Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2025 13:32 Snorri Jakobsson, hlutabréfagreinandi og eigandi Jakobsson Capital. Vísir/Ívar Fannar Flugfélagið Play sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær og gerir ráð fyrir tveggja milljarða króna tapi á öðrum ársfjórðungi. Gengi hlutabréfa félagins er í lægstu lægðum en greinandi hefur ekki áhyggjur af félaginu. Play greindi frá því í gær að félagið geri ráð fyrir tapi upp á tæpa tvo milljarða á síðasta ársfjórðungi samanborið við 1,2 milljarða króna tap á sama tímabili í fyrra. Gengisstyrking með ólíkindum og minni eftirspurn eftir embættistöku Snorri Jakobson, hlutabréfagreinandi og eigandi Jakobsson capital, segir afkomuviðvörunina einkum skýrast af tveimur þáttum. „Það er alveg ljóst að gengisstyrking krónunnar núna á öðrum ársfjórðungi hefur farið mjög illa í flugfélögin og dregið úr samkeppnishæfni flugfélaganna, og almennt samkeppnishæfni Íslands. Það er sú ályktun sem maður getur dregið út úr uppgjörum flugfélaganna. Svo ef maður horfir á sjávarútveginn þá er útlit fyrir aflabrest, lélega loðnuúthlutun og flestir nytjastofnar bolfisks, það verður samdráttur þar. Svo þessi gengisstyrking núna í vor var með miklum ólíkindum.“ Þá segir hann að með síðari embættistöku Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi dregið úr eftirspurn eftir flugi yfir Atlantshafið, bæði hvað varðar flug milli Íslands og Bandaríkjanna og Evrópu og Bandaríkjanna. Þetta geri íslensku flugfélögunum tveimur erfiðara um vik. „Það er líka að koma við afkomu flugfélaganna á öðrum ársfjórðungi. Flestir höfðu gert ráð fyrir að það yrði næsta vetur en það er greinilegt að það hafði áhrif á öðrum ársfjórðungi líka, sem fæstir bjuggust við.“ Gengishrun endurspegli ekki raunverulegt virði Gengi hlutabréfa í félaginu hefur lækkað um tugi prósenta það sem af er morgni og stendur í fjörutíu aurum á hlut þegar þessi frétt er skrifuð. Við lokun markaða í gær stóð gengið í sextíu aurum. Snorri segir það ekki endilega til marks um raunverulegt virði félagins. „Í raun og veru er félagið mjög verðlítið ef gengið er undir svona einum og hálfum og það er mjög lítil velta sem liggur á bak við þetta, vegna þess að þegar félagið er ekki nema nokkur hundruð milljóna virði, þá er voðalega lítið hægt að lesa út úr því. Þó að sveiflan sé mikil í prósentum talið þá er hún lítil í verðmæti félagsins í raun og veru.“ Standa vel Loks segist hann ekki hafa áhyggjur af framtíð Play. „Þeir hafa tryggt sér fjármögnun upp á tuttugu milljónir dollara, eða um 2,4 milljarða íslenskra. Svo ég held að þeir standi vel fjárhagslega. En reksturinn er þungur eins og þessi afkomuviðvörun gaf til kynna.“ Play Icelandair Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. 18. júlí 2025 12:01 Hætta við yfirtökuna BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. 8. júlí 2025 18:17 Engin U-beygja hjá Play Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna. 9. júlí 2025 12:02 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Play greindi frá því í gær að félagið geri ráð fyrir tapi upp á tæpa tvo milljarða á síðasta ársfjórðungi samanborið við 1,2 milljarða króna tap á sama tímabili í fyrra. Gengisstyrking með ólíkindum og minni eftirspurn eftir embættistöku Snorri Jakobson, hlutabréfagreinandi og eigandi Jakobsson capital, segir afkomuviðvörunina einkum skýrast af tveimur þáttum. „Það er alveg ljóst að gengisstyrking krónunnar núna á öðrum ársfjórðungi hefur farið mjög illa í flugfélögin og dregið úr samkeppnishæfni flugfélaganna, og almennt samkeppnishæfni Íslands. Það er sú ályktun sem maður getur dregið út úr uppgjörum flugfélaganna. Svo ef maður horfir á sjávarútveginn þá er útlit fyrir aflabrest, lélega loðnuúthlutun og flestir nytjastofnar bolfisks, það verður samdráttur þar. Svo þessi gengisstyrking núna í vor var með miklum ólíkindum.“ Þá segir hann að með síðari embættistöku Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi dregið úr eftirspurn eftir flugi yfir Atlantshafið, bæði hvað varðar flug milli Íslands og Bandaríkjanna og Evrópu og Bandaríkjanna. Þetta geri íslensku flugfélögunum tveimur erfiðara um vik. „Það er líka að koma við afkomu flugfélaganna á öðrum ársfjórðungi. Flestir höfðu gert ráð fyrir að það yrði næsta vetur en það er greinilegt að það hafði áhrif á öðrum ársfjórðungi líka, sem fæstir bjuggust við.“ Gengishrun endurspegli ekki raunverulegt virði Gengi hlutabréfa í félaginu hefur lækkað um tugi prósenta það sem af er morgni og stendur í fjörutíu aurum á hlut þegar þessi frétt er skrifuð. Við lokun markaða í gær stóð gengið í sextíu aurum. Snorri segir það ekki endilega til marks um raunverulegt virði félagins. „Í raun og veru er félagið mjög verðlítið ef gengið er undir svona einum og hálfum og það er mjög lítil velta sem liggur á bak við þetta, vegna þess að þegar félagið er ekki nema nokkur hundruð milljóna virði, þá er voðalega lítið hægt að lesa út úr því. Þó að sveiflan sé mikil í prósentum talið þá er hún lítil í verðmæti félagsins í raun og veru.“ Standa vel Loks segist hann ekki hafa áhyggjur af framtíð Play. „Þeir hafa tryggt sér fjármögnun upp á tuttugu milljónir dollara, eða um 2,4 milljarða íslenskra. Svo ég held að þeir standi vel fjárhagslega. En reksturinn er þungur eins og þessi afkomuviðvörun gaf til kynna.“
Play Icelandair Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. 18. júlí 2025 12:01 Hætta við yfirtökuna BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. 8. júlí 2025 18:17 Engin U-beygja hjá Play Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna. 9. júlí 2025 12:02 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. 18. júlí 2025 12:01
Hætta við yfirtökuna BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. 8. júlí 2025 18:17
Engin U-beygja hjá Play Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna. 9. júlí 2025 12:02