Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar 1. júlí 2025 15:15 „Börn fremja fleiri ofbeldisbrot en nokkru sinni,“ er fyrirsögn greinar sem birtist á mbl.is í dag. Er þarna vitnað í nýútkomna skýrslu Stjórnarráðs Íslands: „Áætlun fyrir aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum“. Í þessari skýrslu er að finna gögn frá lögreglu og Barnaverndarstofu þar sem farið er yfir áhættuhegðan barna o.fl. Þessar tölur mátti einnig finna í svörtum skýrslum um börn sem komu út á síðasta ári. Þar kom m.a. fram að meiriháttar og stórfelldum líkamsárásum ungmenna hafði fjölgað um 188% frá árinu 2019. Þar kom líka fram að börn væru vistuð í einkareknum búsetuúrræðum þar sem fagmennsku skorti og eftirliti væri ábótavant. Síðastliðið ár voru börn í vanda vistuð í fangageymslum í Hafnarfirði vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Svar stjórnvalda við þessari stöðu og þessum vanda má sjá í fjármálaætlun til ársins 2030. Þar kemur fram að framlög til forvarna, lýðheilsu og umhverfis barna í grunnskólum verða skorin niður um samtals 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Eftir fjölmarga neyðarfundi í NATO var síðan tekin ákvörðun um að stefna á að útgjöld til öryggis- og varnarmála verði 70 ma.kr. innan 10 ára. Forgangsmál á Íslandi hafa víst aldrei snúist um börn. Viðvörunarbjöllur sl. fimm ár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi strax í upphafi Covid faraldursins frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við áhrifum faraldursins á geðheilsu til skemmri og lengri tíma. Var sérstaklega bent á að horfa þyrfti til geðheilsu barna og þeirra sem væru í viðkvæmri stöðu. Kreppur sl. 100 ára voru fyrst og fremst efnahagslegar og því er erfitt að leita í söguna til að spá fyrir um afleiðingar. Einangrun, ótti, samfélagsmiðlar, falsfréttir o.fl. gerðu þessa kreppu flóknari en aðrar kreppur í sögunni. Líkindi væri helst að finna í löndum þar sem einstaklingar hafa búið við skert frelsi vegna stjórnmálaskoðana eða stríðsástands. Geðhjálp benti stjórnvöldum ítrekað á þessa yfirlýsingu og þær viðvörunabjöllur sem sjá mátti í geðheilsuvísum ár hvert í kjölfarið. WHO sendi síðan frá sér aðra yfirlýsingu þann 8. október 2021, þar sem m.a. eftirfarandi kom fram: Samantekt, sem birt er í nýjum gagnagrunni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um geðheilbrigðismál, sýnir svart á hvítu að þjóðum heimsins hefur mistekist að bjóða þegnunum viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Þetta gerist á þeim tíma sem mikilvægi þess að setja geðheilbrigðismál á oddinn hefur aldrei verið jafn brýnt. Rannsóknir um skammtímaáhrif Covid á geðheilsu sérstaklega barna og ungmenna eru ekki margar og langtímaáhrifin eru ekki að fullu komin í ljós. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrsluna Mental Health and COVID 19: Early evidence of the pandemic‘s impact í mars 2022 þar sem fyrstu gögn voru tekin saman. Þar komu fram sterkar vísbendingar um neikvæð áhrif sóttvarnaraðgerða á geðheilsu. Sérstaklega er tekið fram að sjálfsvígstíðni barna og ungmenna hafi aukist og geðheilsu hrakað þar sem aðgerðir gegn veirunni voru umfangsmiklar. Mótvægisaðgerðir íslenskra stjórnvalda voru afar takmarkaðar og áherslan eins og nær alltaf á efnahagslega þætti og þarfir atvinnulífsins. Hvar er farsældin? Verðmætamat okkar þarf að breytast. Efnishyggjan hefur því miður fengið að ráða allt of lengi. Síaukin neysla okkar festir okkur í eltingaleik sem skilur lítið eftir sig og er svo sannarlega ekki vinasamlegur geðheilsu okkar. Þegar veiran herjaði á okkur var engu til sparað þegar kom að mannafla eða fjármagni. Þegar fjalla á um kvótakerfið þá mæta allir á dekk í umræðuna og linna ekki látunum fyrr en þeirra sjónarmið verður ofan á. Við þurfum að horfa þannig á geðheilbrigðismál og þá sérstaklega barna- og ungmenna. Að átta okkur á afleiðingum þeirrar stefnu sem nú er í gangi og leiðrétta hana. Hvar er þríeykið? Hvar eru greiningardeildir bankanna? Hvar er stuðningsnet fyrir verðandi foreldra og stuðningur fyrstu tvö árin í lífi barna? Hvar eru meðferðarúrræði barna? Hvar er farsældin? Hvers vegna er þykir það eðlilegt að auka framlög til öryggis- og varnarmála um 11 ma.kr. en draga á sama tíma úr framlögum til geð- og lýðheilsu barna um 5,7 ma.kr.? Hvar er 100 klst. umræða um málefni barna á Alþingi? Hvers vegna þykir eðlilegt að allir sem starfa í banka hafi viðskiptapróf úr háskóla á sama tíma og það þykir eðlilegt að 80% þeirra, sem starfa á geðdeildum og stofnunum þar sem fólk með geðrænan vanda dvelur, séu ófagmenntaðir? Þessi listi er ekki tæmandi. Því miður eru engar líkur á því að þingið fresti sumarfríum vegna alvarlegrar stöðu barna á Íslandi. Svörtu skýrslurnar sem birtar voru sumarið 2024 og svörtu skýrslurnar núna hafa mér vitandi ekki fengið svo mikið sem mínútu umfjöllun á Alþingi. Það virðist ekki vera heilög skylda þingmanna að ræða þessa stöðu. Það eru vonbrigði. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
„Börn fremja fleiri ofbeldisbrot en nokkru sinni,“ er fyrirsögn greinar sem birtist á mbl.is í dag. Er þarna vitnað í nýútkomna skýrslu Stjórnarráðs Íslands: „Áætlun fyrir aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum“. Í þessari skýrslu er að finna gögn frá lögreglu og Barnaverndarstofu þar sem farið er yfir áhættuhegðan barna o.fl. Þessar tölur mátti einnig finna í svörtum skýrslum um börn sem komu út á síðasta ári. Þar kom m.a. fram að meiriháttar og stórfelldum líkamsárásum ungmenna hafði fjölgað um 188% frá árinu 2019. Þar kom líka fram að börn væru vistuð í einkareknum búsetuúrræðum þar sem fagmennsku skorti og eftirliti væri ábótavant. Síðastliðið ár voru börn í vanda vistuð í fangageymslum í Hafnarfirði vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Svar stjórnvalda við þessari stöðu og þessum vanda má sjá í fjármálaætlun til ársins 2030. Þar kemur fram að framlög til forvarna, lýðheilsu og umhverfis barna í grunnskólum verða skorin niður um samtals 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Eftir fjölmarga neyðarfundi í NATO var síðan tekin ákvörðun um að stefna á að útgjöld til öryggis- og varnarmála verði 70 ma.kr. innan 10 ára. Forgangsmál á Íslandi hafa víst aldrei snúist um börn. Viðvörunarbjöllur sl. fimm ár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi strax í upphafi Covid faraldursins frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við áhrifum faraldursins á geðheilsu til skemmri og lengri tíma. Var sérstaklega bent á að horfa þyrfti til geðheilsu barna og þeirra sem væru í viðkvæmri stöðu. Kreppur sl. 100 ára voru fyrst og fremst efnahagslegar og því er erfitt að leita í söguna til að spá fyrir um afleiðingar. Einangrun, ótti, samfélagsmiðlar, falsfréttir o.fl. gerðu þessa kreppu flóknari en aðrar kreppur í sögunni. Líkindi væri helst að finna í löndum þar sem einstaklingar hafa búið við skert frelsi vegna stjórnmálaskoðana eða stríðsástands. Geðhjálp benti stjórnvöldum ítrekað á þessa yfirlýsingu og þær viðvörunabjöllur sem sjá mátti í geðheilsuvísum ár hvert í kjölfarið. WHO sendi síðan frá sér aðra yfirlýsingu þann 8. október 2021, þar sem m.a. eftirfarandi kom fram: Samantekt, sem birt er í nýjum gagnagrunni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um geðheilbrigðismál, sýnir svart á hvítu að þjóðum heimsins hefur mistekist að bjóða þegnunum viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Þetta gerist á þeim tíma sem mikilvægi þess að setja geðheilbrigðismál á oddinn hefur aldrei verið jafn brýnt. Rannsóknir um skammtímaáhrif Covid á geðheilsu sérstaklega barna og ungmenna eru ekki margar og langtímaáhrifin eru ekki að fullu komin í ljós. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrsluna Mental Health and COVID 19: Early evidence of the pandemic‘s impact í mars 2022 þar sem fyrstu gögn voru tekin saman. Þar komu fram sterkar vísbendingar um neikvæð áhrif sóttvarnaraðgerða á geðheilsu. Sérstaklega er tekið fram að sjálfsvígstíðni barna og ungmenna hafi aukist og geðheilsu hrakað þar sem aðgerðir gegn veirunni voru umfangsmiklar. Mótvægisaðgerðir íslenskra stjórnvalda voru afar takmarkaðar og áherslan eins og nær alltaf á efnahagslega þætti og þarfir atvinnulífsins. Hvar er farsældin? Verðmætamat okkar þarf að breytast. Efnishyggjan hefur því miður fengið að ráða allt of lengi. Síaukin neysla okkar festir okkur í eltingaleik sem skilur lítið eftir sig og er svo sannarlega ekki vinasamlegur geðheilsu okkar. Þegar veiran herjaði á okkur var engu til sparað þegar kom að mannafla eða fjármagni. Þegar fjalla á um kvótakerfið þá mæta allir á dekk í umræðuna og linna ekki látunum fyrr en þeirra sjónarmið verður ofan á. Við þurfum að horfa þannig á geðheilbrigðismál og þá sérstaklega barna- og ungmenna. Að átta okkur á afleiðingum þeirrar stefnu sem nú er í gangi og leiðrétta hana. Hvar er þríeykið? Hvar eru greiningardeildir bankanna? Hvar er stuðningsnet fyrir verðandi foreldra og stuðningur fyrstu tvö árin í lífi barna? Hvar eru meðferðarúrræði barna? Hvar er farsældin? Hvers vegna er þykir það eðlilegt að auka framlög til öryggis- og varnarmála um 11 ma.kr. en draga á sama tíma úr framlögum til geð- og lýðheilsu barna um 5,7 ma.kr.? Hvar er 100 klst. umræða um málefni barna á Alþingi? Hvers vegna þykir eðlilegt að allir sem starfa í banka hafi viðskiptapróf úr háskóla á sama tíma og það þykir eðlilegt að 80% þeirra, sem starfa á geðdeildum og stofnunum þar sem fólk með geðrænan vanda dvelur, séu ófagmenntaðir? Þessi listi er ekki tæmandi. Því miður eru engar líkur á því að þingið fresti sumarfríum vegna alvarlegrar stöðu barna á Íslandi. Svörtu skýrslurnar sem birtar voru sumarið 2024 og svörtu skýrslurnar núna hafa mér vitandi ekki fengið svo mikið sem mínútu umfjöllun á Alþingi. Það virðist ekki vera heilög skylda þingmanna að ræða þessa stöðu. Það eru vonbrigði. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun