Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 15. júní 2025 22:01 Í dag 15. júní eru fimm ár síðan ég fékk það staðfest sem mig hafði grunað í nokkurn tíma aðég er með Parkinson sjúkdóminn.Ég kaus að kalla það P dæmið því ég gat ekki sagt orðið. Èg vildi ekki tala um það eða að neinn nema mínir nánustu hefðu vitneskju um þessi örlög mín. Hvað þá að ganga í Parkinson félagið. Það er ekki einfalt fyrir 52 ára konu í fullu fjöri að fá slíka greiningu og þurfa að hugsa seinni hálfleikinn uppà nýtt.Ég hafði fundið skjálfta í hvíld í nokkurn tíma vinstra megin í kroppnum og fékk svo mikinn skjálfta með hnífinn í hendinni við vinnu mína og það er ekkert grín fyrir fæðinga og kvensjúkdómalækni.Við hjónin fórum svo í einum Covid glugganum í ferð á Snæfellsnesið og í sundlauginni í Grundarfirði tekur Hjörtur eftir því að ég lyfti ekki vinstri hendinni jafnt og þeirri hægri. Þeir sem þekkja mig vita að èg syndi daglega og því var Covid vesen og þá fórum við að ganga og aftur var það húsbóndinn sem tók eftir því að vinstri hendin hreyfðist nánast ekkert og göngulagið var öðruvísi. Því vissi ég innst inni að ég væri með Parkinson sem er ólæknandi hrörnunarsjúkdómur en hefur vissulega mismunandi birtingarmyndir og herjar mismunandi hratt á fórnarlömb sín. En hvernigtekst kona á besta aldri við slík örlög þegar hulstrið er skaddað en hugurinn skarpur? Öflug kona á framabraut ákveður að fara í felur til að tryggja að skjólstæðingar hennar hlaupi ekki á brott. En það er líka erfitt að vera að fela hreyfiskerðingu og skjálfta fyrir öllum nema þeim sem þú treystir fyrir þessari greiningu. Og þjóð veit þá þrír vita. Hef verið spurð að því í sundi hvort ég sé slæm í öxlinni, eða fengið kurteislegar ábendingar umhvort ég fari hægt eða hratt. Á oft erfitt með að fara í fötin og er lengur í gang á morgnana þegar stirðleikinn ræður för. Sumir dagar eru verri en aðrir en flestir eru bara mjög góðir. Það hjálpar mikið að vera jákvæð og sjá ljósu hliðina á málum, lausnarmiðuð og með húmorfyrri eigin vanmætti. Hef verið hreinskilin og finnst gaman að tjá mig um málefni líðandi stundar með pistlum á Vísi.is sem nú telja á þriðja tug. Opinská um allt nema P dæmið kannski stundum svo sumum þyki nóg um. En nú er komið að kaflaskilum, èg er hætt í feluleik. Fimm ár í þeim leik eru meira en nóg. Þetta hafa margir bent mér á, fjölskylda mín og læknirinn minn. Það var aftur Hjörtur minn besti vinur og félagisem með sinni hegðun benti mér á þetta. Hann fékk greininguna krabbamein fyrir ári síðan og bara segir öllum það. Hefur ekkert að fela og tekst á við sín örlög með reisn. En ég var ekki tilbúin og gat ekki sagt orðið. Var kannski ekki tilbúin að sætta mig við þessi döpru örlög. Það er erfiðara að fela hreyfiskerðingu og skjálfta eftir því sem tíminn líður. Ekkert gaman að taka töflur á 3 klst fresti og finnast allt stefna í eina átt, verða verri í dag en í gær. Dagurinn í gær var töff en hann er betri í dag eftir að ég útrýmdi túnfíflum úr lóðinni og sló garðinn. Sönnun á því að hreyfing og endorfín losun hjálpar. Nú eru fegurstu og lengstu dagar ársins og náttúra okkar fallega lands sýnir sínar bestu hliðar. Við fögnum afmæli lýðveldisins Íslands og EM í fótbolta kvenna er innan seilingar og kætir þá sem það elska. Þess vegna ætla ég að hætta í fimm ára feluleik og vera bjartsýn um veikindi okkar hjóna. Njóta hvers dags og þakka fyrir allt það góða sem lífið hefur gefið okkur. Við viljum ekki vorkun og við erum ekki hætt að skoða konur, skrifa pistla og skíra, gifta og jarða þó pakka tilboðið skurður og skírn sè ekki lengur í boði. Þökkumfallegar hugsanir og fyrirbænir. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar en ljóð hafa verið að koma til mín að undanförnu. Hér er ljóð um P sem segir allt ; P Hver ertu Hvað viltu mér Hvers vegna ertu hér Læddist í líf mitt eins og ljótur þjófur að nóttu Fyrir löngum fimm árum síðan Langar ekki að kynnast þér Hægir á mér Hristir mig Hrekkjóttur gerir mig stirða og stífa Rænir mig sundinu mínu Ruglar svefninn minn Reynir að stjórna lífi mínu og þínu Truflar taktinn Tefur mig Tekur kraftinn Hugann hryggir Heftir hann Hjarta mitt syrgir Tekur völdin Hægt og hljótt Löng verða kvöldin Reyni að skilja Örlögin Öfug við minn vilja Uppgjöf er ekki í boði Enda ég ávallt seig Áfram það við mig loði Bið góðan Guð að hjálpa mér Að kynnast þér Þannig að enginn sér Veit ekki hvernig þetta fer Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í dag 15. júní eru fimm ár síðan ég fékk það staðfest sem mig hafði grunað í nokkurn tíma aðég er með Parkinson sjúkdóminn.Ég kaus að kalla það P dæmið því ég gat ekki sagt orðið. Èg vildi ekki tala um það eða að neinn nema mínir nánustu hefðu vitneskju um þessi örlög mín. Hvað þá að ganga í Parkinson félagið. Það er ekki einfalt fyrir 52 ára konu í fullu fjöri að fá slíka greiningu og þurfa að hugsa seinni hálfleikinn uppà nýtt.Ég hafði fundið skjálfta í hvíld í nokkurn tíma vinstra megin í kroppnum og fékk svo mikinn skjálfta með hnífinn í hendinni við vinnu mína og það er ekkert grín fyrir fæðinga og kvensjúkdómalækni.Við hjónin fórum svo í einum Covid glugganum í ferð á Snæfellsnesið og í sundlauginni í Grundarfirði tekur Hjörtur eftir því að ég lyfti ekki vinstri hendinni jafnt og þeirri hægri. Þeir sem þekkja mig vita að èg syndi daglega og því var Covid vesen og þá fórum við að ganga og aftur var það húsbóndinn sem tók eftir því að vinstri hendin hreyfðist nánast ekkert og göngulagið var öðruvísi. Því vissi ég innst inni að ég væri með Parkinson sem er ólæknandi hrörnunarsjúkdómur en hefur vissulega mismunandi birtingarmyndir og herjar mismunandi hratt á fórnarlömb sín. En hvernigtekst kona á besta aldri við slík örlög þegar hulstrið er skaddað en hugurinn skarpur? Öflug kona á framabraut ákveður að fara í felur til að tryggja að skjólstæðingar hennar hlaupi ekki á brott. En það er líka erfitt að vera að fela hreyfiskerðingu og skjálfta fyrir öllum nema þeim sem þú treystir fyrir þessari greiningu. Og þjóð veit þá þrír vita. Hef verið spurð að því í sundi hvort ég sé slæm í öxlinni, eða fengið kurteislegar ábendingar umhvort ég fari hægt eða hratt. Á oft erfitt með að fara í fötin og er lengur í gang á morgnana þegar stirðleikinn ræður för. Sumir dagar eru verri en aðrir en flestir eru bara mjög góðir. Það hjálpar mikið að vera jákvæð og sjá ljósu hliðina á málum, lausnarmiðuð og með húmorfyrri eigin vanmætti. Hef verið hreinskilin og finnst gaman að tjá mig um málefni líðandi stundar með pistlum á Vísi.is sem nú telja á þriðja tug. Opinská um allt nema P dæmið kannski stundum svo sumum þyki nóg um. En nú er komið að kaflaskilum, èg er hætt í feluleik. Fimm ár í þeim leik eru meira en nóg. Þetta hafa margir bent mér á, fjölskylda mín og læknirinn minn. Það var aftur Hjörtur minn besti vinur og félagisem með sinni hegðun benti mér á þetta. Hann fékk greininguna krabbamein fyrir ári síðan og bara segir öllum það. Hefur ekkert að fela og tekst á við sín örlög með reisn. En ég var ekki tilbúin og gat ekki sagt orðið. Var kannski ekki tilbúin að sætta mig við þessi döpru örlög. Það er erfiðara að fela hreyfiskerðingu og skjálfta eftir því sem tíminn líður. Ekkert gaman að taka töflur á 3 klst fresti og finnast allt stefna í eina átt, verða verri í dag en í gær. Dagurinn í gær var töff en hann er betri í dag eftir að ég útrýmdi túnfíflum úr lóðinni og sló garðinn. Sönnun á því að hreyfing og endorfín losun hjálpar. Nú eru fegurstu og lengstu dagar ársins og náttúra okkar fallega lands sýnir sínar bestu hliðar. Við fögnum afmæli lýðveldisins Íslands og EM í fótbolta kvenna er innan seilingar og kætir þá sem það elska. Þess vegna ætla ég að hætta í fimm ára feluleik og vera bjartsýn um veikindi okkar hjóna. Njóta hvers dags og þakka fyrir allt það góða sem lífið hefur gefið okkur. Við viljum ekki vorkun og við erum ekki hætt að skoða konur, skrifa pistla og skíra, gifta og jarða þó pakka tilboðið skurður og skírn sè ekki lengur í boði. Þökkumfallegar hugsanir og fyrirbænir. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar en ljóð hafa verið að koma til mín að undanförnu. Hér er ljóð um P sem segir allt ; P Hver ertu Hvað viltu mér Hvers vegna ertu hér Læddist í líf mitt eins og ljótur þjófur að nóttu Fyrir löngum fimm árum síðan Langar ekki að kynnast þér Hægir á mér Hristir mig Hrekkjóttur gerir mig stirða og stífa Rænir mig sundinu mínu Ruglar svefninn minn Reynir að stjórna lífi mínu og þínu Truflar taktinn Tefur mig Tekur kraftinn Hugann hryggir Heftir hann Hjarta mitt syrgir Tekur völdin Hægt og hljótt Löng verða kvöldin Reyni að skilja Örlögin Öfug við minn vilja Uppgjöf er ekki í boði Enda ég ávallt seig Áfram það við mig loði Bið góðan Guð að hjálpa mér Að kynnast þér Þannig að enginn sér Veit ekki hvernig þetta fer Höfundur er læknir
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar