Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar 7. júlí 2025 11:32 Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdur laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. Skjáskot úr leit Google. Umheimurinn er að vakna og átta sig á því hversu hræðileg starfsemi sjókvíaeldi er fyrir umhverfið, lífríkið og líka eldisdýrin sjálf sem eiga ömurlega vist í sjókvíunum. Sjúk eldisdýr Það sem sjókvíaeldisfyrirtækin kalla „kynbætur“ hefur haft þær afleiðingar að hver einasti eldislax er hjartveikur, yfir helmingur er heyrnarlaus eða með takmarkaða heyrn og beinagrind og höfuðkúpa stórs hluta laxanna er aflöguð. Ástæðan er látaus áhersla sjókvíaeldismanna í „kynbótastarfinu“ á að auka vaxtarhraða eldisdýranna sem allra mest. Græðgin er taumlaus. Tilvera eldislaxanna í sjókvíunum er ömurleg og hvergi verri en hér við Ísland þar sem hátt í fjórðungur þeirra drepst á ári hverju vegna sníkjudýra, sjúkdóma eða þeirra slæmu heilsu sem þeim hefur verið sköpuð með „kynbótunum“. Myndin sem kemur upp við leitina er ein af um 300 sem skosk yfirvöld birtu af ástandi eldislaxa í sjókvíum þar við land. Ljósmyndir úr íslenskum sjókvíum eru enn þá verri. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa laxinn í sjókvíum í um tvö ár. Það þýðir að um og yfir 40 prósent þeirra hefur drepist hér við land áður en kemur að slátrun. Dagarnir eru taldir Mjög ákveðin teikn eru á lofti um að heimurinn sé byrjaður að snúa baki við sjókvíaeldisiðnaðinum. Atle Eide, fyrrum stjórnarformaður norska eldisrisans Salmar, móðurfélags Arnarlax, sagði í viðtali vorið 2021 að dagar sjókvíeldis í opnum sjókvíum væru taldir. Hans spá var að um 2030 myndi neytendur um allan heim hafa áttað sig á því hversu slæm umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru og hversu alvarlegur dýravelferðarvandinn er í sjókvíunum. Þessi þróun er farin af stað. Skynsamir áhættugreinendur myndu aldrei leggja framtíð heilu byggðarlaganna í hendur þessarar grimmdarlegu stóriðju. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru stórfyrirtæki þar sem hagur hluthafanna er alltaf og undantekningarlaust í forgangi, hvort sem það er á kostnað umhverfisins, lífríkisins, eldisdýranna eða íbúa þeirra þorpa þar sem fyrirtækin eru með starfstöðvar þá stundina. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdur laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. Skjáskot úr leit Google. Umheimurinn er að vakna og átta sig á því hversu hræðileg starfsemi sjókvíaeldi er fyrir umhverfið, lífríkið og líka eldisdýrin sjálf sem eiga ömurlega vist í sjókvíunum. Sjúk eldisdýr Það sem sjókvíaeldisfyrirtækin kalla „kynbætur“ hefur haft þær afleiðingar að hver einasti eldislax er hjartveikur, yfir helmingur er heyrnarlaus eða með takmarkaða heyrn og beinagrind og höfuðkúpa stórs hluta laxanna er aflöguð. Ástæðan er látaus áhersla sjókvíaeldismanna í „kynbótastarfinu“ á að auka vaxtarhraða eldisdýranna sem allra mest. Græðgin er taumlaus. Tilvera eldislaxanna í sjókvíunum er ömurleg og hvergi verri en hér við Ísland þar sem hátt í fjórðungur þeirra drepst á ári hverju vegna sníkjudýra, sjúkdóma eða þeirra slæmu heilsu sem þeim hefur verið sköpuð með „kynbótunum“. Myndin sem kemur upp við leitina er ein af um 300 sem skosk yfirvöld birtu af ástandi eldislaxa í sjókvíum þar við land. Ljósmyndir úr íslenskum sjókvíum eru enn þá verri. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa laxinn í sjókvíum í um tvö ár. Það þýðir að um og yfir 40 prósent þeirra hefur drepist hér við land áður en kemur að slátrun. Dagarnir eru taldir Mjög ákveðin teikn eru á lofti um að heimurinn sé byrjaður að snúa baki við sjókvíaeldisiðnaðinum. Atle Eide, fyrrum stjórnarformaður norska eldisrisans Salmar, móðurfélags Arnarlax, sagði í viðtali vorið 2021 að dagar sjókvíeldis í opnum sjókvíum væru taldir. Hans spá var að um 2030 myndi neytendur um allan heim hafa áttað sig á því hversu slæm umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru og hversu alvarlegur dýravelferðarvandinn er í sjókvíunum. Þessi þróun er farin af stað. Skynsamir áhættugreinendur myndu aldrei leggja framtíð heilu byggðarlaganna í hendur þessarar grimmdarlegu stóriðju. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru stórfyrirtæki þar sem hagur hluthafanna er alltaf og undantekningarlaust í forgangi, hvort sem það er á kostnað umhverfisins, lífríkisins, eldisdýranna eða íbúa þeirra þorpa þar sem fyrirtækin eru með starfstöðvar þá stundina. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun