Framtíðarsýn er ekki afsökun fyrir óraunhæfa stefnu Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:31 Reykjavík er borg fólksins, borg fjölskyldna, eldra fólks, nemenda og í raun allra landsmanna. Allra þeirra sem þurfa að láta daglegt líf ganga upp. Það er hlutverk okkar sem stjórnum borginni að auðvelda þeim lífið, ekki gera það erfiðara. Það gerum við ekki með því að byggja framtíðina á óraunhæfum forsendum. Of oft virðist stefna borgaryfirvalda byggja á því að þrýsta fólki í átt að lífsstíl sem einfaldlega er ekki framkvæmanlegur fyrir flest, allavega ekki enn. Það er munur á því að vera metnaðarfull og því að vera óraunsær. Raunsæi ætti að vera eitt af lykilgildum þeirra sem stjórna borginni. Ekki af því að við viljum litla eða stutta sýn heldur af því að við viljum traustan grunn fyrir framtíðina. Tökum samgöngur sem dæmi. Ég tel mikilvægt að við byggjum upp góðar almenningssamgöngur til framtíðar en á meðan þær eru ekki orðnar raunverulegur valkostur fyrir flest, þá er óábyrgt að þrengja að þeim samgöngum sem fólk treystir á í dag. Það er einfaldlega ekki raunhæft að draga hratt og harkalega úr bílastæðum eða þrengja að akstursleiðum þegar almenningssamgöngur standa ekki undir því hlutverki sem þeim er ætlað. Slíkar aðgerðir skapa ekki sjálfbæra borg heldur skapa þær vantraust og ósanngjarnt álag á fjölskyldur, eldra fólk og fólk sem býr lengra frá miðborginni. Við í Framsókn höfum talað fyrir því að gera hlutina í réttri röð. Að tryggja valfrelsi í samgöngum, bjóða raunverulega valkosti og undirbúa borgina fyrir framtíðina en án þess að fórna lífsgæðum í dag. Þetta á við víðar en bara um samgöngur. Hvort sem það snýst um húsnæðismál, leikskóla eða þjónustu við eldri borgara, þá verðum við að spyrja okkur: Er þetta framkvæmanlegt í dag? Er þetta í takt við þarfir borgarbúa? Er þetta fjármagnað á ábyrgan hátt og raunhæft? Framtíðin kallar á hugmyndaflug en rekstur borgarinnar kallar á ábyrgð og raunsæi. Ég vil búa í borg sem horfir til framtíðar en líka borg sem stendur með fólki í dag. Þar sem metnaður og mannvit haldast í hendur. Höfundur er formaður Framsóknar í Reykjavík og varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg fólksins, borg fjölskyldna, eldra fólks, nemenda og í raun allra landsmanna. Allra þeirra sem þurfa að láta daglegt líf ganga upp. Það er hlutverk okkar sem stjórnum borginni að auðvelda þeim lífið, ekki gera það erfiðara. Það gerum við ekki með því að byggja framtíðina á óraunhæfum forsendum. Of oft virðist stefna borgaryfirvalda byggja á því að þrýsta fólki í átt að lífsstíl sem einfaldlega er ekki framkvæmanlegur fyrir flest, allavega ekki enn. Það er munur á því að vera metnaðarfull og því að vera óraunsær. Raunsæi ætti að vera eitt af lykilgildum þeirra sem stjórna borginni. Ekki af því að við viljum litla eða stutta sýn heldur af því að við viljum traustan grunn fyrir framtíðina. Tökum samgöngur sem dæmi. Ég tel mikilvægt að við byggjum upp góðar almenningssamgöngur til framtíðar en á meðan þær eru ekki orðnar raunverulegur valkostur fyrir flest, þá er óábyrgt að þrengja að þeim samgöngum sem fólk treystir á í dag. Það er einfaldlega ekki raunhæft að draga hratt og harkalega úr bílastæðum eða þrengja að akstursleiðum þegar almenningssamgöngur standa ekki undir því hlutverki sem þeim er ætlað. Slíkar aðgerðir skapa ekki sjálfbæra borg heldur skapa þær vantraust og ósanngjarnt álag á fjölskyldur, eldra fólk og fólk sem býr lengra frá miðborginni. Við í Framsókn höfum talað fyrir því að gera hlutina í réttri röð. Að tryggja valfrelsi í samgöngum, bjóða raunverulega valkosti og undirbúa borgina fyrir framtíðina en án þess að fórna lífsgæðum í dag. Þetta á við víðar en bara um samgöngur. Hvort sem það snýst um húsnæðismál, leikskóla eða þjónustu við eldri borgara, þá verðum við að spyrja okkur: Er þetta framkvæmanlegt í dag? Er þetta í takt við þarfir borgarbúa? Er þetta fjármagnað á ábyrgan hátt og raunhæft? Framtíðin kallar á hugmyndaflug en rekstur borgarinnar kallar á ábyrgð og raunsæi. Ég vil búa í borg sem horfir til framtíðar en líka borg sem stendur með fólki í dag. Þar sem metnaður og mannvit haldast í hendur. Höfundur er formaður Framsóknar í Reykjavík og varaborgarfulltrúi.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun