Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júlí 2025 06:29 Trump hyggst hækka tollgjöld á Kanada á ný. Getty/Tasos Katopodis Bandaríkjaforseti hyggst leggja 35 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kanada. Löndin tvö hafa átt í samningaviðræðum um málið en nú þegar eru há tollgjöld í gildi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, um áætlanir sínar í bréfi sem sá fyrrnefndi birti síðan á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar segir að tollgjöldin eigi að taka gildi 1. ágúst. „Eins og þú veist, það verða engin tollgjöld sett á Kanada, eða fyrirtæki innan landamæra landsins, ef sú ákvörðun er tekin að byggja og framleiða vörurnar í Bandaríkjunum,“ segir í bréfi Trumps. Fulltrúar Kanada og Bandaríkjanna hafa átt í samningaviðræðum undanfarna mánuði um nýjan viðskipta- og varnarmálasamning þeirra á milli. Nú þegar er í gildi 25 prósenta tollgjöld á allar innfluttar kanadískar vörur að auki fimmtíu prósenta tollgjöld á allt ál og stál sem innflutt er til Bandaríkjanna. Þá er einnig 25 prósenta tollur á alla bíla og vörubíla sem ekki eru framleiddir í Bandaríkjunum. Carney svaraði Trump í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann segir forsvarsmenn Kanada muni halda áfram vinnu sinni í að vernda kanadíska starfsmenn og fyrirtæki. „Við erum að byggja sterkt Kanada. Sambandsríkið, héruð og landsvæði eru að ná verulegum árangri í að búa til eitt kanadískt hagkerfi,“ skrifar Carney. Trump hefur sent og birt yfir tuttugu álíka bréf til annarra landa sem Bandaríkin eiga í viðskiptum við, þar á meðal Japan, Suður-Kóreu og Srí Lanka. Hærri tollgjöld eiga einnig að fara í gildi 1. ágúst. Bandaríkin Kanada Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, um áætlanir sínar í bréfi sem sá fyrrnefndi birti síðan á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar segir að tollgjöldin eigi að taka gildi 1. ágúst. „Eins og þú veist, það verða engin tollgjöld sett á Kanada, eða fyrirtæki innan landamæra landsins, ef sú ákvörðun er tekin að byggja og framleiða vörurnar í Bandaríkjunum,“ segir í bréfi Trumps. Fulltrúar Kanada og Bandaríkjanna hafa átt í samningaviðræðum undanfarna mánuði um nýjan viðskipta- og varnarmálasamning þeirra á milli. Nú þegar er í gildi 25 prósenta tollgjöld á allar innfluttar kanadískar vörur að auki fimmtíu prósenta tollgjöld á allt ál og stál sem innflutt er til Bandaríkjanna. Þá er einnig 25 prósenta tollur á alla bíla og vörubíla sem ekki eru framleiddir í Bandaríkjunum. Carney svaraði Trump í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann segir forsvarsmenn Kanada muni halda áfram vinnu sinni í að vernda kanadíska starfsmenn og fyrirtæki. „Við erum að byggja sterkt Kanada. Sambandsríkið, héruð og landsvæði eru að ná verulegum árangri í að búa til eitt kanadískt hagkerfi,“ skrifar Carney. Trump hefur sent og birt yfir tuttugu álíka bréf til annarra landa sem Bandaríkin eiga í viðskiptum við, þar á meðal Japan, Suður-Kóreu og Srí Lanka. Hærri tollgjöld eiga einnig að fara í gildi 1. ágúst.
Bandaríkin Kanada Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira