„Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2025 13:31 Martin Hermannsson naut sín með fjölskyldunni í sumar en nú tekur alvaran við. Vísir/Ívar „Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar. „Auðvitað vantar upp á form og opna lungun og allt þetta. En ég er sáttur miðað við allt, fyrri störf og svoleiðis. Mér líður vel líkamlega en það vantar nokkra gíra upp að maður sé kominn í sitt besta stand. Sem betur fer eru nokkrir dagar í mót svo það er ennþá tími,“ segir Martin. Klippa: Fjölskyldan átti sumarið en nú tekur alvaran við Hefur hlakkað til æfinganna Hann naut sumarsins þá vel með fjölskyldunni og kom víða við á landinu í fríi hér heima. „Það var þessi týpíski Íslendingur. Maður fór upp í sumarbústað, í útilegu og aðeins erlendis. Fyrst og fremst að njóta þess með fjölskyldunni og vera heima. Maður var svolítið í faðmi fjölskyldunnar, en reyna að halda sér í formi líka. Með aldrinum verður þetta erfiðara og ég er eiginlega verri þegar ég stoppa – því lengur sem ég stoppa því verri verð ég – þannig að ég verð að halda mér gangandi á hverjum einasta degi,“ segir hinn háaldraði Martin, sem verður 31 árs í september. „Þetta hefur verið frábært sumar en verið tilhlökkun fyrir þessu augnabliki í dálítinn langan tíma. Maður hefur beðið eftir því að mæta á fyrstu æfinguna, skrýtið en líka spennandi að það sé komið að því.“ Vonar að fjölskyldan sé ekki orðin þreytt á sér Veturinn var aðeins frábrugðin þeim sem fyrir voru hjá kappanum. Kona hans og börn voru mestmegnis heima á Íslandi á meðan hann var í Berlín að stunda sína iðju. Það var því sérstök áhersla lögð á fjölskylduna í sumar. „Það var númer eitt, tvö og þrjú að koma heim og knúsa þau sem mest. Vonandi eru þau ekki orðin of pirruð á mér að ég sé svona mikið heima allt í einu. Ég er með einn eins árs og einn sjö ára svo það hefur verið mikið líf og fjör.“ Annað hlutverk í þetta skiptið „Maður er orðinn einn af eldri mönnunum núna í þessu liði. Það er skrýtið,“ segir Martin sem kom einnig inn á aldur sinn og fyrri störf að ofan. Hann er vissulega aðeins rétt skriðinn á fertugsaldurinn en er þrátt fyrir það á meðal eldri manna í landsliðinu. Hann var 23 ára síðast þegar Ísland fór á stórmót, og finnur fyrir breytingu á hlutverki innan hópsins frá því sem var á EM 2015 og 2017. „Allt í einu þarf ég að hugsa eitthvað núna. Ég var alltaf einn af þessum ungu gaurum sem kom bara og skaut og þurfti ekki að pæla í neinu. Nú er maður hinu megin við borðið að sýna gott fordæmi og vera fyrirmynd og sýna mönnum hvernig á að gera þetta. Á sama tíma eru það mikil forréttindi og virkilega spennandi að vera einn af fáum sem er að fara í þriðja skiptið,“ „Ég hélt þetta væri sjálfsagt mál 2015 og 2017, að ég væri að fara á tveggja ára fresti. En allt í einu eru komin átta ár núna og það á heldur betur að njóta,“ segir Martin. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54 Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01 Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Feðgarnir slógust eftir leik Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Sjá meira
„Auðvitað vantar upp á form og opna lungun og allt þetta. En ég er sáttur miðað við allt, fyrri störf og svoleiðis. Mér líður vel líkamlega en það vantar nokkra gíra upp að maður sé kominn í sitt besta stand. Sem betur fer eru nokkrir dagar í mót svo það er ennþá tími,“ segir Martin. Klippa: Fjölskyldan átti sumarið en nú tekur alvaran við Hefur hlakkað til æfinganna Hann naut sumarsins þá vel með fjölskyldunni og kom víða við á landinu í fríi hér heima. „Það var þessi týpíski Íslendingur. Maður fór upp í sumarbústað, í útilegu og aðeins erlendis. Fyrst og fremst að njóta þess með fjölskyldunni og vera heima. Maður var svolítið í faðmi fjölskyldunnar, en reyna að halda sér í formi líka. Með aldrinum verður þetta erfiðara og ég er eiginlega verri þegar ég stoppa – því lengur sem ég stoppa því verri verð ég – þannig að ég verð að halda mér gangandi á hverjum einasta degi,“ segir hinn háaldraði Martin, sem verður 31 árs í september. „Þetta hefur verið frábært sumar en verið tilhlökkun fyrir þessu augnabliki í dálítinn langan tíma. Maður hefur beðið eftir því að mæta á fyrstu æfinguna, skrýtið en líka spennandi að það sé komið að því.“ Vonar að fjölskyldan sé ekki orðin þreytt á sér Veturinn var aðeins frábrugðin þeim sem fyrir voru hjá kappanum. Kona hans og börn voru mestmegnis heima á Íslandi á meðan hann var í Berlín að stunda sína iðju. Það var því sérstök áhersla lögð á fjölskylduna í sumar. „Það var númer eitt, tvö og þrjú að koma heim og knúsa þau sem mest. Vonandi eru þau ekki orðin of pirruð á mér að ég sé svona mikið heima allt í einu. Ég er með einn eins árs og einn sjö ára svo það hefur verið mikið líf og fjör.“ Annað hlutverk í þetta skiptið „Maður er orðinn einn af eldri mönnunum núna í þessu liði. Það er skrýtið,“ segir Martin sem kom einnig inn á aldur sinn og fyrri störf að ofan. Hann er vissulega aðeins rétt skriðinn á fertugsaldurinn en er þrátt fyrir það á meðal eldri manna í landsliðinu. Hann var 23 ára síðast þegar Ísland fór á stórmót, og finnur fyrir breytingu á hlutverki innan hópsins frá því sem var á EM 2015 og 2017. „Allt í einu þarf ég að hugsa eitthvað núna. Ég var alltaf einn af þessum ungu gaurum sem kom bara og skaut og þurfti ekki að pæla í neinu. Nú er maður hinu megin við borðið að sýna gott fordæmi og vera fyrirmynd og sýna mönnum hvernig á að gera þetta. Á sama tíma eru það mikil forréttindi og virkilega spennandi að vera einn af fáum sem er að fara í þriðja skiptið,“ „Ég hélt þetta væri sjálfsagt mál 2015 og 2017, að ég væri að fara á tveggja ára fresti. En allt í einu eru komin átta ár núna og það á heldur betur að njóta,“ segir Martin. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54 Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01 Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Feðgarnir slógust eftir leik Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Sjá meira
Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01