Skapandi framtíð – forvarnir og félagsstarf í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen skrifar 19. júní 2025 10:32 Íslensk ungmenni eru í meginatriðum ekki frábrugðin jafnöldrum sínum annars staðar í heiminum, né eru þau í grundvallaratriðum ólík fyrri kynslóðum. Í gegnum tíðina hefur hver kynslóð horft gagnrýnið á þá næstu og haft áhyggjur af samfélagsbreytingum og áhrifum þeirra á lífsstíl og gildi ungs fólks. Þrátt fyrir slíkar áhyggjur eru viðfangsefni ungmenna alltaf í þróun og endurspegla tíðarandann hverju sinni. Rannsóknir sýna að umræðuefni og áherslur gagnvart ungmennum hafa þróast verulega á síðustu árum. Fyrir tiltölulega skömmu þótti óalgengt að sveitarfélög eða stjórnvöld hefðu skýra forvarnarstefnu. Málefni eins og geðheilbrigði, líðan og félagslegar áskoranir voru lítið rædd og aðgengi að viðeigandi stuðningi takmarkað. Í dag er viðurkenning á mikilvægi forvarna orðin útbreidd. Sérstaklega er lögð áhersla á ungmenni sem eru í mótunarferli þar sem ákvarðanir og aðstæður geta haft langvarandi áhrif á framtíð þeirra. Forvarnir snúast um að draga úr áhættuhegðun, efla jákvæða þátttöku og skapa tækifæri til að stuðla að heilsusamlegum og uppbyggilegum lífsstíl. Þótt foreldrar beri mikla ábyrgð á velferð barna sinna, þá liggur einnig ríkur þáttur ábyrgðar hjá sveitarfélögum. Í skýrslu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu létu vinna nýverið, kemur skýrt fram að ungmenni óska eftir aukinni fræðslu, námskeiðum í tengslum við atvinnuleit, bættri sálfræðiþjónustu og fjölbreyttari möguleikum til félagslegrar þátttöku og sköpunar. Forvarnir felast ekki einungis í íþróttaiðkun heldur í því að styðja við áhugamál og framtak ungmenna á fjölbreyttum vettvangi. Þróun í Hafnarfirði í takt við nútímann Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum misserum unnið að markvissum breytingum á þjónustu við ungmenni á aldrinum 16–25 ára einmitt til að ná til fjölbreyttari og stærri hóps ungs fólks í bæjarfélaginu. Áhersla hefur verið lögð á að efla aðgengi að fjölbreyttu frístundastarfi sem tekur mið af mismunandi áhugasviðum, veita ráðgjöf í atvinnuleit og námsaðstoð og bregðast við þörfum ungmenna með raunhæfum og árangursríkum hætti bæði fyrir fötluð og ófötluð ungmenni. Sem hluti af þessum breytingum hefur Hafnarfjörður bætt aðstöðu ungs fólks til muna í Menntasetrinu við Lækinn, Nýsköpunarsetrinu. Þar hefur ungt fólk aðstöðu til að hittast, taka þátt í starfi nýsköpunarsetursins og fá aðgengi að tækjabúnaði setursins en slíkt aðgengi kveikir áhuga ungs fólks á nýjum tækifærum og hugmyndum fyrir framtíð sína. Ungt fólk hefur kallað eftir auknu aðgengi að listgreinum en ungir Hafnfirðingar hafa til margra ára haft aðstöðu í Músik & Mótorhúsi við Dalshraun, þar sem þau hafa haft svigrúm til að þróa hæfileika sína og vinna að eigin verkefnum á eigin forsendum. Í sumar verður stigið enn frekara skref með því að opna nýja og metnaðarfulla tónlistaraðstöðu í Menntasetrinu við Lækinn. Þar mun ungt tónlistarfólk fá aðgang að tækjum og leiðsögn sérfræðinga til að semja, taka upp og vinna tónlist, sér að kostnaðar lausu. Markmiðið er að búa til skapandi samfélag þar sem einstaklingar deila hugmyndum, efla tengsl og fá innblástur. Að auki mun Mótorhúsið flytjast í nýja og bætta aðstöðu hjá Kvartmíluklúbbnum, þar sem ungmenni fá tækifæri til að sinna mótoráhugamálum sínum í öruggu og vel útbúnu umhverfi. Framtíðin býr í hjarta Hafnarfjarðar Það skiptir miklu máli að horfa stöðugt til framtíðar í forvarnarstarfi, byggja á gömlum grunni en vera þó ávallt tilbúin til að gera breytingar. Ungt fólk breytist, samfélagið líka, og því þurfa úrræði og stuðningur alltaf að þróast í takt við nýjar áskoranir. Með þessum skrefum sýnir Hafnarfjörður vilja og getu til að mæta þörfum ungs fólks með markvissum hætti, styðja við sköpun, sjálfstæði og virkni, horfa til fjölbreytileika samfélagsins og nútíma samfélags– sem eru lykilatriði í farsælu forvarnarstarfi. Við getum gert meira og betra. Næstu verkefni okkar eru að efla enn frekar aðgengi ungs fólks að aðstöðu til listsköpunar hvort sem það er í formi mynd-, söng- eða leiklistar, eða annarri listsköpun sem unga fólkið og hjarta þeirra kallar eftir. Tækifærin eru óþrjótandi en til þess að gera breytingar þarf kjark og þor, og það höfum við svo sannarlega hér í Hafnarfirði. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Menning Kristín Thoroddsen Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslensk ungmenni eru í meginatriðum ekki frábrugðin jafnöldrum sínum annars staðar í heiminum, né eru þau í grundvallaratriðum ólík fyrri kynslóðum. Í gegnum tíðina hefur hver kynslóð horft gagnrýnið á þá næstu og haft áhyggjur af samfélagsbreytingum og áhrifum þeirra á lífsstíl og gildi ungs fólks. Þrátt fyrir slíkar áhyggjur eru viðfangsefni ungmenna alltaf í þróun og endurspegla tíðarandann hverju sinni. Rannsóknir sýna að umræðuefni og áherslur gagnvart ungmennum hafa þróast verulega á síðustu árum. Fyrir tiltölulega skömmu þótti óalgengt að sveitarfélög eða stjórnvöld hefðu skýra forvarnarstefnu. Málefni eins og geðheilbrigði, líðan og félagslegar áskoranir voru lítið rædd og aðgengi að viðeigandi stuðningi takmarkað. Í dag er viðurkenning á mikilvægi forvarna orðin útbreidd. Sérstaklega er lögð áhersla á ungmenni sem eru í mótunarferli þar sem ákvarðanir og aðstæður geta haft langvarandi áhrif á framtíð þeirra. Forvarnir snúast um að draga úr áhættuhegðun, efla jákvæða þátttöku og skapa tækifæri til að stuðla að heilsusamlegum og uppbyggilegum lífsstíl. Þótt foreldrar beri mikla ábyrgð á velferð barna sinna, þá liggur einnig ríkur þáttur ábyrgðar hjá sveitarfélögum. Í skýrslu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu létu vinna nýverið, kemur skýrt fram að ungmenni óska eftir aukinni fræðslu, námskeiðum í tengslum við atvinnuleit, bættri sálfræðiþjónustu og fjölbreyttari möguleikum til félagslegrar þátttöku og sköpunar. Forvarnir felast ekki einungis í íþróttaiðkun heldur í því að styðja við áhugamál og framtak ungmenna á fjölbreyttum vettvangi. Þróun í Hafnarfirði í takt við nútímann Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum misserum unnið að markvissum breytingum á þjónustu við ungmenni á aldrinum 16–25 ára einmitt til að ná til fjölbreyttari og stærri hóps ungs fólks í bæjarfélaginu. Áhersla hefur verið lögð á að efla aðgengi að fjölbreyttu frístundastarfi sem tekur mið af mismunandi áhugasviðum, veita ráðgjöf í atvinnuleit og námsaðstoð og bregðast við þörfum ungmenna með raunhæfum og árangursríkum hætti bæði fyrir fötluð og ófötluð ungmenni. Sem hluti af þessum breytingum hefur Hafnarfjörður bætt aðstöðu ungs fólks til muna í Menntasetrinu við Lækinn, Nýsköpunarsetrinu. Þar hefur ungt fólk aðstöðu til að hittast, taka þátt í starfi nýsköpunarsetursins og fá aðgengi að tækjabúnaði setursins en slíkt aðgengi kveikir áhuga ungs fólks á nýjum tækifærum og hugmyndum fyrir framtíð sína. Ungt fólk hefur kallað eftir auknu aðgengi að listgreinum en ungir Hafnfirðingar hafa til margra ára haft aðstöðu í Músik & Mótorhúsi við Dalshraun, þar sem þau hafa haft svigrúm til að þróa hæfileika sína og vinna að eigin verkefnum á eigin forsendum. Í sumar verður stigið enn frekara skref með því að opna nýja og metnaðarfulla tónlistaraðstöðu í Menntasetrinu við Lækinn. Þar mun ungt tónlistarfólk fá aðgang að tækjum og leiðsögn sérfræðinga til að semja, taka upp og vinna tónlist, sér að kostnaðar lausu. Markmiðið er að búa til skapandi samfélag þar sem einstaklingar deila hugmyndum, efla tengsl og fá innblástur. Að auki mun Mótorhúsið flytjast í nýja og bætta aðstöðu hjá Kvartmíluklúbbnum, þar sem ungmenni fá tækifæri til að sinna mótoráhugamálum sínum í öruggu og vel útbúnu umhverfi. Framtíðin býr í hjarta Hafnarfjarðar Það skiptir miklu máli að horfa stöðugt til framtíðar í forvarnarstarfi, byggja á gömlum grunni en vera þó ávallt tilbúin til að gera breytingar. Ungt fólk breytist, samfélagið líka, og því þurfa úrræði og stuðningur alltaf að þróast í takt við nýjar áskoranir. Með þessum skrefum sýnir Hafnarfjörður vilja og getu til að mæta þörfum ungs fólks með markvissum hætti, styðja við sköpun, sjálfstæði og virkni, horfa til fjölbreytileika samfélagsins og nútíma samfélags– sem eru lykilatriði í farsælu forvarnarstarfi. Við getum gert meira og betra. Næstu verkefni okkar eru að efla enn frekar aðgengi ungs fólks að aðstöðu til listsköpunar hvort sem það er í formi mynd-, söng- eða leiklistar, eða annarri listsköpun sem unga fólkið og hjarta þeirra kallar eftir. Tækifærin eru óþrjótandi en til þess að gera breytingar þarf kjark og þor, og það höfum við svo sannarlega hér í Hafnarfirði. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar