Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Bjarki Sigurðsson skrifar 18. júlí 2025 12:01 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. Uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair var birt í gær og kynnt í morgun. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að hagnaður eftir skatta hafi verið 1,7 milljarður króna, en á sama tímabili í fyrra var hann um hundrað milljónir króna. Tekjuaukning nam þrettán prósentum en farþegatekjur námu 50,2 milljörðum króna. FF7 vekur athygli á því að hagnaðurinn hafi í raun verið 893 milljónir fyrir skatt. Skattaleg inneign hækkar hagnaðinn um 756 milljónir til viðbótar og hagnaður eftir skatta því um 1,7 milljarður. Því séu það fjármagnsliðir en ekki reksturinn sjálfur sem standa undir meirihluta hagnaðarins. Hlutbréfavirði Icelandair hafði hækkað hægt og rólega síðasta mánuðinn og farið úr 1,01 krónu á hlut þann 23. júní síðastliðinn, upp í 1,28 krónu í gær. Hækkun um 26,73 prósent. Hún hefur þó gengið alfarið til baka eftir birtingu uppgjörs og þegar þetta er skrifað voru síðustu viðskipti gerð á 1,07 krónu. Á einum degi hefur virðið því lækkað um sextán prósent. Þó voru bjartar hliðar í uppgjörinu, en Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í apríl og júní með stundvísi upp á 87,2 prósent. Lausafjárstaða félagsins er 69,4 milljarðar króna og hefur aldrei verið sterkari. Þá er vísað til þess að breyting á framboði til og frá Íslands styrki stöðu Icelandair sem leiðandi tengiflugfélag, og er þar væntanlega verið að vísa til þess að Play ætli að einblína á flugferðir til sólarlanda. „Raungengi íslensku krónunnar er nú nálægt sögulegu hámarki. Sagan sýnir að þessi staða er ósjálfbær og mikil áskorun fyrir útflutningsgreinar þjóðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að efnahagsstefna stjórnvalda endurspegli þennan veruleika, ekki síst í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að auka skattlagningu á ferðaþjónustu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni til Kauphallar. Bókunarstaða í þriðja ársfjórðungi sé betri en á sama tíma í fyrra og gerir Bogi ráð fyrir því að afkoma félagsins muni batna milli ára í fjórðungnum. „Með þeim breytingum sem eru að verða í framboði til og frá Íslandi og umbreytingarvegferð okkar sem er þegar farin að skila árangri erum við í góðri stöðu til að takast á við tímabundnar sveiflur, styrkja markaðsstöðu félagsins og skapa virði til lengri tíma fyrir hluthafa, viðskiptavini og íslenskt efnahagslíf og samfélag.“ Icelandair Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Sjá meira
Uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair var birt í gær og kynnt í morgun. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að hagnaður eftir skatta hafi verið 1,7 milljarður króna, en á sama tímabili í fyrra var hann um hundrað milljónir króna. Tekjuaukning nam þrettán prósentum en farþegatekjur námu 50,2 milljörðum króna. FF7 vekur athygli á því að hagnaðurinn hafi í raun verið 893 milljónir fyrir skatt. Skattaleg inneign hækkar hagnaðinn um 756 milljónir til viðbótar og hagnaður eftir skatta því um 1,7 milljarður. Því séu það fjármagnsliðir en ekki reksturinn sjálfur sem standa undir meirihluta hagnaðarins. Hlutbréfavirði Icelandair hafði hækkað hægt og rólega síðasta mánuðinn og farið úr 1,01 krónu á hlut þann 23. júní síðastliðinn, upp í 1,28 krónu í gær. Hækkun um 26,73 prósent. Hún hefur þó gengið alfarið til baka eftir birtingu uppgjörs og þegar þetta er skrifað voru síðustu viðskipti gerð á 1,07 krónu. Á einum degi hefur virðið því lækkað um sextán prósent. Þó voru bjartar hliðar í uppgjörinu, en Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í apríl og júní með stundvísi upp á 87,2 prósent. Lausafjárstaða félagsins er 69,4 milljarðar króna og hefur aldrei verið sterkari. Þá er vísað til þess að breyting á framboði til og frá Íslands styrki stöðu Icelandair sem leiðandi tengiflugfélag, og er þar væntanlega verið að vísa til þess að Play ætli að einblína á flugferðir til sólarlanda. „Raungengi íslensku krónunnar er nú nálægt sögulegu hámarki. Sagan sýnir að þessi staða er ósjálfbær og mikil áskorun fyrir útflutningsgreinar þjóðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að efnahagsstefna stjórnvalda endurspegli þennan veruleika, ekki síst í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að auka skattlagningu á ferðaþjónustu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni til Kauphallar. Bókunarstaða í þriðja ársfjórðungi sé betri en á sama tíma í fyrra og gerir Bogi ráð fyrir því að afkoma félagsins muni batna milli ára í fjórðungnum. „Með þeim breytingum sem eru að verða í framboði til og frá Íslandi og umbreytingarvegferð okkar sem er þegar farin að skila árangri erum við í góðri stöðu til að takast á við tímabundnar sveiflur, styrkja markaðsstöðu félagsins og skapa virði til lengri tíma fyrir hluthafa, viðskiptavini og íslenskt efnahagslíf og samfélag.“
Icelandair Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent