Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir, Halla Karen Kristjánsdóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 2. júlí 2025 21:32 Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum. Tekjur Jöfnunarsjóðs koma úr ríkissjóði, annars vegar sem hlutfall af skatttekjum og hins vegar fjárhæð sem er hlutfall af álagningarstofni útsvars. Lagafrumvarp þetta kom fram á síðasta þingi og meginmarkmið er að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi. Tilgangur þess er að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun úr sjóðnum, einfalda skipulag sjóðsins og stuðla að því að hann fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Einnig er markmið að endurskoðunin verði jafnframt að auka jöfnuð sem styður við langtímastefnumótun, m.a. á sviði opinberra fjármála. Þetta eru allt skiljanleg og skynsamleg markmið. En það er eins með þetta lagafrumvarp og flest önnur mannanna verk að það er ekki fullkomið. Hvað varðar það sveitarfélag sem við erum í fyrirsvari fyrir, Mosfellsbæ, vantar talsvert upp á. Samkvæmt upphaflegu frumvarpi sem var lagt fram árið 2023 áttu framlög til Mosfellsbæjar að lækka um 50 milljónir. Frumvarpið var síðan lagt fram aftur í janúar 2025 og þá nam lækkunin um 400 milljónum. Ástæðan var meðal annars sú að vægi svokallaðs stærðarhagkvæmnihlutfalls var hækkað, úr 20 % í 26 %. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir er niðurstaðan 250 milljóna lækkun framlags. Jú auðvitað er það betra en 400 milljóna lækkun en samt sem áður, þetta er of stór biti fyrir bæjarsjóð í bæ sem telur tæplega 14 þúsund íbúa. Flestir sem skoðað hafa málið benda á að þessi niðurstaða sé ósanngjörn. Ósanngjarna útdeilingu opinberra fjármuna er erfitt að sætta sig við. Eitt af markmiðum þessarar endurskoðunar er að leiðrétta hlut þeirra sveitarfélaga sem kallast fjölkjarna, þ.e. sveitarfélög þar sem eru fleiri en einn þéttbýliskjarni. Það er mjög skiljanlegt markmið enda verða sveitarfélög sem þannig er ástatt um að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það er jú viss kostnaður fólginn í því að reka fleiri en einn þéttbýlisstað. Við viljum taka það fram að við skiljum þá áherslu og að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. Það sem við áttum okkur ekki á er að fjölkjarna sveitarfélag á Suðurlandi af svipaðri stærð, ívið færri íbúar þó, skuli fá 900 milljónum króna hærra framlag úr Jöfnunarsjóði en Mosfellsbær. Þarna virðist vera einhver skekkja. Mosfellsbær lendir í þessum mikla niðurskurði þrátt fyrir t.d. hlutfallslega mikinn fjölda barna og fatlaðs fólks og að sveitarfélagið hafi fullnýtt útsvarsprósentu undanfarin ár. Vægi barnafjölda bæði á leikskóla- og grunnskólaaldri inn í útreikninga sjóðsins er lækkað og okkur þykir lítið tillit tekið til þess að í Mosfellsbæ búa hlutfallslega margir fatlaðir íbúar. Sem dæmi má nefna að hlutfallið hjá okkur er 0,578% en er til dæmis 0.29% í Kópavogi. Á árinu 2024 er mismunur á milli framlaga frá ríkinu í málaflokk fatlaðs fólks og útgjalda vegna málaflokksins um 450 milljónir króna. Þá virðist sem svo að sá stuðull sem notaður er til að meta stærðarhagkvæmni sveitarfélaga sé afar óhagstæður Mosfellsbæ sem kemur sér illa í hraðvaxandi sveitarfélagi. Við höfum komið áhyggjum okkar á framfæri við þingmenn og vonumst til þess að það takist að finna einhverja leið til að milda þetta högg fyrir Mosfellsbæ. Það er auðvitað löngu orðið tímabært að endurskoða hið flókna og ógagnsæja regluverk um Jöfnunarsjóðinn en tiltektin má ekki vera svo hressileg að hluta barnanna sé skolað út með baðvatninu. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Alþingi Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum. Tekjur Jöfnunarsjóðs koma úr ríkissjóði, annars vegar sem hlutfall af skatttekjum og hins vegar fjárhæð sem er hlutfall af álagningarstofni útsvars. Lagafrumvarp þetta kom fram á síðasta þingi og meginmarkmið er að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi. Tilgangur þess er að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun úr sjóðnum, einfalda skipulag sjóðsins og stuðla að því að hann fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Einnig er markmið að endurskoðunin verði jafnframt að auka jöfnuð sem styður við langtímastefnumótun, m.a. á sviði opinberra fjármála. Þetta eru allt skiljanleg og skynsamleg markmið. En það er eins með þetta lagafrumvarp og flest önnur mannanna verk að það er ekki fullkomið. Hvað varðar það sveitarfélag sem við erum í fyrirsvari fyrir, Mosfellsbæ, vantar talsvert upp á. Samkvæmt upphaflegu frumvarpi sem var lagt fram árið 2023 áttu framlög til Mosfellsbæjar að lækka um 50 milljónir. Frumvarpið var síðan lagt fram aftur í janúar 2025 og þá nam lækkunin um 400 milljónum. Ástæðan var meðal annars sú að vægi svokallaðs stærðarhagkvæmnihlutfalls var hækkað, úr 20 % í 26 %. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir er niðurstaðan 250 milljóna lækkun framlags. Jú auðvitað er það betra en 400 milljóna lækkun en samt sem áður, þetta er of stór biti fyrir bæjarsjóð í bæ sem telur tæplega 14 þúsund íbúa. Flestir sem skoðað hafa málið benda á að þessi niðurstaða sé ósanngjörn. Ósanngjarna útdeilingu opinberra fjármuna er erfitt að sætta sig við. Eitt af markmiðum þessarar endurskoðunar er að leiðrétta hlut þeirra sveitarfélaga sem kallast fjölkjarna, þ.e. sveitarfélög þar sem eru fleiri en einn þéttbýliskjarni. Það er mjög skiljanlegt markmið enda verða sveitarfélög sem þannig er ástatt um að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það er jú viss kostnaður fólginn í því að reka fleiri en einn þéttbýlisstað. Við viljum taka það fram að við skiljum þá áherslu og að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. Það sem við áttum okkur ekki á er að fjölkjarna sveitarfélag á Suðurlandi af svipaðri stærð, ívið færri íbúar þó, skuli fá 900 milljónum króna hærra framlag úr Jöfnunarsjóði en Mosfellsbær. Þarna virðist vera einhver skekkja. Mosfellsbær lendir í þessum mikla niðurskurði þrátt fyrir t.d. hlutfallslega mikinn fjölda barna og fatlaðs fólks og að sveitarfélagið hafi fullnýtt útsvarsprósentu undanfarin ár. Vægi barnafjölda bæði á leikskóla- og grunnskólaaldri inn í útreikninga sjóðsins er lækkað og okkur þykir lítið tillit tekið til þess að í Mosfellsbæ búa hlutfallslega margir fatlaðir íbúar. Sem dæmi má nefna að hlutfallið hjá okkur er 0,578% en er til dæmis 0.29% í Kópavogi. Á árinu 2024 er mismunur á milli framlaga frá ríkinu í málaflokk fatlaðs fólks og útgjalda vegna málaflokksins um 450 milljónir króna. Þá virðist sem svo að sá stuðull sem notaður er til að meta stærðarhagkvæmni sveitarfélaga sé afar óhagstæður Mosfellsbæ sem kemur sér illa í hraðvaxandi sveitarfélagi. Við höfum komið áhyggjum okkar á framfæri við þingmenn og vonumst til þess að það takist að finna einhverja leið til að milda þetta högg fyrir Mosfellsbæ. Það er auðvitað löngu orðið tímabært að endurskoða hið flókna og ógagnsæja regluverk um Jöfnunarsjóðinn en tiltektin má ekki vera svo hressileg að hluta barnanna sé skolað út með baðvatninu. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun