Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. júní 2025 08:33 Í umræðu um sjávarútveg og tekjur ríkissjóðs hefur allt of oft sú einfaldaða mynd skapast að greinin eigi að „skila sínu“ – með veiðigjöldum eða öðrum sértækum álögum. Líkt og hún sé sjálfstæð ótæmandi tekjulind sem hægt sé að stýra líkt og skrúfað sé frá krana. En sú sýn nær skammt. Hún horfir framhjá því að sjávarútvegur er ekki bara ein atvinnugrein meðal annarra – hann er, eins og fleiri undirstöðuatvinnugreinar, burðarás í vistkerfi íslensks atvinnulífs. Í raun má líta á sjávarútveg sem orkugjafa margra annarra greina. Þegar hann gengur vel, nýtur fjöldi annarra atvinnugreina góðs af. Þegar hann veikist, þá veikjast þær með honum. Þetta á við um tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hanna sjálfvirknilausnir, gervigreind og vöktunarkerfi fyrir vinnslur og skip. Þetta á við um flutningafyrirtæki sem flytja afurðir á markaði, tryggingafélög sem tryggja skip og rekstur, fjármálafyrirtæki sem fjármagna endurnýjun og fjárfestingar, og ráðgjafa sem vinna að gæðastjórnun, markaðssetningu og umhverfismálum. Þúsundir starfa eru háð virkni sjávarútvegsins – þó þau séu ekki innan útgerðarinnar sjálfrar. Þegar við ræðum um „réttláta“ hlutdeild sjávarútvegs í ríkisrekstri, þurfum við að muna að tekjur ríkissjóðs af greininni koma í gegnum marga farvegi. Það eru ekki aðeins veiðigjöld sem skipta máli, heldur einnig tekjuskattar, tryggingagjöld, virðisaukaskattar og aðrar afleiddar skattgreiðslur frá starfsfólki, þjónustuaðilum og undirverktökum. Þetta afleidda skattspor er víðfeðmt – og það byggir á því að grunnstoðin, sjávarútvegurinn sjálfur, gangi vel. Þegar sjávarútveginum gengur vel, þá slagar skattspor hans upp í 100 milljarða og samsett skattspor hinna fjölmörgu greina er hann þjónusta bætir þar tugum milljarða við. Ef við þrengjum að þessari grunnstoð okkar með of miklum álögum, óstöðugu rekstrarumhverfi eða skorti á langtímahugsun, þá dregur úr getu hennar til að skapa aukin verðmæti. Það hefur keðjuverkandi áhrif – ekki bara á útgerðarfyrirtækin, heldur einnig á tugi annarra greina sem byggja afkomu sína að miklu leyti á virkni sjávarútvegsins. Það dregur úr fjárfestingum, nýsköpun, störfum og á endanum dragast skatttekjur ríkisins saman. Við þurfum því að horfa á heildarmyndina. Sjávarútvegur er ekki eyland. Hann er burðarás í vistkerfi atvinnulífsins – og þegar við styðjum við hann, styðjum við við fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í landinu. Það er ekki spurning um að hlífa greininni eða stunda einhverja sérhagsmunagæslu– heldur að hlúa að verðmætasköpuninni sem hún knýr áfram. Það eru hinir raunverulegu almannahagsmunir. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um sjávarútveg og tekjur ríkissjóðs hefur allt of oft sú einfaldaða mynd skapast að greinin eigi að „skila sínu“ – með veiðigjöldum eða öðrum sértækum álögum. Líkt og hún sé sjálfstæð ótæmandi tekjulind sem hægt sé að stýra líkt og skrúfað sé frá krana. En sú sýn nær skammt. Hún horfir framhjá því að sjávarútvegur er ekki bara ein atvinnugrein meðal annarra – hann er, eins og fleiri undirstöðuatvinnugreinar, burðarás í vistkerfi íslensks atvinnulífs. Í raun má líta á sjávarútveg sem orkugjafa margra annarra greina. Þegar hann gengur vel, nýtur fjöldi annarra atvinnugreina góðs af. Þegar hann veikist, þá veikjast þær með honum. Þetta á við um tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hanna sjálfvirknilausnir, gervigreind og vöktunarkerfi fyrir vinnslur og skip. Þetta á við um flutningafyrirtæki sem flytja afurðir á markaði, tryggingafélög sem tryggja skip og rekstur, fjármálafyrirtæki sem fjármagna endurnýjun og fjárfestingar, og ráðgjafa sem vinna að gæðastjórnun, markaðssetningu og umhverfismálum. Þúsundir starfa eru háð virkni sjávarútvegsins – þó þau séu ekki innan útgerðarinnar sjálfrar. Þegar við ræðum um „réttláta“ hlutdeild sjávarútvegs í ríkisrekstri, þurfum við að muna að tekjur ríkissjóðs af greininni koma í gegnum marga farvegi. Það eru ekki aðeins veiðigjöld sem skipta máli, heldur einnig tekjuskattar, tryggingagjöld, virðisaukaskattar og aðrar afleiddar skattgreiðslur frá starfsfólki, þjónustuaðilum og undirverktökum. Þetta afleidda skattspor er víðfeðmt – og það byggir á því að grunnstoðin, sjávarútvegurinn sjálfur, gangi vel. Þegar sjávarútveginum gengur vel, þá slagar skattspor hans upp í 100 milljarða og samsett skattspor hinna fjölmörgu greina er hann þjónusta bætir þar tugum milljarða við. Ef við þrengjum að þessari grunnstoð okkar með of miklum álögum, óstöðugu rekstrarumhverfi eða skorti á langtímahugsun, þá dregur úr getu hennar til að skapa aukin verðmæti. Það hefur keðjuverkandi áhrif – ekki bara á útgerðarfyrirtækin, heldur einnig á tugi annarra greina sem byggja afkomu sína að miklu leyti á virkni sjávarútvegsins. Það dregur úr fjárfestingum, nýsköpun, störfum og á endanum dragast skatttekjur ríkisins saman. Við þurfum því að horfa á heildarmyndina. Sjávarútvegur er ekki eyland. Hann er burðarás í vistkerfi atvinnulífsins – og þegar við styðjum við hann, styðjum við við fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í landinu. Það er ekki spurning um að hlífa greininni eða stunda einhverja sérhagsmunagæslu– heldur að hlúa að verðmætasköpuninni sem hún knýr áfram. Það eru hinir raunverulegu almannahagsmunir. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun