Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2025 18:02 Ég var staddur á Gleðigöngunni síðastliðinn laugardag líkt og ég hef verið vel flestar Gleðigöngur undanfarin ár. Gleðigangan stendur fyrir viðurkenningu, samstöðu og fordómaleysi og er hvatning til allra að fagna fjölbreytileikanum. Það hefur verið mér og öðrum sönn ánægja að sjá þessum viðburði vaxa ásmegin ár hvert og hefur dagurinn og gangan einkennst af gleði þar sem allir eru samþykktir og fordómar eiga þar engan stað. Í þetta sinn varð ég þó fyrir vonbrigðum og gekk af velli með óbragð í munni. Meðal hópanna sem gengu gönguna litríku og glæsilegu var að finna gríðarstóra dúkku af nautgrip sem á stóð “Miss Young Iceland”. Þetta var á vegum Kvenréttindafélags Íslands og var greinilega hugsað sem einhvers konar ádeila á keppnirnar Ungfrú Ísland og Miss Teen Iceland. Ljóst er að slíkar keppnir falla Kvenréttindafélaginu ekki í geð og ákváðu forsvarsfólk þess að nýta gleðigönguna til að gera lítið úr keppninni og stúlkunum sem taka þátt með því að líkja þessu við gripasýningu. Miss young Iceland. Þarna var verið að nota athyglina og fjölmennið sem Gleðigangan dregur til sín til að rægja, niðurlægja og veitast að fámennum hópi kvenna sem hefur fundið vettvang til að tjá sig, efla sig, efla sjálfstraust og sjálfsmynd og jafnvel fá tækifæri til að njóta sín í sviðsljósi. Þetta virðist vera gert eingöngu vegna þess að ákveðinn hópur telur þennan vettvang ekki vera sér þóknanlegan og finnur sér þörf á að fræða almúgann um hætturnar sem felast í slíkum hryllingi sem gengur út á að fagna og verðlauna fegurð, frambærileika, áræðni og jákvæðni hjá sterkum ungum og efnilegum konum. Fjölbreytileikinn er því miður ekki fjölbreyttari en það að það má ekki hrósa eða verðlauna fyrir glæsileika. Það má hrósa og verðlauna fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum, skáldskap, söng og listum og er ég því fullkomlega sammála. En ef einhver leggur metnað, elju, æfingar og einbeittan vilja til að skara fram úr á sviði fegurðar, frambærileika og framkomu þá skal stöðva það á staðnum og gæta þess að engum skuli hrósað og enn fremur niðurlægja og gera lítið úr þeim sem taka þátt í slíku. Það er boðskapurinn sem gleðigangan í dag skilaði til mín og þeirra sem þetta atriði sáu og finn ég litla sem enga gleði í því. Ég tel algjörlega meiningarlaust að hefja rökræður við þá einstaklinga sem að þessum gjörningi stóðu þar sem boðskapur þeirra og skilaboð einkennast fyrst og fremst af forræðishyggju og hugsunarhætti sanntrúaðs ofsatrúarfólks. Slíka einstaklinga er erfitt að eiga við og tel ég ekki gott nálgast um of slík svarthol fáfræði, skilningsleysis og fordóma. Ég get hins vegar álasað Samtökunum ’78 og forsvarsfólki Gleðigöngunnar fyrir að leyfa og samþykkja þennan gjörning á þessum vettvangi. Ekki er hægt að skilja þennan gjörning á neinn hátt annan en til þess eins að gera lítið úr, hæða og niðurlægja hóp ungra kvenna sem deilir ekki lífsskoðunum þeirra sem að gjörningnum stóðu. Því er það mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna þau fengu þennan vettvang á þessum degi gleði og fjölbreytileika til að dreifa sinni biturð og eitri. Þessi gjörningur er gleðigöngunni til skammar og gerir lítið úr þeirri baráttu, elju, hugrekki og krafti sem þurfti og þarf til að koma þessum viðburði á laggirnar og halda honum við. Forsvarsmenn gleðigöngunnar skulda forsvarsfólki Ungfrú Íslands og Miss Teen Iceland og sérstaklega stúlkunum sem taka þátt í þessum keppnum afdráttarlausa afsökunarbeiðni fyrir að hafa leyft þennan gjörning. Með þessum gjörningi var þessi dagur og þessi annars frábæri viðburður notaður til að ráðast að, niðurlægja og gera lítið úr þessum stúlkum fyrir það eitt að hafa ekki sömu lífsgildi og þröngur hópur einstaklinga. Það er Gleðigöngunni og boðskapnum sem hún stærir sig af til háborinnar skammar. Á sama tíma og ég skora á forsvarsfólk Gleðigöngunnar að standa við sín gildi skora ég á forsvarsfólk Kvennréttindafélags Íslands að kynna sér málin áður en haldið er í krossferð gegn ímynduðum óvin. Keppnirnar Ungfrú Ísland og Miss Teen Iceland ganga fyrst og fremst út á að valdefla ungar konur, efla sjálfmynd þeirra og sjálfstraust og kenna þeim að standa fyrir sínu á sviði og bera fram góðan boðskap og góð málefni. Árangur í slíkum keppnum byggir á metnaði, dugnaði, æfingum og persónulegum styrk líkt og í flestum keppnum og íþróttum sem fagna má. Ef það eitt að frambærileiki og glæsileiki á sviði gerir það að verkum að slíkar keppnir séu Kvennréttindafélaginu ekki þóknanlegar segir það mér eingöngu til um þá öfund og biturð sem þar liggur í brjósti. Fyrst og fremst tel ég þó að um einbeitta fáfræði og forræðishyggju sé að ræða og ber ég afskaplega litla virðingu fyrir því. Gjörningum sem þessum eru félagi sem kennir sig við kvenréttindi til mestu minkunnar. Félag sem byggir á áratuga baráttu, hugrekki og dug fyrir réttindum kvenna til að geta staðið á sínu og látið drauma sína og metnað rætast á ekki að veitast að konum fyrir að eiga aðra drauma en þá sem félaginu þóknast. Undirritaður er stoltur faðir margverðlaunaðrar fegurðardrottningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gleðigangan Ungfrú Ísland Hinsegin Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég var staddur á Gleðigöngunni síðastliðinn laugardag líkt og ég hef verið vel flestar Gleðigöngur undanfarin ár. Gleðigangan stendur fyrir viðurkenningu, samstöðu og fordómaleysi og er hvatning til allra að fagna fjölbreytileikanum. Það hefur verið mér og öðrum sönn ánægja að sjá þessum viðburði vaxa ásmegin ár hvert og hefur dagurinn og gangan einkennst af gleði þar sem allir eru samþykktir og fordómar eiga þar engan stað. Í þetta sinn varð ég þó fyrir vonbrigðum og gekk af velli með óbragð í munni. Meðal hópanna sem gengu gönguna litríku og glæsilegu var að finna gríðarstóra dúkku af nautgrip sem á stóð “Miss Young Iceland”. Þetta var á vegum Kvenréttindafélags Íslands og var greinilega hugsað sem einhvers konar ádeila á keppnirnar Ungfrú Ísland og Miss Teen Iceland. Ljóst er að slíkar keppnir falla Kvenréttindafélaginu ekki í geð og ákváðu forsvarsfólk þess að nýta gleðigönguna til að gera lítið úr keppninni og stúlkunum sem taka þátt með því að líkja þessu við gripasýningu. Miss young Iceland. Þarna var verið að nota athyglina og fjölmennið sem Gleðigangan dregur til sín til að rægja, niðurlægja og veitast að fámennum hópi kvenna sem hefur fundið vettvang til að tjá sig, efla sig, efla sjálfstraust og sjálfsmynd og jafnvel fá tækifæri til að njóta sín í sviðsljósi. Þetta virðist vera gert eingöngu vegna þess að ákveðinn hópur telur þennan vettvang ekki vera sér þóknanlegan og finnur sér þörf á að fræða almúgann um hætturnar sem felast í slíkum hryllingi sem gengur út á að fagna og verðlauna fegurð, frambærileika, áræðni og jákvæðni hjá sterkum ungum og efnilegum konum. Fjölbreytileikinn er því miður ekki fjölbreyttari en það að það má ekki hrósa eða verðlauna fyrir glæsileika. Það má hrósa og verðlauna fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum, skáldskap, söng og listum og er ég því fullkomlega sammála. En ef einhver leggur metnað, elju, æfingar og einbeittan vilja til að skara fram úr á sviði fegurðar, frambærileika og framkomu þá skal stöðva það á staðnum og gæta þess að engum skuli hrósað og enn fremur niðurlægja og gera lítið úr þeim sem taka þátt í slíku. Það er boðskapurinn sem gleðigangan í dag skilaði til mín og þeirra sem þetta atriði sáu og finn ég litla sem enga gleði í því. Ég tel algjörlega meiningarlaust að hefja rökræður við þá einstaklinga sem að þessum gjörningi stóðu þar sem boðskapur þeirra og skilaboð einkennast fyrst og fremst af forræðishyggju og hugsunarhætti sanntrúaðs ofsatrúarfólks. Slíka einstaklinga er erfitt að eiga við og tel ég ekki gott nálgast um of slík svarthol fáfræði, skilningsleysis og fordóma. Ég get hins vegar álasað Samtökunum ’78 og forsvarsfólki Gleðigöngunnar fyrir að leyfa og samþykkja þennan gjörning á þessum vettvangi. Ekki er hægt að skilja þennan gjörning á neinn hátt annan en til þess eins að gera lítið úr, hæða og niðurlægja hóp ungra kvenna sem deilir ekki lífsskoðunum þeirra sem að gjörningnum stóðu. Því er það mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna þau fengu þennan vettvang á þessum degi gleði og fjölbreytileika til að dreifa sinni biturð og eitri. Þessi gjörningur er gleðigöngunni til skammar og gerir lítið úr þeirri baráttu, elju, hugrekki og krafti sem þurfti og þarf til að koma þessum viðburði á laggirnar og halda honum við. Forsvarsmenn gleðigöngunnar skulda forsvarsfólki Ungfrú Íslands og Miss Teen Iceland og sérstaklega stúlkunum sem taka þátt í þessum keppnum afdráttarlausa afsökunarbeiðni fyrir að hafa leyft þennan gjörning. Með þessum gjörningi var þessi dagur og þessi annars frábæri viðburður notaður til að ráðast að, niðurlægja og gera lítið úr þessum stúlkum fyrir það eitt að hafa ekki sömu lífsgildi og þröngur hópur einstaklinga. Það er Gleðigöngunni og boðskapnum sem hún stærir sig af til háborinnar skammar. Á sama tíma og ég skora á forsvarsfólk Gleðigöngunnar að standa við sín gildi skora ég á forsvarsfólk Kvennréttindafélags Íslands að kynna sér málin áður en haldið er í krossferð gegn ímynduðum óvin. Keppnirnar Ungfrú Ísland og Miss Teen Iceland ganga fyrst og fremst út á að valdefla ungar konur, efla sjálfmynd þeirra og sjálfstraust og kenna þeim að standa fyrir sínu á sviði og bera fram góðan boðskap og góð málefni. Árangur í slíkum keppnum byggir á metnaði, dugnaði, æfingum og persónulegum styrk líkt og í flestum keppnum og íþróttum sem fagna má. Ef það eitt að frambærileiki og glæsileiki á sviði gerir það að verkum að slíkar keppnir séu Kvennréttindafélaginu ekki þóknanlegar segir það mér eingöngu til um þá öfund og biturð sem þar liggur í brjósti. Fyrst og fremst tel ég þó að um einbeitta fáfræði og forræðishyggju sé að ræða og ber ég afskaplega litla virðingu fyrir því. Gjörningum sem þessum eru félagi sem kennir sig við kvenréttindi til mestu minkunnar. Félag sem byggir á áratuga baráttu, hugrekki og dug fyrir réttindum kvenna til að geta staðið á sínu og látið drauma sína og metnað rætast á ekki að veitast að konum fyrir að eiga aðra drauma en þá sem félaginu þóknast. Undirritaður er stoltur faðir margverðlaunaðrar fegurðardrottningar.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun