Tími til að notast við réttar tölur Sigurjón Þórðarson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson skrifa 25. júní 2025 13:32 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, skrifaði grein sem birtist á þessum vettvangi í gær. Þar eru settar fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda segir til um. Látið er að því liggja að útreikningar sem sýni þetta byggi á tölum frá Skattinum. Fyrir liggur, og hefur legið fyrir í marga daga, að þær tölur sem settar eru fram af meirihluta atvinnuveganefndar í nefndaráliti hans eru réttar tölur. Tölur sem minnihluti nefndarinnar setur fram í sínum álitum, og byggja á sama grunni og rangar tölur SFS, eru rangar. Þetta var, enn og aftur, staðfest af fulltrúa Skattsins á fundi atvinnuveganefndar í morgun. 40 milljónir verða að 2,3 milljörðum Í grein Heiðrúnar Lindar er verið að áætla veiðigjald vegna ársins 2025 út frá aflatölum ársins 2023, í stað þess að styðjast við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf og þann kvóta sem hefur verið úthlutað. Það er alvarlegur útúrsnúningur. Árið 2023, sem var mjög gott rekstrarár í sjávarútvegi, veiddust til að mynda 330 þúsund tonn af loðnu, en nánast engin loðna veiddist í ár. Árið 2023 veiddust 150 þúsund tonn af makríl en í ár verður aflinn undir 100 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi við krónur og aura þá myndi 330 þúsund tonna loðnuveiði skila 2,3 milljörðum króna í veiðigjöld í ár. Raunveruleikinn er sá að loðnuveiðar munu skila um 40 milljónum króna í veiðigjöld. Hækkun blásin upp á röngum forsendum Heiðrún Lind segir í grein sinni að atvinnuvegaráðherra hafi ekki farið með rétt mál þegar hún sagði í ræðustól Alþingis að hækkun veiðigjalda yrði innan þeirra marka sem talað hefur verið um frá upphafi, eða 7 til 8 milljarðar króna á ári. Að hennar mati, byggt á þeim röngu forsendum sem farið var yfir hér að ofan, myndu gjöldin þvert á móti hækka um 14 til 17 milljarða króna. Þarna er framkvæmdastjóri SFS að blása upp ætluð áhrif með því að nota aflatölurnar frá 2023, í stað þess að miða við áætlaðan afla 2025. Ef hún hefði miðað við réttan samanburð þá myndi reikningsdæmið hennar skila því, að teknu tilliti til áhrifa frítekjumarks, að veiðigjöld myndu hækka um 7 til 8 milljarða króna, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði réttilega í ræðustól fyrr í mánuðinum. Skýrt hvaða tölur eru réttar Þegar SFS talar um „mat Skattsins“ þá eru samtökin að vísa í tölur sem nefndar voru á fundi 5. júní síðastliðinn um að veiðigjaldið yrði 64 krónur á hvert þorskígildiskíló. Á þeim fundi kom skýrt fram að ekki væru komnar upplýsingar frá Fiskistofu til að fullklára útreikninga. Þetta væru vinnugögn. Þar kom líka skýrt fram að um innherjaupplýsingar væri að ræða sem trúnaður þyrfti að ríkja um. Það kom í ljós að þær tölur byggðu að hluta á tölum yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. Nýir og réttir útreikningar hafa legið fyrir frá 10. júní og réttar tölur voru kynntar fyrir atvinnuveganefnd 12. júní, fyrir næstum tveimur vikum síðan. Hið rétta er að veiðigjaldið er að hækka mun minna á hvert þorskígildiskíló en SFS heldur fram. Þetta kom nær samstundis í ljós eftir umræddan fund, var leiðrétt og allir hlutaðeigandi sem koma að útreikningunum sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis þann 16. júní, eða tveimur dögum áður en önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Samt kýs framkvæmdastjóri SFS að notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu. Fleiri hafa gert þá framsetningu að sinni, innan og utan þings. Það er alvarlegt. Höfundar sitja í meirihluta atvinnuveganefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Eydís Ásbjörnsdóttir Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, skrifaði grein sem birtist á þessum vettvangi í gær. Þar eru settar fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda segir til um. Látið er að því liggja að útreikningar sem sýni þetta byggi á tölum frá Skattinum. Fyrir liggur, og hefur legið fyrir í marga daga, að þær tölur sem settar eru fram af meirihluta atvinnuveganefndar í nefndaráliti hans eru réttar tölur. Tölur sem minnihluti nefndarinnar setur fram í sínum álitum, og byggja á sama grunni og rangar tölur SFS, eru rangar. Þetta var, enn og aftur, staðfest af fulltrúa Skattsins á fundi atvinnuveganefndar í morgun. 40 milljónir verða að 2,3 milljörðum Í grein Heiðrúnar Lindar er verið að áætla veiðigjald vegna ársins 2025 út frá aflatölum ársins 2023, í stað þess að styðjast við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf og þann kvóta sem hefur verið úthlutað. Það er alvarlegur útúrsnúningur. Árið 2023, sem var mjög gott rekstrarár í sjávarútvegi, veiddust til að mynda 330 þúsund tonn af loðnu, en nánast engin loðna veiddist í ár. Árið 2023 veiddust 150 þúsund tonn af makríl en í ár verður aflinn undir 100 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi við krónur og aura þá myndi 330 þúsund tonna loðnuveiði skila 2,3 milljörðum króna í veiðigjöld í ár. Raunveruleikinn er sá að loðnuveiðar munu skila um 40 milljónum króna í veiðigjöld. Hækkun blásin upp á röngum forsendum Heiðrún Lind segir í grein sinni að atvinnuvegaráðherra hafi ekki farið með rétt mál þegar hún sagði í ræðustól Alþingis að hækkun veiðigjalda yrði innan þeirra marka sem talað hefur verið um frá upphafi, eða 7 til 8 milljarðar króna á ári. Að hennar mati, byggt á þeim röngu forsendum sem farið var yfir hér að ofan, myndu gjöldin þvert á móti hækka um 14 til 17 milljarða króna. Þarna er framkvæmdastjóri SFS að blása upp ætluð áhrif með því að nota aflatölurnar frá 2023, í stað þess að miða við áætlaðan afla 2025. Ef hún hefði miðað við réttan samanburð þá myndi reikningsdæmið hennar skila því, að teknu tilliti til áhrifa frítekjumarks, að veiðigjöld myndu hækka um 7 til 8 milljarða króna, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði réttilega í ræðustól fyrr í mánuðinum. Skýrt hvaða tölur eru réttar Þegar SFS talar um „mat Skattsins“ þá eru samtökin að vísa í tölur sem nefndar voru á fundi 5. júní síðastliðinn um að veiðigjaldið yrði 64 krónur á hvert þorskígildiskíló. Á þeim fundi kom skýrt fram að ekki væru komnar upplýsingar frá Fiskistofu til að fullklára útreikninga. Þetta væru vinnugögn. Þar kom líka skýrt fram að um innherjaupplýsingar væri að ræða sem trúnaður þyrfti að ríkja um. Það kom í ljós að þær tölur byggðu að hluta á tölum yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. Nýir og réttir útreikningar hafa legið fyrir frá 10. júní og réttar tölur voru kynntar fyrir atvinnuveganefnd 12. júní, fyrir næstum tveimur vikum síðan. Hið rétta er að veiðigjaldið er að hækka mun minna á hvert þorskígildiskíló en SFS heldur fram. Þetta kom nær samstundis í ljós eftir umræddan fund, var leiðrétt og allir hlutaðeigandi sem koma að útreikningunum sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis þann 16. júní, eða tveimur dögum áður en önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Samt kýs framkvæmdastjóri SFS að notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu. Fleiri hafa gert þá framsetningu að sinni, innan og utan þings. Það er alvarlegt. Höfundar sitja í meirihluta atvinnuveganefndar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun