Innlent

Al­var­legt mótorhjólaslys og Miklu­braut lokað

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ekki er ljóst hvort einhver hafi slasast.
Ekki er ljóst hvort einhver hafi slasast. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt mótorhjólaslys varð á Miklubraut skammt frá Sogavegi. Lögreglubílar og sjúkrabíll eru á vettvangi en takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir. Miklabraut er lokuð til vesturs frá Skeiðarvogi.

Slysið varð á Miklubraut á níunda tímanum í morgun í nágrenni Sogavegar. Ekki liggur fyrir hvort einhver sé slasaður en talsvert viðbragð er á vettvangi.

„Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×