Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 29. júní 2025 23:30 Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár. Fyrrum framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokksins undir forystu Gunnars Smára Eglissonar tók félagið yfir án umboðs og hefur stjórnað því sem skuggastjórn alveg frá stofnun fyrir fjórum árum síðan. Nú rúmum mánuði eftir að fyrrum framkvæmdarstjórn féll í kosningu eru þau enn með Vorstjörnuna í gíslingu, fara með félagið eins og það sé í þeirra eigu. Vorstjarnan var stofnuð síðvetrar 2021. Yfirlýstur tilgangur félagsins var eins og segir í 2. grein félagsins: ”Tilgangur félagsins er að styrkja og efla rödd jaðarsettra hópa svo að þeir hópar nái að nýta sér verkfæri lýðræðis.”Þessu markmið átti að ná fram með því að veita aðstöðu til þess að fólk gæti komið saman og með útláni á útbúnaði til minni hópa. Ef einhver hagnaður eða rekstrarafgangur væri, samkvæmt 9. grein laga félagsins, átti að styrkja grasrótarstarf þeirra sem einbeita sér að hlutskipti minnihlutahópa. Þetta er allt saman gott og blessað og klárlega gert í besta tilgangi af flestum þeim sem til félagsins stofnuðu. Aðeins 23 félagar hafa verið skráðir í Vorstjörnuna þangað til nú á vordögum 2025. Í óvirkri stjórn félagsins hafa frá upphafi verið: Védís Guðjónsdóttir formaður, Sigrún E. Unnsteinsdóttir f.v gjaldkeri, þriðji stjórnarmaðurinn lést í nóvember 2024. Sara Stef Hildar sem nýkjörin framkvæmdarstjórn flokksins hefur kært fyrir efnahagsbrot tók við sem gjaldkeri félagsins 01.06.2022 eftir að Sigrún E. Unnsteinsdóttir baðst lausnar frá því embætti. Sara hefur svo undanfarna mánuði greitt sjálfri sér laun úr sjóðum Vorstjörnunnar sem húsvörður í Bolholti 6 án þess að samþykki liggi fyrir frá lögmætri stjórn félagsins. Tekjur Vorstjörnunnar eru eftir minni bestu vitneskju:Árlegur styrkur Sósíalstaflokksins 11.300.000Árlegur styrkur borgarstjórnarhluta Sósíalistaflokksins tæpar 2.000.000Mánaðarleg tíund frá borgarfulltrúum Sósíalistaflokksins 1.200.000Leiga flokksins 2.604.000Leiga Samstöðvarinnar 1.800.000 Samtals = 18.904.000 Gjöld Vorstjörnunnar eru eftir minni bestu vitneskju:Leiga á Bolholti 6 = 11.160.000Laun til húsvarðar = 1.500.000Þrif á Bolholti = 960.000 Samtals = 13.620.000 Eflaust er einhver meiri kostnaður t.d hiti, rafmagn og þess háttar en þessar tölur eru settar fram eftir bestu vitneskju en við í nýkjörinni framkvæmdarstjórn höfum ekki haft aðgang að öllum bókhaldsgögnum. En hvernig hefur Vorstjarnan virkað sem góðgerðarfélag? Hverju hefur hún skilað til jaðarsettra hópa í samfélaginu? Stutta svarið er bara alls ekki og alls engu. Aðeins tveir styrkir hafa verið veittir úr félaginu. Þrjátíu þúsund kr. Styrkur til Pepp, grasrótar fólks í fátækt og félagslegri einangrun. Rausnarlegt það. Einnig 5 milljón kr. Styrkur til Leigjendasamtakanna. Það kann að sýnast ansi rausnarlegt en í raun fóru engir peningar til Leigjendasamtakanna. Styrkurinn var skilyrtur sem leiga á húsnæði Vorstjörnunnar og fyrir öðrum óljósum kostnaði. Húsnæði sem Leigjendasamtökin þurftu ekki á að halda. Að sögn kunnugra funduðu samtökin í húsnæðinu aðeins fimm sinnum. Það kómíska er að þarna innheimtir Vorsjarnan leigu af baráttusamtökum þrátt fyrir að í samþykktum þess 3. gr. ætli félagið að ná markmiðum sínum með því að ”veita aðstöðu þar sem fólk gæti komið saman”. Vorstjarnan hefur aftur á móti niðurgreitt leigu Samstöðvarinnar og borgað hita, rafmagn, internet og þrif á aðstöðu Samstöðvarinnar. Samstöðin er í eigu Alþýðufélagsins ehf og leigir Samstöðin húsnæði af Vorstjörnunni í Bolholti 6. Árangur Vorstjörnunnar sem góðgerðarfélags á fjögurra ára starfsævi er því að styrkja fólk í fátækt um heilar 30 þúsund krónur og niðurgreiða leigu fyrir sjónvarpstöð. Trausti Breiðfjörð Magnússon greiddi inn í Vorstjörnuna 100.000 kr. styrk á mánuði þann tíma sem hann var borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Þegar hann fór að sjá að Vorstjarnan væri kannski ekki það góðgerðarfélag sem það var gefið út fyrir að vera, sendi hann inn fyrirspurn um í hvað fjárstyrkur hans hefði farið. Fyrirspurn hans hefur ekki verið svarað og hann því engu nær í hvað styrkur hans fór. Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnunnar hefur einnig verið kærð fyrir rökstuddan grun um ólögmæta meðhöndlun á stjórn félagsins en hún hefur leyft aðilum sem hafa ekki verið kjörnir í stjórn félagsins, skuggastjórnendum, að fara með ákvörðunarvald yfir fjármunum félagsins, falsað fundargerðir, skrifað undir ólögmæta leigusamninga án aðkomu annarra stjórnarmeðlima og hunsað algerlega beiðnir um að halda stjórnarfundi með löglega skráðum stjórnarmeðlimum. Í kosningarbáráttu til alþingiskosninga voru millifærðar 4,5 milljónir úr sjóðum Vorstjörnunnar til Sósíalistaflokksins án nokkurar heimildar. Ekki er ljóst hverjir tóku ákvörðun þar um. Nokkru eftir aðalfund Sósíalistaflokksins flokksins í maí síðastliðnum millifærði svo Guðmundur Auðunsson án löglegs umboðs 3 milljónir króna af bankareikningi Sósíalistaflokksins yfir á bankareikning Vorstjörnunnar. Guðmundur var skipaður gjaldkeri kosningarbáráttunnar síðasta haust en engöngu gjaldkeri kosningarbaráttunnar, ekki flokksins. Hefur þessi gjörningur verið kærður til lögreglu. Það er ekki að ástæðulausu að nýkjörin stjórn er að taka til í innra starfi og fjármálum flokksins. Nú hefur svo formaður Vorstjörnunnar ásamt skuggastjórnendum gömlu framkvæmdarstjórnar Sósíalsistaflokksins boðað til ólöglegs aðalfundar mánudaginn 30. júní kl.17.30 án alls samráðs við aðra lögmæta stjórnarmeðlimi Vorstjörnunnar. Þar ætlar skuggastjórnin endanlega að tryggja yfirráðs sín yfir Vorstjörnunni og þeim fjármunum sem Sósíalistaflokkurinn hefur lagt þar inn. Sú upphæð skiptir milljónum. Vorstjarnan hefur gert skuldbindingar að borga leigu á Bolholti 6 út árið 2025 þar sem bæði Sósíalistaflokkurinn og Samstöðin eru til húsa. Helst af öllu vildi ég sem stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokksins gefa alla þá fjármuni sem sem eftir verða í félaginu í árslok, eftir að öllum skuldbindingum hefur verið gerð skil, til góðgerðarmála og leggja félagið niður enda hefur félagið aldrei verið rekið eins og til þess var stofnað. Höfundur er stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokks Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár. Fyrrum framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokksins undir forystu Gunnars Smára Eglissonar tók félagið yfir án umboðs og hefur stjórnað því sem skuggastjórn alveg frá stofnun fyrir fjórum árum síðan. Nú rúmum mánuði eftir að fyrrum framkvæmdarstjórn féll í kosningu eru þau enn með Vorstjörnuna í gíslingu, fara með félagið eins og það sé í þeirra eigu. Vorstjarnan var stofnuð síðvetrar 2021. Yfirlýstur tilgangur félagsins var eins og segir í 2. grein félagsins: ”Tilgangur félagsins er að styrkja og efla rödd jaðarsettra hópa svo að þeir hópar nái að nýta sér verkfæri lýðræðis.”Þessu markmið átti að ná fram með því að veita aðstöðu til þess að fólk gæti komið saman og með útláni á útbúnaði til minni hópa. Ef einhver hagnaður eða rekstrarafgangur væri, samkvæmt 9. grein laga félagsins, átti að styrkja grasrótarstarf þeirra sem einbeita sér að hlutskipti minnihlutahópa. Þetta er allt saman gott og blessað og klárlega gert í besta tilgangi af flestum þeim sem til félagsins stofnuðu. Aðeins 23 félagar hafa verið skráðir í Vorstjörnuna þangað til nú á vordögum 2025. Í óvirkri stjórn félagsins hafa frá upphafi verið: Védís Guðjónsdóttir formaður, Sigrún E. Unnsteinsdóttir f.v gjaldkeri, þriðji stjórnarmaðurinn lést í nóvember 2024. Sara Stef Hildar sem nýkjörin framkvæmdarstjórn flokksins hefur kært fyrir efnahagsbrot tók við sem gjaldkeri félagsins 01.06.2022 eftir að Sigrún E. Unnsteinsdóttir baðst lausnar frá því embætti. Sara hefur svo undanfarna mánuði greitt sjálfri sér laun úr sjóðum Vorstjörnunnar sem húsvörður í Bolholti 6 án þess að samþykki liggi fyrir frá lögmætri stjórn félagsins. Tekjur Vorstjörnunnar eru eftir minni bestu vitneskju:Árlegur styrkur Sósíalstaflokksins 11.300.000Árlegur styrkur borgarstjórnarhluta Sósíalistaflokksins tæpar 2.000.000Mánaðarleg tíund frá borgarfulltrúum Sósíalistaflokksins 1.200.000Leiga flokksins 2.604.000Leiga Samstöðvarinnar 1.800.000 Samtals = 18.904.000 Gjöld Vorstjörnunnar eru eftir minni bestu vitneskju:Leiga á Bolholti 6 = 11.160.000Laun til húsvarðar = 1.500.000Þrif á Bolholti = 960.000 Samtals = 13.620.000 Eflaust er einhver meiri kostnaður t.d hiti, rafmagn og þess háttar en þessar tölur eru settar fram eftir bestu vitneskju en við í nýkjörinni framkvæmdarstjórn höfum ekki haft aðgang að öllum bókhaldsgögnum. En hvernig hefur Vorstjarnan virkað sem góðgerðarfélag? Hverju hefur hún skilað til jaðarsettra hópa í samfélaginu? Stutta svarið er bara alls ekki og alls engu. Aðeins tveir styrkir hafa verið veittir úr félaginu. Þrjátíu þúsund kr. Styrkur til Pepp, grasrótar fólks í fátækt og félagslegri einangrun. Rausnarlegt það. Einnig 5 milljón kr. Styrkur til Leigjendasamtakanna. Það kann að sýnast ansi rausnarlegt en í raun fóru engir peningar til Leigjendasamtakanna. Styrkurinn var skilyrtur sem leiga á húsnæði Vorstjörnunnar og fyrir öðrum óljósum kostnaði. Húsnæði sem Leigjendasamtökin þurftu ekki á að halda. Að sögn kunnugra funduðu samtökin í húsnæðinu aðeins fimm sinnum. Það kómíska er að þarna innheimtir Vorsjarnan leigu af baráttusamtökum þrátt fyrir að í samþykktum þess 3. gr. ætli félagið að ná markmiðum sínum með því að ”veita aðstöðu þar sem fólk gæti komið saman”. Vorstjarnan hefur aftur á móti niðurgreitt leigu Samstöðvarinnar og borgað hita, rafmagn, internet og þrif á aðstöðu Samstöðvarinnar. Samstöðin er í eigu Alþýðufélagsins ehf og leigir Samstöðin húsnæði af Vorstjörnunni í Bolholti 6. Árangur Vorstjörnunnar sem góðgerðarfélags á fjögurra ára starfsævi er því að styrkja fólk í fátækt um heilar 30 þúsund krónur og niðurgreiða leigu fyrir sjónvarpstöð. Trausti Breiðfjörð Magnússon greiddi inn í Vorstjörnuna 100.000 kr. styrk á mánuði þann tíma sem hann var borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Þegar hann fór að sjá að Vorstjarnan væri kannski ekki það góðgerðarfélag sem það var gefið út fyrir að vera, sendi hann inn fyrirspurn um í hvað fjárstyrkur hans hefði farið. Fyrirspurn hans hefur ekki verið svarað og hann því engu nær í hvað styrkur hans fór. Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnunnar hefur einnig verið kærð fyrir rökstuddan grun um ólögmæta meðhöndlun á stjórn félagsins en hún hefur leyft aðilum sem hafa ekki verið kjörnir í stjórn félagsins, skuggastjórnendum, að fara með ákvörðunarvald yfir fjármunum félagsins, falsað fundargerðir, skrifað undir ólögmæta leigusamninga án aðkomu annarra stjórnarmeðlima og hunsað algerlega beiðnir um að halda stjórnarfundi með löglega skráðum stjórnarmeðlimum. Í kosningarbáráttu til alþingiskosninga voru millifærðar 4,5 milljónir úr sjóðum Vorstjörnunnar til Sósíalistaflokksins án nokkurar heimildar. Ekki er ljóst hverjir tóku ákvörðun þar um. Nokkru eftir aðalfund Sósíalistaflokksins flokksins í maí síðastliðnum millifærði svo Guðmundur Auðunsson án löglegs umboðs 3 milljónir króna af bankareikningi Sósíalistaflokksins yfir á bankareikning Vorstjörnunnar. Guðmundur var skipaður gjaldkeri kosningarbáráttunnar síðasta haust en engöngu gjaldkeri kosningarbaráttunnar, ekki flokksins. Hefur þessi gjörningur verið kærður til lögreglu. Það er ekki að ástæðulausu að nýkjörin stjórn er að taka til í innra starfi og fjármálum flokksins. Nú hefur svo formaður Vorstjörnunnar ásamt skuggastjórnendum gömlu framkvæmdarstjórnar Sósíalsistaflokksins boðað til ólöglegs aðalfundar mánudaginn 30. júní kl.17.30 án alls samráðs við aðra lögmæta stjórnarmeðlimi Vorstjörnunnar. Þar ætlar skuggastjórnin endanlega að tryggja yfirráðs sín yfir Vorstjörnunni og þeim fjármunum sem Sósíalistaflokkurinn hefur lagt þar inn. Sú upphæð skiptir milljónum. Vorstjarnan hefur gert skuldbindingar að borga leigu á Bolholti 6 út árið 2025 þar sem bæði Sósíalistaflokkurinn og Samstöðin eru til húsa. Helst af öllu vildi ég sem stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokksins gefa alla þá fjármuni sem sem eftir verða í félaginu í árslok, eftir að öllum skuldbindingum hefur verið gerð skil, til góðgerðarmála og leggja félagið niður enda hefur félagið aldrei verið rekið eins og til þess var stofnað. Höfundur er stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokks Íslands
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun