Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar 19. ágúst 2025 07:30 „Ég klæddi mig í rauða vestið og fór á staðinn þar sem sprengjan sprakk. Enginn var mættur til að aðstoða. Ég var með skyndihjálpartösku og veitti særðum fyrstu hjálp. Þegar bráðaliðar komu á vettvang hélt ég áfram að veita aðstoð.“ Þannig lýsir Nima Ahmadi, sjálfboðaliði Rauða hálfmánans, því er hann fór á vettvang í hverfinu sínu um leið og átök blossuðu upp í Íran í júní. Þau stóðu í tólf langa daga og Nima var að störfum allan þann tíma. Þegar neyðarástand skapast, hvort sem er af völdum manna eða náttúrunnar, eru sjálfboðaliðar eins og Nima og starfsfólk Rauða krossins og Rauða hálfmánans oft fyrst á vettvang. Þangað mæta þau til að hlúa að slösuðum, særðum og hræddum. Þau bera engin vopn heldur hjálpargögn og von fyrir manneskjur í nauðum. Þau eiga að njóta verndar. Þau eru ekki skotmörk. En hinn ískaldi veruleiki er hins vegar sá að í fyrra létust 32 þeirra við störf sín. Nær öll voru drepin. Í ár hafa sautján þeirra hlotið sömu örlög. Það stefnir því í að árið 2025 verði það hættulegasta frá upphafi fyrir þau sem starfa við að veita öðrum aðstoð á hættusvæðum. Fyrir þau sem koma til hjálpar á meðan aðrir flýja. Og það er með öllu óásættanlegt. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna, en þessi dagur var valinn því fyrir 22 árum síðan létust 19 hjálparstarfsmenn þegar sprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna í Baghdad. Í því tilefni heiðrum við sérstaklega þær milljónir hjálparstarfsmanna um allan heim sem starfa í þágu mannúðar á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans og annara hjálparstofnanna. Ofbeldi gegn þessum kollegum okkar, sem virðist vera að færast í aukana, verður að linna. Það kann að hljóma undarlega í einhverra eyru en meira að segja í stríði gilda ákveðnar reglur sem ríki heims hafa sammælst um. Sem þau hafa skuldbundið sig til að fylgja. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum á mannúðarstarfsfólk að njóta virðingar og verndar, rétt eins og heilbrigðisstarfsfólk, sjúkrahús og allir almennir borgarar. Að sjálfsögðu fá allir sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem og starfsmenn félaganna ítarlega þjálfun sem á að tryggja öryggi þeirra á hættusvæðum eftir fremsta megni. En þegar átök geisa þarf að treysta á að þeir sem aðild að þeim eiga, þeir sem bera og beita vopnum, fylgi lögum sem gilda í stríði. Að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skaða ekki þá hópa sem njóta skulu verndar. Árið 2024 og það sem af er árinu 2025 hefur fólk klætt rauðum vestum með merkjum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans verið drepið á Gaza, í Íran, Súdan, Austur-Kongó, Alsír, Sýrlandi og Eþíópíu. Langflestir hafa fallið á Gaza, 25 manneskjur þegar þetta er skrifað. Fimm létust í Íran á meðan átökin stóðu þar yfir í júní. Þegar fleiri voru komnir til aðstoðar særðum í hverfinu hans Nima fór hann í næsta hverfi. Þar fann hann þrjú börn liggjandi á götunni, þakin ryki. „Ég var einn. Ég hjálpaði þeim og hélt svo áfram á næsta stað. Ég hætti ekki.“ Við megum ekki heldur hætta. Við megum ekki hætta að veita fólki í nauðum aðstoð og við megum ekki hætta að krefjast þess að þau sem hlaupa í átt að hættunni en ekki frá henni njóti sannarlega verndar. Að þeir sem beri ábyrgð á beitingu vopna standi við skuldbindingar sínar. Það er ekki nóg að heiðra sjálfboðaliða og mannúðarstarfsfólk. Við verðum að standa með þeim þegar þau þurfa mest á okkur að halda. Sem er akkúrat núna. Við getum þetta ekki ein. Við biðjum þig að vera í liði með mannúðinni. Því saman er rödd okkar sterkari. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Hjálparstarf Mest lesið Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ég klæddi mig í rauða vestið og fór á staðinn þar sem sprengjan sprakk. Enginn var mættur til að aðstoða. Ég var með skyndihjálpartösku og veitti særðum fyrstu hjálp. Þegar bráðaliðar komu á vettvang hélt ég áfram að veita aðstoð.“ Þannig lýsir Nima Ahmadi, sjálfboðaliði Rauða hálfmánans, því er hann fór á vettvang í hverfinu sínu um leið og átök blossuðu upp í Íran í júní. Þau stóðu í tólf langa daga og Nima var að störfum allan þann tíma. Þegar neyðarástand skapast, hvort sem er af völdum manna eða náttúrunnar, eru sjálfboðaliðar eins og Nima og starfsfólk Rauða krossins og Rauða hálfmánans oft fyrst á vettvang. Þangað mæta þau til að hlúa að slösuðum, særðum og hræddum. Þau bera engin vopn heldur hjálpargögn og von fyrir manneskjur í nauðum. Þau eiga að njóta verndar. Þau eru ekki skotmörk. En hinn ískaldi veruleiki er hins vegar sá að í fyrra létust 32 þeirra við störf sín. Nær öll voru drepin. Í ár hafa sautján þeirra hlotið sömu örlög. Það stefnir því í að árið 2025 verði það hættulegasta frá upphafi fyrir þau sem starfa við að veita öðrum aðstoð á hættusvæðum. Fyrir þau sem koma til hjálpar á meðan aðrir flýja. Og það er með öllu óásættanlegt. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna, en þessi dagur var valinn því fyrir 22 árum síðan létust 19 hjálparstarfsmenn þegar sprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna í Baghdad. Í því tilefni heiðrum við sérstaklega þær milljónir hjálparstarfsmanna um allan heim sem starfa í þágu mannúðar á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans og annara hjálparstofnanna. Ofbeldi gegn þessum kollegum okkar, sem virðist vera að færast í aukana, verður að linna. Það kann að hljóma undarlega í einhverra eyru en meira að segja í stríði gilda ákveðnar reglur sem ríki heims hafa sammælst um. Sem þau hafa skuldbundið sig til að fylgja. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum á mannúðarstarfsfólk að njóta virðingar og verndar, rétt eins og heilbrigðisstarfsfólk, sjúkrahús og allir almennir borgarar. Að sjálfsögðu fá allir sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem og starfsmenn félaganna ítarlega þjálfun sem á að tryggja öryggi þeirra á hættusvæðum eftir fremsta megni. En þegar átök geisa þarf að treysta á að þeir sem aðild að þeim eiga, þeir sem bera og beita vopnum, fylgi lögum sem gilda í stríði. Að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skaða ekki þá hópa sem njóta skulu verndar. Árið 2024 og það sem af er árinu 2025 hefur fólk klætt rauðum vestum með merkjum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans verið drepið á Gaza, í Íran, Súdan, Austur-Kongó, Alsír, Sýrlandi og Eþíópíu. Langflestir hafa fallið á Gaza, 25 manneskjur þegar þetta er skrifað. Fimm létust í Íran á meðan átökin stóðu þar yfir í júní. Þegar fleiri voru komnir til aðstoðar særðum í hverfinu hans Nima fór hann í næsta hverfi. Þar fann hann þrjú börn liggjandi á götunni, þakin ryki. „Ég var einn. Ég hjálpaði þeim og hélt svo áfram á næsta stað. Ég hætti ekki.“ Við megum ekki heldur hætta. Við megum ekki hætta að veita fólki í nauðum aðstoð og við megum ekki hætta að krefjast þess að þau sem hlaupa í átt að hættunni en ekki frá henni njóti sannarlega verndar. Að þeir sem beri ábyrgð á beitingu vopna standi við skuldbindingar sínar. Það er ekki nóg að heiðra sjálfboðaliða og mannúðarstarfsfólk. Við verðum að standa með þeim þegar þau þurfa mest á okkur að halda. Sem er akkúrat núna. Við getum þetta ekki ein. Við biðjum þig að vera í liði með mannúðinni. Því saman er rödd okkar sterkari. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar