Veiðigjöldin leiðrétt Hanna Katrín Friðriksson skrifar 16. júní 2025 13:02 Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi. Mér þykir rétt að fara í nokkrum orðum yfir vinnslu málsins frá því að ég mælti fyrir því á Alþingi og bregðast við mjög alvarlegum ásökunum SFS sem dreift hefur verið víða án þess að eiga við nokkur rök að styðjast. Vönduð vinna þingsinsAtvinnuveganefnd Alþingis hefur unnið að afgreiðslu málsins síðustu vikur af fagmennsku og vandvirkni, farið yfir fjölda umsagna og fundað með tugum gesta. Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar. Við meðferð nefndarinnar kom fram að hægt væri að túlka ákvæði frumvarpsins um útreikninga veiðigjalda með mismunandi hætti. Til að eyða óvissu um það var atvinnuvegaráðuneytið beðið um að funda með Skattinum og Fiskistofu þar sem farið var vel yfir málið til þess að draga úr líkum á ólíkri túlkun á efni frumvarpsins. Niðurstaða þeirrar vinnu skilaði breytingartillögu frá atvinnuveganefnd sem skýrir betur aðferðafræði útreikninga og hvaða gagnasöfn liggja þar til grundvallar. Þá bárust nefndinni málefnaleg skilaboð frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum um allt land sem töldu ekki gengið nægilega langt í hækkun frítekjumarks. Til að bregðast við því er frítekjumark hækkað enn frekar í breytingatillögum nefndarinnar þannig að minni aðilar njóti meiri skjóls. Þriðja breytingin snýr að makríl. Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna. Atvinnuveganefnd mælir því með að miðað verði við 80% af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds. Leiðrétting í þágu almenningsHeildaráhrif frumvarpsins verða innan þeirra marka sem sett voru í upphafi, eða í kringum 8–10 milljarða króna leiðrétting til hækkunar á veiðigjöldum miðað við árið 2023. Til að setja málið í samhengi var EBITDA rekstrarhagnaður sjávarútvegsfyrirtækja það ár samtals um 110 milljarðar. Rétt er að minna á að þessi útreikningur byggist á mjög góðu rekstrarári og að álagning sveiflast eftir aðstæðum hverju sinni – bæði í verði og afla. Þessi löngu tímabæra leiðrétting á greiðslu útgerðarinnar fyrir nýtingarrétt á fiskveiðiauðlindinni hefur vakið upp mikil og sterk viðbrögð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar fagnar því að loksins sé komin ríkisstjórn sem er samstíga í þessu mikla réttlætismáli og setur hagsmuni almennings í forgang. Stór hluti útgerðarinnar er alfarið á móti þessari leiðréttingu, einhverjir segja sjálfsagt að hækka veiðigjöldin - bara ekki nákvæmlega svona og ekki akkúrat núna. Svo heyrast þaðan raddir sem viðurkenna að þessi leiðrétting sé bæði eðlileg og tímabær. Alvarlegar ásakanir SFSHvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar. Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi. Af hálfu atvinnuvegaráðuneytis hefur þetta mikilvæga þjóðþrifaverkefni verið unnið af mikilli fagmennsku og í náinni samvinnu við viðkomandi stofnanir ríkisins og svo Alþingi á seinni stigum. Það er sorglegt að fylgjast með árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar sem vinnur störf sín af fagmennsku og heilindum. Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt.Það má hafa skilning á því að hagsmunaöfl, sem hafa vanist því að skrifa leikreglurnar að miklu leyti sjálf, fagni ekki þegar ný ríkisstjórn reynist þeim ekki leiðitöm. Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi. Mér þykir rétt að fara í nokkrum orðum yfir vinnslu málsins frá því að ég mælti fyrir því á Alþingi og bregðast við mjög alvarlegum ásökunum SFS sem dreift hefur verið víða án þess að eiga við nokkur rök að styðjast. Vönduð vinna þingsinsAtvinnuveganefnd Alþingis hefur unnið að afgreiðslu málsins síðustu vikur af fagmennsku og vandvirkni, farið yfir fjölda umsagna og fundað með tugum gesta. Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar. Við meðferð nefndarinnar kom fram að hægt væri að túlka ákvæði frumvarpsins um útreikninga veiðigjalda með mismunandi hætti. Til að eyða óvissu um það var atvinnuvegaráðuneytið beðið um að funda með Skattinum og Fiskistofu þar sem farið var vel yfir málið til þess að draga úr líkum á ólíkri túlkun á efni frumvarpsins. Niðurstaða þeirrar vinnu skilaði breytingartillögu frá atvinnuveganefnd sem skýrir betur aðferðafræði útreikninga og hvaða gagnasöfn liggja þar til grundvallar. Þá bárust nefndinni málefnaleg skilaboð frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum um allt land sem töldu ekki gengið nægilega langt í hækkun frítekjumarks. Til að bregðast við því er frítekjumark hækkað enn frekar í breytingatillögum nefndarinnar þannig að minni aðilar njóti meiri skjóls. Þriðja breytingin snýr að makríl. Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna. Atvinnuveganefnd mælir því með að miðað verði við 80% af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds. Leiðrétting í þágu almenningsHeildaráhrif frumvarpsins verða innan þeirra marka sem sett voru í upphafi, eða í kringum 8–10 milljarða króna leiðrétting til hækkunar á veiðigjöldum miðað við árið 2023. Til að setja málið í samhengi var EBITDA rekstrarhagnaður sjávarútvegsfyrirtækja það ár samtals um 110 milljarðar. Rétt er að minna á að þessi útreikningur byggist á mjög góðu rekstrarári og að álagning sveiflast eftir aðstæðum hverju sinni – bæði í verði og afla. Þessi löngu tímabæra leiðrétting á greiðslu útgerðarinnar fyrir nýtingarrétt á fiskveiðiauðlindinni hefur vakið upp mikil og sterk viðbrögð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar fagnar því að loksins sé komin ríkisstjórn sem er samstíga í þessu mikla réttlætismáli og setur hagsmuni almennings í forgang. Stór hluti útgerðarinnar er alfarið á móti þessari leiðréttingu, einhverjir segja sjálfsagt að hækka veiðigjöldin - bara ekki nákvæmlega svona og ekki akkúrat núna. Svo heyrast þaðan raddir sem viðurkenna að þessi leiðrétting sé bæði eðlileg og tímabær. Alvarlegar ásakanir SFSHvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar. Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi. Af hálfu atvinnuvegaráðuneytis hefur þetta mikilvæga þjóðþrifaverkefni verið unnið af mikilli fagmennsku og í náinni samvinnu við viðkomandi stofnanir ríkisins og svo Alþingi á seinni stigum. Það er sorglegt að fylgjast með árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar sem vinnur störf sín af fagmennsku og heilindum. Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt.Það má hafa skilning á því að hagsmunaöfl, sem hafa vanist því að skrifa leikreglurnar að miklu leyti sjálf, fagni ekki þegar ný ríkisstjórn reynist þeim ekki leiðitöm. Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun