Harmakvein kórs útgerðarmanna Jón Ingi Hákonarson skrifar 18. júní 2025 12:45 Kvótakerfið hvílir á þremur stoðum. Það var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngjarnri skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það hefur ekki enn tekist. Kannski er vandinn sá að talað er um sanngjarna skiptingu, en sanngirni er kannski of óljóst hugtak til að notast við. Það er þó ljóst að þetta kerfi hefur búið til gríðarlega mikið eigið fé hjá útgerðinni. Sumt af því er inn í útgerðarfélögunum sjálfum, sumt af því hefur verið notað til að fjárfesta í öðrum óskyldum atvinnugreinum og fasteignum og sumt af því hefur farið beint í vasa útgerðarmanna. Einnig er ljóst að tilfærsla kostnaðar og tekna hjá fyrirtækjum sem eru með starfsemi erlendis er staðreynd og því ljóst að eitthvað af hagnaði stórútgerðarinnar liggur utan landsteinanna. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Til að bregðast við þessu var hluta kvótans úthlutað endurgjaldslaust sem byggðakvóti. Hann á einmitt að stuðla að því að halda uppi atvinnustiginu í byggðum sem stóla að stórum hluta á fiskvinnslu. Það væri forvitnilegt að gera úttekt á því hvort misbrestur hafi orðið á þessu, hvort aflanum hafi verið komið í vinnslu á þeim stöðum sem byggðakvótinn sagði til um. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái þá hlutdeild í auðlindarentunni sem henni ber í gegnum veiðigjöldin. Ég skil vel harmakvein kórs útgerðarmanna, af hverju að borga meira? Sá kór syngur sitt lag af festu en því miður er þessi kór ekki með tónvissan kórstjóra. Þessi söngur sker dálítið í eyrum þegar maður hugsar til þess að útgerðin í landinu á velgengni sína og auðsöfnun stjórnvaldsákvörðunum mikið að þakka. Það er kannski tímabært að rifja upp þá staðreynd að útgerðin fékk milljarðatugi afskrifaða af ríkinu vegna glæfralegra fjárfestinga í íslenska efnahagsundrinu. Taktleysi falska kórsins náði ákveðnu hámarki þegar hann fékk hina norsku siðblindu viðskiptasnillinga til að upphefja falska kórinn með háðsádeilu sem snérist í andhverfu sína hjá þjóðinni, enda eru eftirmálar Hrunsins henni enn ljóslifandi. Falski kórinn syngur ekki mikið um það. Falski kórinn syngur ekki heldur mikið um þá staðreynd að byggðakvótanum er úthlutað án endurgjalds til að koma til móts við kröfur útgerðarmanna um afslátt þegar kemur að því að selja fiskinn til vinnslunnar. Það er líka ágætt að benda á þá staðreynd að það er fyrst núna að veiðigjöld ná að dekka þann kostnað ríkisins við að halda utan um sjávarútveginn. Beinn kostnaður vegna reksturs Fiskistofu, þess hluta Hafró og Landhelgisgæslunnar sem þjónustar sjávarútveginn hefur, með einföldum útreikningum, verið töluvert hærri en innheimt veiðigjöld þar til nú. Falski kórinn syngur ekki þær nótur, því miður. Ég legg því til að við hættum að nota sanngirni sem mælikvarða og höfum frekar samræmi að leiðarljósi. Að upphæð veiðigjalda sé ákvarðað af markaðnum en ekki af velviljuðum stjórnmálamönnum. Ég, eins og þorri þjóðarinnar, er ánægður með leiðréttingu veiðigjaldanna. Þetta er skref í átt að ná meiri sátt um kerfið. Kerfi sem hefur skapað hér gríðarlega mikinn ábata en litla sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Kvótakerfið hvílir á þremur stoðum. Það var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngjarnri skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það hefur ekki enn tekist. Kannski er vandinn sá að talað er um sanngjarna skiptingu, en sanngirni er kannski of óljóst hugtak til að notast við. Það er þó ljóst að þetta kerfi hefur búið til gríðarlega mikið eigið fé hjá útgerðinni. Sumt af því er inn í útgerðarfélögunum sjálfum, sumt af því hefur verið notað til að fjárfesta í öðrum óskyldum atvinnugreinum og fasteignum og sumt af því hefur farið beint í vasa útgerðarmanna. Einnig er ljóst að tilfærsla kostnaðar og tekna hjá fyrirtækjum sem eru með starfsemi erlendis er staðreynd og því ljóst að eitthvað af hagnaði stórútgerðarinnar liggur utan landsteinanna. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Til að bregðast við þessu var hluta kvótans úthlutað endurgjaldslaust sem byggðakvóti. Hann á einmitt að stuðla að því að halda uppi atvinnustiginu í byggðum sem stóla að stórum hluta á fiskvinnslu. Það væri forvitnilegt að gera úttekt á því hvort misbrestur hafi orðið á þessu, hvort aflanum hafi verið komið í vinnslu á þeim stöðum sem byggðakvótinn sagði til um. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái þá hlutdeild í auðlindarentunni sem henni ber í gegnum veiðigjöldin. Ég skil vel harmakvein kórs útgerðarmanna, af hverju að borga meira? Sá kór syngur sitt lag af festu en því miður er þessi kór ekki með tónvissan kórstjóra. Þessi söngur sker dálítið í eyrum þegar maður hugsar til þess að útgerðin í landinu á velgengni sína og auðsöfnun stjórnvaldsákvörðunum mikið að þakka. Það er kannski tímabært að rifja upp þá staðreynd að útgerðin fékk milljarðatugi afskrifaða af ríkinu vegna glæfralegra fjárfestinga í íslenska efnahagsundrinu. Taktleysi falska kórsins náði ákveðnu hámarki þegar hann fékk hina norsku siðblindu viðskiptasnillinga til að upphefja falska kórinn með háðsádeilu sem snérist í andhverfu sína hjá þjóðinni, enda eru eftirmálar Hrunsins henni enn ljóslifandi. Falski kórinn syngur ekki mikið um það. Falski kórinn syngur ekki heldur mikið um þá staðreynd að byggðakvótanum er úthlutað án endurgjalds til að koma til móts við kröfur útgerðarmanna um afslátt þegar kemur að því að selja fiskinn til vinnslunnar. Það er líka ágætt að benda á þá staðreynd að það er fyrst núna að veiðigjöld ná að dekka þann kostnað ríkisins við að halda utan um sjávarútveginn. Beinn kostnaður vegna reksturs Fiskistofu, þess hluta Hafró og Landhelgisgæslunnar sem þjónustar sjávarútveginn hefur, með einföldum útreikningum, verið töluvert hærri en innheimt veiðigjöld þar til nú. Falski kórinn syngur ekki þær nótur, því miður. Ég legg því til að við hættum að nota sanngirni sem mælikvarða og höfum frekar samræmi að leiðarljósi. Að upphæð veiðigjalda sé ákvarðað af markaðnum en ekki af velviljuðum stjórnmálamönnum. Ég, eins og þorri þjóðarinnar, er ánægður með leiðréttingu veiðigjaldanna. Þetta er skref í átt að ná meiri sátt um kerfið. Kerfi sem hefur skapað hér gríðarlega mikinn ábata en litla sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun