lesa grein framkvæmdastjóra SFS hér á Vísi í gær sem sett var fram af talsverðu yfirlæti. Þar var bændum og veiðiréttarhöfum sagt að „anda rólega“. Anda rólega á meðan framandi eldislaxar hellast upp í laxveiðiár landsins og ógna villtum laxastofnum og lífsviðurværi fjölda fólks. Fólks sem á þó bara að anda rólega. Framkvæmdastjórinn ætti að vita betur en að fólk sitji þegjandi og horfi upp á sjókvíaeldisiðnaðinn ógna tilvist villtra laxastofna, náttúrunnar og lífsviðurværi sínu. Hún, og öll sem þekkja til, eru vel meðvituð um hætturnar af slíkri innrás. Hættum að villa um fyrir fólki Framkvæmdastjóri SFS gerir í grein sinni lítið úr áhyggjum fólks og talar um að eldislax í á jafngildi ekki endilega erfðablöndun því eldislaxarnir séu svo lélegir í að fjölga sér. Þetta er sérstök fullyrðing. Að sjálfsögðu þarf eldislaxinn að hrygna með villtum laxi svo að erfðablöndun eigi sér stað. En til þess er eldislaxinn mættur í árnar. Hann gengur árnar í þeim eina tilgangi að hrygna og það mun hann gera. Það er einmitt þess vegna sem bændur og landeigendur hafa þurft að grípa til róttækra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir skaðann. Ef að þessir laxar eru svona lélegir í að fjölga sér, hvernig stendur á því að 70% af laxastofnum í Noregi eru erfðablandaðir og stofnar þar að hruni komnir? Þarna er verið að slá ryki í augun á fólki og svona sefjun er ekki réttlætanleg þegar við stöndum hér í miðjum umhverfishamförum. Áhættumat erfðablöndunar Framkvæmdastjóri SFS talar ítrekað um áhættumat erfðablöndunar sem einhvers konar vísindi. Það er alrangt. Áhættumatið er einfaldlega líkan sem sett var fram af Hafrannsóknastofnun án nokkurra prófana. Síðar hefur komið á daginn að áhættumatið er haldið verulegum ágöllum og segir engan veginn til um áhættuna af því eldi sem við búum við í dag. Skemmst er að minnast úttektar Alþjóðahafrannsóknaráðsins frá því fyrr á þessu ári þar sem ráðið komst að þeirri niðurstöðu að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hversu mikið magn af frjóum eldislaxi megi ala í kvíum hér við land, án þess að villtum laxastofnum sé spillt, sé ekki í samræmi við varúðarnálgun. Þessi niðurstaða er gríðarlegur áfellisdómur á áhættumatið og vinnu Hafrannsóknastofnunar og staðfestir að hér er ekki um nein vísindi að ræða. Enda er það svo að allt sem átti ekki að geta gerst samkvæmt áhættumatinu hefur nú gerst, og það oftar en einu sinni. Ekki þarf að horfa lengra en til Hrútafjarðarár, þar sem að erfðablöndun er komin í a.m.k. 11%. Grundvallaratriðið er að hvergi í heiminum hefur tekist að stunda sjókvíaeldi í stórum stíl án þess að það hafi haft veruleg neikvæð áhrif á villta laxastofna og náttúru. Þó að við á Íslandi teljum okkur geta gert allt betur en aðrir þá er ég ansi hræddur um að það sé ekki raunin. Við erum að stefna í sömu átt og Noregur með okkar laxastofna. Lærum af reynslunni og byggjum upp traust? Framkvæmdastjórinn kemur inn á það að við eigum að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Hvernig á það að vera hægt ef að sömu mistökin gerast aftur og aftur og okkur er bara sagt að slaka á og anda rólega. Sjókvíaeldisiðnaðurinn og hagsmunaverðir hans hafa gert allt í sínu valdi til þess að skaða traust þjóðarinnar á þessari starfsemi sinni eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Þá neitar iðnaðurinn að læra af mistökum sínum og þess vegna erum við í þessari aðstöðu nú. Við munum ekki anda rólega á meðan strokulaxar af framandi uppruna synda upp í árnar okkar og ógna villta laxinum og okkar lífsviðurværi. Nei, við munum ekki anda rólega, meðan húsið brennur. Höfundur er formaður Veiðifélags Miðfirðinga.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun